Færslur: Lífskjarasamningar

VR krefst fjögurra daga vinnuviku og 30 daga orlofs
VR krefst 30 daga orlofs og að vinnuvikan verði stytt niður í fjóra daga í komandi kjaraviðræðum. Félagið telur aðkomu stjórnvalda óhjákvæmilega ef bæta eigi kjör launafólks. Þetta kemur fram í kröfum VR og Landsambands íslenskra verslunarmanna gagnvart Samtökum atvinnulífsins.
Spegillinn
Hugað verði betur að breyttum vinnutíma
Félagsmálaráðherra vill að hugað verði betur að breyttum vinnutíma í næstu kjarasamningum og að komið verði betur til móts við fólk með skerta vinnugetu.
Spegillinn
Samningar háðir aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum
Aðkoma stjórnvalda í húsnæðismálum og að halda verðbólgu í skefjum eru brýnustu verkefnin í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Viðbúið að launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðbúið að þær launahækkanir sem eru framundan á almennum vinnumarkaði leiði til aukinnar verðbólgu og því hafi það ekki komið á óvart að seðlabankinn hafi ákveðið að hækka stýrivexti.
Lýsa yfir áhyggjum af hækkun stýrivaxta
Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýsa yfir miklum áhyggjum af hækkun stýrivaxta á þessu ári og segja að það geti leitt til þess að samningar á almennum vinnumarkaði bresti.
03.11.2021 - 15:28
Meðallaun á Íslandi næsthæst í samanburði 28 landa
Ísland stendur vel þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á launum. Meðallaun hérlendis voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli tuttugu og átta landa. Ísland kemur næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.
29.10.2021 - 04:56
Kjarasamningar skiluðu sér í budduna og meiri frítíma
Síðustu kjarasamningar skiluðu verulegri kaupmáttaraukningu. Hún rataði í budduna og í birtist einnig í styttri vinnutíma.
Lífskjarasamningar í gildi út samningstímann
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ hafa sammælst um að Lífskjarasamningar standi og halda þeir því gildi sínu þar til þeir renna út þann 1. nóvember 2022.
27.09.2021 - 17:00
Spegillinn
1. maí: Það er nóg til
Slagorð eða kjörorð 1. maí, baráttudags verkalýðsins, er: Það er nóg til. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að það sé ekki úr lausu lofti gripið. Oft sé sagt þegar gesti ber að garði að það sé nóg til. Við eigum nóg til skiptanna. Ef gæðin eru af skornum skammti þá deilum við gæðunum með sanngjarnari hætti.
30.04.2021 - 17:00
Spegillinn
Styttingin má ekki bara snúast um skrifstofufólk
Umræðan um styttingu vinnutímans miðast að sumu leyti of mikið við vinnu skrifstofufólks, segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins; reyndar gildi slíkt hið sama um alla umræðuna um heimavinnu fólks. Margir félagar í Starfsgreinasambandinu eigi þess ekki kost að vinna heima og þá skipti hlé til að hvílast miklu. 
„Eina skynsama niðurstaðan“
Samtök atvinnulífsins hafa valdið óþarfa óöryggi og usla meðal fólks með því að draga gildi Lífskjarasamninganna í efa. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir þörf á aðgerðum á vinnumarkaði, óháð því að samtökin hafi hætt við boðaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um Lífskjarasamninginn sem átti að hefjast í dag.
Myndskeið
Sammála um að sameiginlegra viðbragða sé þörf
„Ekkert að frétta, bara allir glaðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund formanna ríkisstjórnarflokkanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Ráðherrabústaðnum. Fundinum lauk á sjöunda tímanum, en þetta var í annað skiptið sem þessir aðilar funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum, en SA telur forsendur Lífskjarasamningsins brostnar.
Viðtöl
Meta hvort stíga þurfi inn í deilu á vinnumarkaði
Stjórnvöld meta nú hvort þau grípi til aðgerða til að tryggja frið á vinnumarkaði. Formenn stjórnarflokkanna áttu fund með fulltrúum atvinnurekenda og launþega í dag. Atkvæðagreiðsla SA um mögulega riftun Lífskjarasamningsins hefst á morgun.
Mikilvægt að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst ræða við Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið vegna ágreinings þeirra um stöðu lífskjarasamningsins. Ekki sé tímabært að boða tilteknar aðgerðir stjórnvalda.
Ósammála um forsendur kjarasamninga - kosið um uppsögn
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands komust ekki að niðurstöðu á fundi launa- og forsendunefnda í dag um það hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar eða ekki. SA telur forsendur brostnar en ASÍ telur þær hafa staðist.
24.09.2020 - 17:38
Segir að umsamdar hækkanir verði aldrei snertar
Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir að atvinnurekendur hafi lagt mikla áherslu á að gera kjarasamninga til langs tíma í samningaviðræðum í fyrravor. Þeir hafi alfarið hafnað tillögum um styttri samningstíma og að þeim hafi orðið að ósk sinni um langtímasamning.
24.09.2020 - 07:04
Erfitt að segja hvort samningurinn verður samþykktur
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl í fyrra en samningar höfðu verið lausir síðan þá. Samningurinn verður nú kynntur lögreglumönnum og varaformaður Landssambands lögreglumanna segir erfitt að segja til um hvort hann verður samþykktur.
Funduðu í fyrsta sinn um framtíð samninganna
Launa- og forsendunefnd stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda kom saman til fundar í morgun til að ræða þróun efnahagsmála og áhrif þeirra á stöðu lífskjarasamningsins sem undirritaður var í fyrravor. Þetta var fyrsti fundur nefndarinnar. Nefndarmenn ræddu starfið framundan og hvernig nálgast bæri mat á stöðu kjarasamninga og hvort að samningurinn sé á vetur setjandi.
10.09.2020 - 21:26
„Til skammar að vera ekki búin að semja“
Kjaradeila um 600 félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls á Grundartanga er í hnút. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins. Hann segir að Norðurál bjóði kjör undir Lífskjarasamningnum, ekki komi til greina að samþykkja það.
Ríkisstjórnin ekki að leggja til frestun launahækkana
Ríkisstjórnin er ekki að leggja það til að samningsbundnum launahækkunum verði frestað, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hún svaraði þar spurningu formanns Samfylkingarinnar um yfirlýsingar formanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hvort að rétt væri að fresta launahækkunum í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu.
Ólíðandi að SA hafi stutt Icelandair
Það er ólíðandi að Samtök atvinnulífsins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnumarkaði með því að styðja Icelandair í fordæmalausum aðgerðum flugfélagsins gegn flugfreyjum og -þjónum, segir Drífa Snædal forseti ASÍ í föstudagspistli sínum. Það hafi verið örlagaríkur dagur þegar stjórnendur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga viðsemjendur og semja við aðra um kaup og kjör.
07.08.2020 - 16:12
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
„Svona mál er hreint og klárt glæpamál“
ASÍ kallar eftir rannsókn á tildrögum brunans við Bræðraborgarstíg í gær. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að bæta þurfi eftirlit með atvinnurekendum sem útvega starfmönnum sínum húsnæði og að herða þurfi viðurlög.