Færslur: lífríkið
Íslensk veiðarfæri í Afríku
Plastúrgangur sem almenningur í Senegal safnar, endar sem hluti af veiðarfærum sem þróuð eru af íslensku fyrirtæki. Veiðarfærin þykja bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en eldri gerðir.
11.08.2021 - 20:10
Rannsókn sjávarbotnsins mikilvæg til framtíðar
Rannsókn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og vísindamanna frá Bretlandi og Grænlandi í Grænlandssundi geta varpað ljósi á lífríkið og langtíma umhverfisbreytingar. Notaður er fjarstýrður kafbátur sem kemst á allt að tvöþúsund metra dýpi, búinn hágæða myndavél.
06.08.2021 - 11:28
Víðfeðm kóralrif við Íslandsstrendur
Rannsóknir á hafsbotni hafa leitt í ljós víðfeðm kóralrif undan suðurströnd Íslands. Sum þeirra eru gjörónýt eftir veiðarfæri en vísindamenn vonast til að finna fleiri svæði.
09.07.2020 - 11:18
Mývargur veltur inn úr gluggakistum í Mývatnssveit
Mikið er um bitmý í Mývatnssveit um þessar mundir og þeir sem eru viðkvæmir fyrir bitum ættu að hafa varann á. Heimamaður segist ekki hafa séð svona mikið af mývargi í mörg ár.
15.06.2020 - 13:53
Hvalasöngurinn ómar í Eyjafirði
Tveir hnúfubakar hafa haldið sig í og við Pollinn á Akureyri undanfarna mánuði. Verið er að rannsaka hvað skýrir auknar hvalagöngur í Eyjafjörð og hafa vísindamenn orðið þess áskynja að tilhugalífið í firðinum sé í fullum blóma.
22.01.2020 - 09:13