Færslur: Lífskjarasamningurinn

Sjónvarpsfrétt
Næstum allt laust í haust
Yfir 300 kjarasamningar meirihluta launþega á íslenskum vinnumarkaði renna út á næstu mánuðum. Stærstu stéttarfélögin hafa kynnt Samtökum atvinnulífsins kröfugerðir sínar. Forseti ASÍ segir svigrúm til launahækkana en óvissa sé mikil. 
Segir taxta flugmanna Play langt undir öllum launum
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra  atvinnuflugmanna (FÍA) segir taxta flugmanna flugfélagsins Play vera langt undir öllum launum. Hann veltir fyrir sér hví Samtök atvinnulífsins standi á bak við slíka samninga.
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna. 
Laun þingmanna hækka um 40.000 krónur
Laun þingmanna hækka um 40.000 krónur um áramótin, á sama tíma og laun samkvæmt lífskjarasamningnum hækka um 15 til 24 þúsund krónur. Launahækkunum þingmanna sem taka áttu gildi í sumar var frestað.
29.12.2020 - 15:59
Launaþjófnaður vaxandi vandi á íslenskum vinnumarkaði
Heildarupphæð vangoldinna launa sem Efling krafði launagreiðendur um nam 345 milljónum á síðasta ári. Að sögn Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar er algengast að starfsfólk í veitinga- og ferðageiranum þurfi að leita réttar síns.
Kosið um verkfall í álverinu í Straumsvík
Félagsmenn í fimm stéttarfélögum sem starfa hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík undirbúa nú aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamninga. Könnun var gerð meðal félagsmanna í stéttarfélögunum, yfirgnæfandi meirihluti styður aðgerðir, kosið verður um þær á næstu dögum og áformað er að þær hefjist 16. október.
Viðtal
Hafnar því að SA hafi haft í hótunum við ASÍ 
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafnar því að samtökin hafi haft í hótunum við verkalýðshreyfinguna. „Við reyndum að ná fram samtali til að bregðast við þeirri stöðu sem upp var komin í efnahagslífinu. Og flestir virðast sjá að hér séu allar forsendur breyttar,“ segir hann í viðtali við Einar Þorsteinsson í Kastljósi kvöldsins.  
„Eina skynsama niðurstaðan“
Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi Lífskjarasamninganna í efa. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir þörf á aðgerðum á vinnumarkaði, óháð því að samtökin hafi hætt við boðaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um Lífskjarasamninginn sem átti að hefjast í dag.
SA: Lífskjarasamningurinn gildir áfram
Það er samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að Lífskjarasamningurinn gildi áfram. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá samtökunum. Framkvæmdastjórn SA hefur hætt við atkvæðagreiðslu félagsmanna um uppsögn kjarasamninga.
29.09.2020 - 15:00
Kynna aðgerðir fyrir hádegi
Ríkisstjórnin kynnir fyrir hádegi aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til svo að koma megi í veg fyrir óvissu á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa boðað að atkvæðagreiðsla um uppsögn lífskjarasamningsins hefjist í hádeginu og ljúki á morgun. Stjórnvöld ætla að kynna aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningnum klukkan ellefu.
29.09.2020 - 09:50
Myndskeið
Sammála um að sameiginlegra viðbragða sé þörf
„Ekkert að frétta, bara allir glaðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formanna ríkisstjórnarflokkanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Ráðherrabústaðnum. Fundinum lauk á sjöunda tímanum, en þetta var í annað skiptið sem þessir aðilar funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum, en SA telur forsendur Lífskjarasamningsins brostnar.
Viðtal
„Við erum að velta hugmyndum á milli“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tilgangurinn með fundi forystumanna stjórnarflokkanna með Samtökum atvinnulífsins í morgun hafi verið að fara yfir stöðuna og vinna úr samtölum sem hafi farið fram síðasta sólarhringinn. „Við erum að velta hugmyndum á milli,“ segir hún aðspurð hvort að ríkisstjórnin hafi lagt fram tillögur í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins.
28.09.2020 - 11:54
Viðtal
SA frestar upphafi atkvæðagreiðslu í sólarhring
Forysta Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að fresta upphafi atkvæðagreiðslu um uppsögn lífskjarasamningsins um sólarhring. Eftir sem áður á niðurstaða að liggja fyrir á miðvikudag, að öðru óbreyttu. Forystumenn SA greindu frá þessu þegar þeir gengu af fundi forystufólks ríkisstjórnarinnar í morgun. Fundurinn í dag verður notaður til frekari fundahalda þar sem framtíð kjarasamninga verður rædd.
28.09.2020 - 10:17
Myndskeið
Forysta SA á fund stjórnvalda
„Við erum að ræða lausnir,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, þegar hann gekk á fund stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum við Suðurgötu í Reykjavík í morgun. Fundurinn er að frumkvæði stjórnvalda sem kanna nú leiðir til að koma í veg fyrir óvissu á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hafa boðað til atkvæðagreiðslu um uppsögn lífskjarasamningsins.
28.09.2020 - 09:52
Samtök atvinnulífsins kjósa um lífskjarasamninginn
Atkvæðagreiðsla aðildarfyrrirtækja Samtaka atvinnulífsins um hvort rifta eigi Lífskjarasamningnum hefst annað hvort í dag eða á morgun. SA á fund með stjórnvöldum í dag. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar eða ekki.
28.09.2020 - 07:11
Segir uppsögn jafngilda ófriðaryfirlýsingu
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það boða mikinn ófrið á vinnumarkaði, komi til þess að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins segi Lífskjarasamningnum upp. Samninganefnd ASÍ fundaði í morgun og þar var einhugur um þessa afstöðu. 
Spegillinn
Ekki vilji til að segja upp Lífskjarasamningnum
Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að segja upp kjarasamningum vegna forsendubrests. Ef samningum verður sagt upp verður ekkert af samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót. Atvinnurekendur hafa ítrekað sagt að ekki sé svigrúm til launahækkana.