Færslur: Lífskoðunarfélög

Sigþrúður nýr framkvæmdastjóri Siðmenntar
Sigþrúður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Siðmenntar. Hún hefur verið framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins undanfarin 16 ár. Sigþrúður tekur við starfinu 1. september. Siggeiri F. Ævarssyni var sagt upp starfi framkvæmdastjóra félagsins í byrjun maí.
10.06.2022 - 10:51
Leggja til afnám undanþágu hjúskapar yngri en átján ára
Breytingar varðandi undanþáguheimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar og á könnun hjónavígsluskilyrða eru meðal þess sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum.
Breyting ætluð á trúfélagalögum í samræmi við áhættumat
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða ákvæði laga um skráð trú- og lífskoðunarfélög með hliðsjón af ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra um skýrslugjöf og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna slíkra félaga.