Færslur: Lífrænn úrgangur
Sveitarfélög keppast við að bæta úrgangsmál
Í júní á síðasta ári tóku í gildi viðamiklar breytingar á lögum tengdum úrgangsmálum. Um 60 prósent sveitarfélaga telja líklegt að þau þurfi að breyta fyrirkomulagi sérsöfnunar vegna nýju laganna.
24.01.2022 - 11:00
Nóg að gera við sorphirðu eftir jólaneysluna
Desember er mánuður mikillar neyslu. Sorphirða er því umtalsvert meiri en aðra mánuði ársins og teygir sig fram í miðjan janúar. Almenningur virðist þó vera farinn að kunna betur að flokka jólaruslið.
29.12.2021 - 12:14
Skólp grófhreinsað meðan á viðgerð stendur
Viðgerð á safnlögn í hreinistöð fyrir skólp við Ánanaust hefst á morgun og búist er við að hún taki um þrjár vikur. Ætla má að magn kólígerla í fjörum aukist umfram viðmiðunarmörk meðan á viðgerðinni stendur.
19.10.2021 - 12:38
Plastmenguð molta úr GAJU einungis nothæf á haugana
Moltan sem Sorpa framleiðir í GAJU; Gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi, inniheldur allt of mikið plast og nýtist ekki annars staðar en á haugunum. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að byrja að safna lífrænum úrgangi til að hráefnið í moltuna verði boðlegt.
25.05.2021 - 21:15