Færslur: Lífskjarasamningar

Erfitt að segja hvort samningurinn verður samþykktur
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl í fyrra en samningar höfðu verið lausir síðan þá. Samningurinn verður nú kynntur lögreglumönnum og varaformaður Landssambands lögreglumanna segir erfitt að segja til um hvort hann verður samþykktur.
Funduðu í fyrsta sinn um framtíð samninganna
Launa- og forsendunefnd stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda kom saman til fundar í morgun til að ræða þróun efnahagsmála og áhrif þeirra á stöðu lífskjarasamningsins sem undirritaður var í fyrravor. Þetta var fyrsti fundur nefndarinnar. Nefndarmenn ræddu starfið framundan og hvernig nálgast bæri mat á stöðu kjarasamninga og hvort að samningurinn sé á vetur setjandi.
10.09.2020 - 21:26
„Til skammar að vera ekki búin að semja“
Kjaradeila um 600 félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls á Grundartanga er í hnút. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins. Hann segir að Norðurál bjóði kjör undir Lífskjarasamningnum, ekki komi til greina að samþykkja það.
Ríkisstjórnin ekki að leggja til frestun launahækkana
Ríkisstjórnin er ekki að leggja það til að samningsbundnum launahækkunum verði frestað, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hún svaraði þar spurningu formanns Samfylkingarinnar um yfirlýsingar formanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hvort að rétt væri að fresta launahækkunum í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu.
Ólíðandi að SA hafi stutt Icelandair
Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnumarkaði með því að styðja Icelandair í fordæmalausum aðgerðum flugfélagsins gegn flugfreyjum og -þjónum, segir Drífa Snædal forseti ASÍ í föstudagspistli sínum. Það hafi verið örlagaríkur dagur þegar stjórnendur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga viðsemjendur og semja við aðra um kaup og kjör.
07.08.2020 - 16:12
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
„Svona mál er hreint og klárt glæpamál“
ASÍ kallar eftir rannsókn á tildrögum brunans við Bræðraborgarstíg í gær. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að bæta þurfi eftirlit með atvinnurekendum sem útvega starfmönnum sínum húsnæði og að herða þurfi viðurlög.