Færslur: Lífeyrissjóðir

Myndskeið
Ósammála um nálgun VR í húsnæðismálum
Óhagnaðardrifin verkefni eiga ekki heima innan lífeyrissjóða, að mati Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, stjórnmála- og fjölmiðlafræðings, sem býður sig fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni, sitjandi formanni VR. Hann segir aftur á móti að hugmynd um leiguhúsnæði, sem verið er að þróa innan VR, hagnist bæði leigjendum og þeim sem fjármagni verkefnið.
28.02.2021 - 13:36
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu. 
Landsmenn hafa nýtt sér 24 milljarða séreignarsparnaðar
Allt hafa verið teknir út rétt liðlega 24,5 milljarðar í séreignarsparnað frá því í apríl 2020 til og með janúar 2021. Þetta kemur fram í svari frá Skattinum við fyrirspurn fréttastofu. 
Loftslagsdæmið
Kýs frekar gott líf en aðeins meiri ávöxtun
„Ég ætla ekki að fara á eftirlaun fyrr en eftir um 25 ár og auðvitað skiptir máli að fá einhverja ávöxtun á peninginn en það skiptir mig miklu meira máli að það verði ennþá siðmenning á Íslandi þegar ég fer á eftirlaun,“ þetta segir Kristján Rúnar Kristjánsson. Bjarni Herrera Þórisson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Circular solutions, segir að hefðbundnar loftslagsaðgerðir venjulegs fólks blikni í samanburði við í hvaða lífeyrissjóð það greiðir.
Sala færeyska félagsins Magn hluti endurskipulagningar
Færeyska olíufélagið Magn, sem er að stærstum hluta í Skeljungs, hefur verið auglýst til sölu á markaði. Salan er talin hluti af endurskipulagningu Skeljungs en ekki liggur fyrir hverjir vilji kaupa.
Skuldsetning ríkisins gæti leitt af sér skattahækkanir
Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir íslenska ríkið þurfa meiri skattheimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í framtíðinni.
16.12.2020 - 04:02
FME gerir athugasemdir við Lífeyrissjóð bænda
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við eftirlit með fjárfestingum og áhættustýringu Lífeyrissjóðs bænda í athugun sinni. Niðurstöðurnar voru gefnar út fyrir helgi.
16.11.2020 - 17:09
Deila um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS veitum
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að taka kauptilboði félags lífeyrissjóða og fjárfesta í ríflega fimmtán prósenta hlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag.
22.10.2020 - 06:17
Skoða þyrfti sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóðanna
Gera þyrfti úttekt á sjálfstæði stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum. Þetta er mat Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Almenningur þarf að geta treyst því að stjórnir lífeyrissjóðanna gæti eingöngu hagsmuna sjóðsfélaga.
Myndskeið
Deilur innan LIVE vegna hlutafjárútboðs Icelandair
Ágreiningur er innan stjórnar lífeyrissjóðs verzlunarmanna út af þeirri ákvörðun að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Formaður VR lýsti í dag yfir vantrausti á varaformann stjórnar sjóðsins. Fjármálaeftirlit Seðlabankans ætlar að skoða aðkomu lífeyrissjóðanna að útboðinu.
LIVE og Birta tóku ekki þátt í útboðinu
Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair, málið var til umfjöllunar á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins á  miðvikudaginn og var niðurstaðan að taka ekki þátt. Lífeyrissjóður verslunarmanna átti tæplega tólf prósenta hlut í félaginu, og var stærsti hluthafinn fyrir útboðið.
18.09.2020 - 13:39
Auðmjúk og stolt með eftirspurnina, segir Bogi Nils
Hluthöfum í Icelandair Group fjölgar um sjö þúsund eftir hlutafjárútboðið sem lauk í gær. Listi yfir 20 stærstu hluthafa verður birtur þegar hlutabréfin verða skráð. Stærsti hluthafinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, tók ekki þátt. Sjö milljarða skráningu Michelle Ballarin var hafnað því ekki voru tryggingar fyrir greiðslu. 
Hlutafjárútboði lokið - Ballarin sögð stefna á 25% hlut
Hlutafjárútboði Icelandair lauk klukkan fjögur í dag. Stefnt var að því að safna allt að 23 milljörðum í útboðinu. Icelandair hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á hlutabréfum fyrir sex milljarða sem eru háð þeim skilyrðum að félagið nái að safna 14 milljörðum í útboðinu.
17.09.2020 - 16:30
Mikilvægt að lífeyrissjóðirnir taki þátt í útboðinu
Forstjóri Icelandair vonast til þess að viðsnúningur verði í rekstri félagsins um mitt næsta ár. Hlutafjárútboð hófst í morgun en óvissa ríkir um þátttöku stærstu lífeyrissjóða landsins.
16.09.2020 - 19:25
Framlengja ekki gjaldeyrissamkomulag við Seðlabankann
Lífeyrissjóðirnir ætla ekki að framlengja samkomulag sitt við Seðlabanka Íslands um að standa ekki í erlendum fjárfestingum. Samkomulag um hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða var gert í mars vegna kórónuveirufaraldursins og það framlengt í júlí.
09.09.2020 - 08:14
Viðtal
Hlutafjáreign áhættusamari en ríkisábyrgð lánalínu
Birgir Ármannson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það væri mun meiri áhætta fyrir ríkið að eignast hlutafé í Icelandair en að veita ríkisábyrgð á lánalínu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður Pírata, telur að gengið sé út frá því að lífeyrissjóðir taki áhættu og fjárfesti ríkulega í félaginu. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
08.09.2020 - 20:59
Segir djarft skref að fjárfesta í flugfélagi
Gylfi Magnússon prófessor og forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, segir að gríðarleg áhætta sé fólgin í fjárfestingu i flugfélagi um þessar mundir og að það yrði erfitt skref fyrir lífeyrissjóðina að leggja fram verulegt fjármagn. Slík fjárfesting krefjist aðila sem hafi meira tapsþol og betri tengingu við fluggeirann. Slíkur aðili sé ekki til á Íslandi og jafnvel ekki erlendis þessa stundina.
07.09.2020 - 20:32
Segir ríkisstjórnina ekki ganga hreint til verks
Alþingi samþykkti í gærkvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Formaður Viðreisnar segir ábyrgðina geta falið í sér áhættu fyrir lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin hafi ekki gengið hreint til verka við veitingu ríkisábyrgðarinnar.
05.09.2020 - 12:39
Seðlabankastjóri vill tryggja sjálfstæði stjórnarmanna
Seðlabankinn mun beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun.
Viðtal
Segir mikilvægt að Icelandair fái fé frá ríkinu
Staðan í ferðaþjónustunni er mjög óraunveruleg og óvissan meiri en nokkru sinni áður, segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og núverandi stjórnarformaður Heimsferða. Hann segir mikilvægt að ríkið og lífeyrissjóðir komi Icelandair til bjargar.
GAMMA kannar rétt á bótum vegna milljarða taps
Núverandi forsvarsmenn fjárfestingasjóðsins GAMMA ætla að kanna hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem kunna að eiga sök á rekstrarvandræðum fasteignafélagsins Upphafs á árunum 2015-2019. Sjóðurinn gufaði nánast upp, fór úr því að vera metinn á um fimm milljarða niður í um 40 milljónir.
24.03.2020 - 21:20
Spegillinn
Harðar skerðingar draga úr tiltrú fólks
Framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir að miklar skerðingar almannatrygginga dragi úr tiltrú fólks á lífeyrissjóðakerfinu. Samtökin eru ekki aðili að málsókn Gráa hersins gegn ríkinu en styðja málstaðinn.
14.01.2020 - 16:51
Yfir 5.000 milljarðar í lífeyrissjóðum landsmanna
Íslendingar áttu ríflega 5.000 milljarða króna í lífeyrissjóðum sínum í lok þriðja ársfjórðungs og hafa aldrei átt meira í slíkum sjóðum. Þetta kemur fram í yfirliti Fjármálaeftirlitsins um heildareignir samtryggingar- og séreignarsparnaðar íslenskra lífeyrissjóða.
03.12.2019 - 06:12
Geta ekki hlutast til um stjórn Eimskips
Lífeyrissjóðirnir geta ekki sammælst um breytingar í stjórnum fyrirtækja, líkt og formaður VR vill að gert verði í stjórn Eimskips, segja viðmælendur fréttastofu hjá lífeyrissjóðum.
22.11.2019 - 13:13
Galið að Samherji ráði en sjóðir eigi 53% segir Ragnar
Formaður VR gagnrýnir að Samherji stjórni Eimskipi þótt lífeyrissjóðirnir eigi meira en helmingshlut í fyrirtækinu. Þetta sé galin staða, sérstaklega í ljósi þess sem komið hafi fram um meinta vafasama viðskiptahætti Samherja. 
21.11.2019 - 19:56