Færslur: lífskjarasamningur

Almenn laun og taxtar hækka vegna hagvaxtarauka
Almenn laun og taxtar hækka í næsta mánuði vegna svokallaðs hagvaxtarauka. Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því hefur forsendunefnd kjarasamninga ákveðið að til greiðslu hans komi 1. maí.
Spegillinn
Lífskjarasamningurinn tók ekki mið af Covid
Lífskjarasamningurinn sem undirritaður voru í aprílbyrjun 2019 gildir til 2. nóvember á næsta ári.  Forystufólk Samtaka atvinnulífsins og í verkalýðshreyfingunni er sammála um að viðræður um nýjan kjarasamning þurfi að byrja sem fyrst á nýju ári.
Sammála um að rugga ekki bátnum
Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.
Afstaða til hlutdeildarlána byggð á vísbendingum
Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að hlutdeildarlán nýtist þeim hópum sem til var ætlast. Stofnunin lagði fram upplýsingar á fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun, en ekki liggja þó fyrir endanlegar greiningar á stöðunni. Formaður velferðarnefndar hefur áhyggjur af því að úrræðið gæti á endanum ekki nýst þeim sem helst þurfa.
Meta forsendur kjarasamninga
Formenn ASÍ koma saman í dag til að meta hvort forsendur kjarasamninga sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra hafi staðist.
22.09.2020 - 09:40
Myndskeið
Leggja mat á forsendur lífskjarasamningsins
Fulltrúar atvinnulífsins og vinnumarkaðarins leggja nú mat á forsendur lífskjarasamningsins og mögulega endurskoðun hans. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki leggja til frestun launahækkana.
Kennarar krefjast aukins sveigjanleika í starfi
Aukinn sveigjanleiki er forsenda nýs kjarasamnings grunnskólakennara við sveitarfélögin. Kjaraviðræður standa nú yfir, en kennarar hafa verið samningslausir síðan í júlí í fyrra og eru orðnir óþolinmóðir.
Áhyggjuefni að fjármálaráðherra segi loforð marklaus
Það vekur áhyggjur að fjármálaráðherra lýsi því yfir að loforð sem stjórnvöld hafi gefið í tengslum við lífskjarasamning séu í raun marklaus, segir forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vill fund með stjórnvöldum um samninginn. Bæði ráðherra og verkalýðshreyfing hafa sagt að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar.  
Stjórnvöld skuli búa sig undir „harðan verkalýðsvetur“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ríkisstjórninni að búa sig undir „harðan verkalýðsvetur" í harðorðum pistli í dag þar sem hann sakar ríkisstjórnina um „skítlegt eðli" vegna ákvarðana um vaxtaákvæði og tekjutengingu í hlutdeildarlánunum.
24.06.2020 - 12:11
Viðtal
„Hef ekki áhuga á spurningunni“ um forsendubrest
Fjármálaráðherra segir að allar helstu forsendur fyrir gerð lífskjarasamnings séu brostnar. Ekki sé áhugavert að velta því fyrir sér. Brýnna sé að finna út úr því hvernig unnt sé að bjarga störfum og efla efnahagslífið. „Við erum öll í einhverjum nýjum veruleika og ég hef í sjálfu sér ekki mikinn áhuga á spurningunni: eru forsendur lífskjarasamninganna breyttar eða brostnar. Ég hef miklu meiri áhuga á að ræða: hvernig eigum við að fara af þessum stað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
23.06.2020 - 16:29
Lána 20% og engar afborganir né vextir á lánstímanum
Ríkið ætlar að lána tekjulágum 20% af kaupverði fyrstu íbúðar, verði frumvarp félags- og barnamálaráðherra afgreitt á Alþingi. Lánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en 20% af söluverði kemur í hlut ríkins þegar íbúðin er seld.
11.06.2020 - 12:51
Segir lífskjarasamninginn að óbreyttu fallinn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir lífskjarasamningana vera fallna og að VR muni ekki verja samningana miðað við stöðuna eins og hún er í dag. Ríkisstjórnin hafi  ekki staðið við fyrirheit um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána, né loforð um hlutdeildarlán.
Skilningur verkalýðshreyfingarinnar mætti vera meiri
Halldór Benjamín Þorbergsson tekur undir undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær. Bjarni sagði að forsendur lífskjarasamningsins stæðu tæpt. Allt annað svigrúm hafi verið til gerðar kjarasamninga þá en nú. 
Myndskeið
Lífskjarasamningar standa óskaplega tæpt
Forsendur lífskjarasamningana standa óskaplega tæpt segir fjármálaráðherra því allt önnur framtíð blasir við nú en þegar þeir voru gerðir. Verkfall tæplega 300 starfsmanna nokkurra sveitarfélaga sem eru í Eflingu hófst í morgun. 
05.05.2020 - 19:42