Færslur: Lífeyrissjóðir

Viðtal
Stórundarlegt að tala um mannréttindabrot
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki koma sér á óvart að lífeyrissjóðirnir hafi látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem sýni að þeir hafi réttinn sín megin í deilum um ÍL-sjóð. Slíkt sé algengt. Hann segir hins vegar stórundarlegt að tala um hugsanlegt gjaldþrot eða skuldaskil sjóðsins sem brot gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.
Telja lögin vera sín megin í deilu við ráðherra
Lífeyrissjóðir telja fyrirhugaða lagasetningu fjármálaráðherra um gjaldþrot eða önnur sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs, gamla Íbúðalánasjóðs, brjóta gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.
23.11.2022 - 16:58
Óljóst hvenær viðræður hefjast um ÍL-sjóð
Ekkert liggur fyrir varðandi mögulegar viðræður stjórnvalda við skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs. Stórnvöld hafa lagt áherslu á að ná samkomulagi um uppgjör sjóðsins fyrir áramót.
„Sjóðirnir eru almenningur í landinu“
Þingmaður Viðreisnar spurði hvort það væri sanngjarnt að lífeyrisþegar og launþegar í landinu tækju á sig tap gamla Íbúðalánasjóðs - ÍL sjóðs, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún sagði vafa á því hvort ríkið gæti breytt leikreglum eftir á. 
Sjónvarpsfrétt
Fá minna greitt hjá lífeyrissjóðum sökum Íbúðalánasjóðs
Þau sem tekið hafa út séreignasparnað, eftir að fjármálaráðherra kynnti slæma stöðu Íbúðalánasjóðs í síðustu, hafa fengið lægri upphæð greidda út en þau hefðu fengið áður. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóði segir traust sjóðanna til ríkisins hafa skaddast verulega. 
Sjónvarpsfrétt
Stærstu sjóðirnir hunsuðu stjórn Festi í stjórnarkjöri
Tveir af þremur stærstu hluthöfum í Festi hf. greiddu fráfarandi stjórn ekki eitt einasta atkvæði á hluthafafundi fyrir hádegi. Endurkjörinn stjórnarformaður segir nú skipta mestu að skapa frið um félagið.
Tveir af fimm náðu endurkjöri í stjórn Festi
Stjórn Festi hf., eins stærsta fyrirtækis landsins, náði ekki endurkjöri á hluthafafundi í hádeginu.
14.07.2022 - 12:45
Sjónvarpsfrétt
Tveir af stærstu hluthöfum vilja nýtt blóð í stjórn
Tveir af stærstu hluthöfum í Festi hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna, ætla að styðja sitthvorn frambjóðandann í stjórnarkjöri í fyrramálið. Þeir eru ekki í hópi núverandi stjórnarmanna. Á hluthafafundi Festi hf. í fyrramálið verður margfeldiskosning að kröfu meðal annars Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það gæti gert þeim auðveldara að fá sitt fólk kjörið í stjórn en fjórtán eru í framboði. 
Vill draga úr verðtryggðum lánveitingum
Seðlabankastjóri segir koma til greina að endurskoða reglur sem lúta að lánveitingu lífeyrissjóðanna. Nú sé nýtt lánakerfi komið á í landinu.
29.03.2022 - 16:07
Skaðlegt ef lífeyrissjóðir verða of stórir á markaði
Bandalag háskólamanna telur brýnt að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækki 65%, hraðar en fjármálaráðherra leggur til í nýju lagafrumvarpi. Miklar eignir í innlendum fyrirtækjum geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og nýsköpun.
24.03.2022 - 17:34
Árið 2021 afar hagfellt íslenskum lífeyrissjóðum
Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um rúmlega 860 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem jafngildir fimmtán prósenta aukningu í krónum talið. Þetta sýna nýjustu yfirlitstölur Seðlabanka Íslands en eignamarkaðir hafa verið á mikilli uppleið næstum allt árið 2021.
Hækka lífeyrisgreiðslur um tíu prósent
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur hækkað áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild um tíu prósent og þar af leiðandi hækka lífeyrisgreiðslur einnig í hlutfalli við það. Góð ávöxtun eigna undanfarin ár er helsta skýringin.
Ný skýrsla: Konur fá 13% lægri eftirlaun en karlar
Íslenskar konur hafa 13 prósent lægri eftirlaun en karlmenn en eftirlaun karla eru hærri en kvenna í öllum OECD ríkjunum. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær háa einkunn í nýrri skýrslu.
04.11.2021 - 06:12
Fréttaskýring
„Fyrirtækin sem við fjárfestum í þurfa að breytast“
Árið 2030 má reikna með því að um 5% eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði skilgreindar sem loftslagsvænar. Sjóðurinn útilokaði á dögunum fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða skítugustu gerð jarðefnaeldsneytis og gekk í gær til liðs við alþjóðlegt samstarf lífeyrissjóða sem Danir áttu frumkvæði að og hyggst leggja 150 milljarða króna í græna fjárfestingakosti á næstu átta árum. Hvað þýðir það í raun? Og hvað með hin 95 prósentin?
Gagnrýnir ákvörðun um að selja Mílu
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Símans að selja fjarskiptafyrirtækið Mílu til alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Hann óttast að þetta leiði til verðhækkana á þjónustu og telur að lífeyrissjóðirnir, sem meirihlutaeigendur í Símanum, hefðu átt að koma í veg fyrir þessi viðskipti.
23.10.2021 - 18:50
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Lífeyrissjóðir taka yfir rekstur á kerfi sínu af Init
Reiknistofa lífeyrissjóða ætlar að taka yfir rekstur á hugbúnaðarkerfinu Jóakim, að því er fram kemur í tilkynningu frá reiknistofunni. Fjallað var um Jóakim í fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl. Þar kom fram að þjónustuaðili kerfisins, Init, hafi rukkað lífeyrissjóðina um vinnu sem efasemdir voru um að standist lög. Jafnframt kom fram í Kveik að hundruð milljónir króna hafi streymt út úr félaginu í annað félag í sömu eigu.
21.10.2021 - 15:40
Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Selja hluti sína í fyrirtækjum á landtökubyggðum
Stærsti lífeyrissjóður Noregs, KLP, ætlar að losa sig við hlutafé í sextán fyrirtækjum sem tengjast ísraelskum landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Þeirra á meðal er hlutur sjóðsins í fjarskiptarisanum Motorola.
05.07.2021 - 06:59
Eignarhlutur ríkisins 20 milljörðum verðmætari
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka er 20 milljörðum verðmætari eftir mikla verðhækkun á markaði í gær. Hlutabréf hækkuðu lítillega í morgun en of snemmt er að segja til um hvort verðlagning í hlutafjárútboði var of lág. Íslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans.
Íslandsbanki birtir hluthafalistann
Erlendir sjóðir og íslenskir lífeyrissjóðir eru áberandi á lista yfir stærstu hluthafa í Íslandsbanka. Viðskipti með bréf í bankanum hófust í gær og hækkuðu bréfin um 20 prósent frá útboðsgengi.
Úthlutun fjársterkra í útboðinu skert niður í milljón
Öll eignarhaldsfélög og fjársterkir einstaklingar, sem skráðu sig fyrir meira en 75 milljónum króna í hlutafjárútboði Íslandsbanka, fengu einungis úthlutun upp á eina milljón króna.
Lífeyrissjóðir segja upp samningi við Init
Reiknistofa lífeyrissjóða sagði í síðustu viku upp samningi sínum við fyrirtækið Init ehf. sem hefur séð um rekstur Jóakims, tölvukerfis lífeyrissjóðanna.
04.06.2021 - 15:16
Ernst & Young rannsaka Init og reiknistofu
Reiknistofa lífeyrissjóðanna hefur samið við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um að gera óháða úttekt á viðskiptum Init við Reiknistofuna. 

Mest lesið