Færslur: Lífeyrismál

Morgunútvarpið
Hátt verðlag ástæða dvalar lífeyrisþega erlendis
Greiðslur Tryggingarstofnunar inn á reikninga Íslendinga sem búsettir eru erlendis, eða verja stórum hluta ársins í útlöndum, hafa aukist á liðnum árum. Milli áranna 2020 og 2021 hækkuðu slíkar greiðslur um tæp 19%. Árið 2017 voru þær um 360 milljónir króna en í fyrra tæpar 920 milljónir. En hvað veldur?
Spegillinn
Hækkun lífeyristökualdurs hittir ekki alla jafnt fyrir
Meðalævilengd karla á Íslandi var 81 ár í hitteðfyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár. Lífslíkur Íslendinga eru með þeim mestu í Evrópu og hafa tölurnar hækkað umtalsvert á síðustu áratugum. Undanfarið hefur verið rætt um hækka lífeyristökualdur eða að lækka lífeyrinn. Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu fjallar um þetta í Kjarafréttum hennar og þar er spurt hvort lengri ævi menntafólks eigi að skerða lífeyri verkafólks - því einföld meðaltöl segja sjaldnast alla söguna.
12.02.2022 - 08:06
Fleiri ellilífeyrisþegar búsettir erlendis en áður
Íslenskir ellilífeyrisþegar sem búa erlendis eru nú um 45 prósentum fleiri en þeir voru árið 2017. Alls voru rúmlega 51 þúsund ellilífeyrisþegar á Íslandi í árslok í fyra, sem er fjölgun um 3,9 prósent frá árinu áður samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af eru rúmlega 24 þúsund karlar og tæplega 27 þúsund konur.
08.11.2021 - 15:44
Ísland efst í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu
Íslenska lífeyriskerfið er í fyrsta sæti samkvæmt alþjóðlegri lífeyrisvístölu Mercer - CFA Institute. Lífeyrisvísitalan er gefin út árlega og byggist á heildareinkunn út frá ýmsum þáttum lífeyriskerfsins.
19.10.2021 - 10:52
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna. 
Fyrirtaka vegna lífeyrisskuldbindinga yfirlögregluþjóna
Mál Óskars Bjartmarz, fyrrverandi formanns félags yfirlögregluþjóna, gegn Ríkislögreglustjóra vegna lífeyrissamkomulags Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra við hluta yfirlögregluþjóna við embættið, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Myndskeið
Mótmæla afturköllun kjarabóta harðlega
Yfirlögregluþjónar hjá ríkislögreglustjóra mótmæla harðlega áformum hennar um að vinda ofan af kjarabótum þeirra sem gerðar voru í tíð Haraldar Johannessen. Þeir segja lögfræðiálit ríkislögreglustjóra pantað, málið allt snúist um valdabaráttu og muni enda fyrir dómstólum.
Farið frjálslega með orðalag í samningunum
Farið var frjálslega með orðalag í samningum sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um breytingar á launafyrirkomulagi þeirra.
Stefnir í átök um ákvörðun Sigríðar
Fyrirhugaðri ákvörðun ríkislögreglustjóra um að vinda ofan af breytingum sem Haraldur Johannessen gerði á launum æðstu yfirmanna embættisins verður andmælt. Svo kann að fara að tekist verði á um málið fyrir dómstólum. Lögreglustjórar lýsa yfir stuðningi við fyrirætlanir ríkislögreglustjóra.
Ætlar að vinda ofan af gjörningi Haraldar
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá embættinu um breytingar á launakjörum sem færðu þeim stóraukin lífeyrisréttindi, samkvæmt lögfræðiáliti sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði. Hún hefur tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að til standi að vinda ofan af samningunum.
Ingibjörg H. Sverrisdóttir er nýr formaður FEB
Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í dag með um 62% atkvæða. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Spegillinn
Harðar skerðingar draga úr tiltrú fólks
Framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir að miklar skerðingar almannatrygginga dragi úr tiltrú fólks á lífeyrissjóðakerfinu. Samtökin eru ekki aðili að málsókn Gráa hersins gegn ríkinu en styðja málstaðinn.
14.01.2020 - 16:51