Færslur: Lífeyrismál
Hátt verðlag ástæða dvalar lífeyrisþega erlendis
Greiðslur Tryggingarstofnunar inn á reikninga Íslendinga sem búsettir eru erlendis, eða verja stórum hluta ársins í útlöndum, hafa aukist á liðnum árum. Milli áranna 2020 og 2021 hækkuðu slíkar greiðslur um tæp 19%. Árið 2017 voru þær um 360 milljónir króna en í fyrra tæpar 920 milljónir. En hvað veldur?
06.07.2022 - 14:59
Hækkun lífeyristökualdurs hittir ekki alla jafnt fyrir
Meðalævilengd karla á Íslandi var 81 ár í hitteðfyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár. Lífslíkur Íslendinga eru með þeim mestu í Evrópu og hafa tölurnar hækkað umtalsvert á síðustu áratugum. Undanfarið hefur verið rætt um hækka lífeyristökualdur eða að lækka lífeyrinn. Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu fjallar um þetta í Kjarafréttum hennar og þar er spurt hvort lengri ævi menntafólks eigi að skerða lífeyri verkafólks - því einföld meðaltöl segja sjaldnast alla söguna.
12.02.2022 - 08:06
Fleiri ellilífeyrisþegar búsettir erlendis en áður
Íslenskir ellilífeyrisþegar sem búa erlendis eru nú um 45 prósentum fleiri en þeir voru árið 2017. Alls voru rúmlega 51 þúsund ellilífeyrisþegar á Íslandi í árslok í fyra, sem er fjölgun um 3,9 prósent frá árinu áður samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af eru rúmlega 24 þúsund karlar og tæplega 27 þúsund konur.
08.11.2021 - 15:44
Ísland efst í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu
Íslenska lífeyriskerfið er í fyrsta sæti samkvæmt alþjóðlegri lífeyrisvístölu Mercer - CFA Institute. Lífeyrisvísitalan er gefin út árlega og byggist á heildareinkunn út frá ýmsum þáttum lífeyriskerfsins.
19.10.2021 - 10:52
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna.
13.04.2021 - 12:42
Fyrirtaka vegna lífeyrisskuldbindinga yfirlögregluþjóna
Mál Óskars Bjartmarz, fyrrverandi formanns félags yfirlögregluþjóna, gegn Ríkislögreglustjóra vegna lífeyrissamkomulags Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra við hluta yfirlögregluþjóna við embættið, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
18.03.2021 - 11:21
Mótmæla afturköllun kjarabóta harðlega
Yfirlögregluþjónar hjá ríkislögreglustjóra mótmæla harðlega áformum hennar um að vinda ofan af kjarabótum þeirra sem gerðar voru í tíð Haraldar Johannessen. Þeir segja lögfræðiálit ríkislögreglustjóra pantað, málið allt snúist um valdabaráttu og muni enda fyrir dómstólum.
23.07.2020 - 22:08
Farið frjálslega með orðalag í samningunum
Farið var frjálslega með orðalag í samningum sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um breytingar á launafyrirkomulagi þeirra.
10.07.2020 - 19:00
Stefnir í átök um ákvörðun Sigríðar
Fyrirhugaðri ákvörðun ríkislögreglustjóra um að vinda ofan af breytingum sem Haraldur Johannessen gerði á launum æðstu yfirmanna embættisins verður andmælt. Svo kann að fara að tekist verði á um málið fyrir dómstólum. Lögreglustjórar lýsa yfir stuðningi við fyrirætlanir ríkislögreglustjóra.
10.07.2020 - 12:22
Ætlar að vinda ofan af gjörningi Haraldar
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá embættinu um breytingar á launakjörum sem færðu þeim stóraukin lífeyrisréttindi, samkvæmt lögfræðiáliti sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði. Hún hefur tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að til standi að vinda ofan af samningunum.
09.07.2020 - 19:01
Ingibjörg H. Sverrisdóttir er nýr formaður FEB
Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag með um 62% atkvæða. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
17.06.2020 - 00:07
Harðar skerðingar draga úr tiltrú fólks
Framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir að miklar skerðingar almannatrygginga dragi úr tiltrú fólks á lífeyrissjóðakerfinu. Samtökin eru ekki aðili að málsókn Gráa hersins gegn ríkinu en styðja málstaðinn.
14.01.2020 - 16:51