Færslur: Lífeyrismál
Mótmæla afturköllun kjarabóta harðlega
Yfirlögregluþjónar hjá ríkislögreglustjóra mótmæla harðlega áformum hennar um að vinda ofan af kjarabótum þeirra sem gerðar voru í tíð Haraldar Johannessen. Þeir segja lögfræðiálit ríkislögreglustjóra pantað, málið allt snúist um valdabaráttu og muni enda fyrir dómstólum.
23.07.2020 - 22:08
Farið frjálslega með orðalag í samningunum
Farið var frjálslega með orðalag í samningum sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um breytingar á launafyrirkomulagi þeirra.
10.07.2020 - 19:00
Stefnir í átök um ákvörðun Sigríðar
Fyrirhugaðri ákvörðun ríkislögreglustjóra um að vinda ofan af breytingum sem Haraldur Johannessen gerði á launum æðstu yfirmanna embættisins verður andmælt. Svo kann að fara að tekist verði á um málið fyrir dómstólum. Lögreglustjórar lýsa yfir stuðningi við fyrirætlanir ríkislögreglustjóra.
10.07.2020 - 12:22
Ætlar að vinda ofan af gjörningi Haraldar
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá embættinu um breytingar á launakjörum sem færðu þeim stóraukin lífeyrisréttindi, samkvæmt lögfræðiáliti sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði. Hún hefur tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að til standi að vinda ofan af samningunum.
09.07.2020 - 19:01
Ingibjörg H. Sverrisdóttir er nýr formaður FEB
Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag með um 62% atkvæða. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
17.06.2020 - 00:07
Harðar skerðingar draga úr tiltrú fólks
Framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir að miklar skerðingar almannatrygginga dragi úr tiltrú fólks á lífeyrissjóðakerfinu. Samtökin eru ekki aðili að málsókn Gráa hersins gegn ríkinu en styðja málstaðinn.
14.01.2020 - 16:51