Færslur: Líbía

Friðarviðræður út um þúfur eftir árás á Trípólíhöfn
Alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn Líbíu hyggst hætta þátttöku í friðarviðræðum stríðandi fylkinga, sem hófust á ný í Genf í gærmorgun. Stjórnin tilkynnti þetta síðdegis á þriðjudag, skömmu eftir að fregnir bárust af árás viðsemjenda þeirra á höfnina í Trípólíborg, þar sem ríkisstjórnin er með höfuðstöðvar sínar. Sú árás var gerð einungis örfáum klukkustundum eftir að fulltrúar hinna stríðandi fylkinga settust aftur að óbeinum samningaviðræðum í Genf, með milligöngu erindreka Sameinuðu þjóðanna
19.02.2020 - 02:21
Árangurslausar viðræður um frið í Líbíu
Óbeinum viðræðum fulltrúa stríðandi fylkinga í Líbíu, með milligöngu erindreka Sameinuðu þjóðanna, lauk í gær án þess að nokkuð þokaði í samkomulagsátt.
09.02.2020 - 03:06
Rætt um vopnahlé í Líbíu
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa í megindráttum fallist á vopnahlé, en skilyrði þeirra liggja þó enn ekki fyrir. Þetta sagði Ghassan Salame, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líbíu, í morgun. 
04.02.2020 - 13:43
Sakar Erdogan um að svíkja loforð
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sakaði í gærkvöld Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að svíkja loforð sem hann hefði gefið á ráðstefnu um Líbíu í Berlín í síðustu viku. 
30.01.2020 - 10:17
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Líbía · Tyrkland · Frakkland
Erdogan hvetur til viðræðna í Líbíu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist fylgjandi viðræðum milli stríðandi fylkinga í Líbíu. Deilur þeirra verði ekki leystar með hervaldi. Harðir bardagar blossuðu upp nærri borginni Misrata í Líbíu í gær.
27.01.2020 - 08:45
Erlent · Afríka · Asía · Líbía · Tyrkland · Alsír
Öryggisráðið þrýstir á um vopnahlé í Líbíu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem skorað er á leiðtoga stríðandi fylkinga í Líbíu að koma á varanlegu vopnahléi hið fyrsta, svo hægt sé að hefja vinnu við að finna pólitíska lausn á helstu ágreiningsefnum þeirra af fullum þunga og binda þannig enda á borgarastríðið.
22.01.2020 - 02:22
Vopnasölubann til Líbíu samþykkt í Berlín
Fjöldi þjóðarleiðtoga samþykkti samkomulag um að hætta öllum erlendum afskiptum af átökum í Líbíu. Lagt verður algjört bann á vopnasölu til landsins, flutning hermanna þangað og fjármögnun. Á fundi sínum í Berlín í dag tókst þeim hins vegar ekki að ýta af stað viðræðum á milli stríðandi fylkinga. 
19.01.2020 - 23:09
Pútín situr friðarráðstefnu um Líbíu í Berlín
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Líbíu í Berlín á morgun. Rússar stóðu fyrir viðræðum um vopnahlé í landinu fyrr í þessari viku. Þær báru ekki árangur, en stjórnvöld í Moskvu kváðust ætla að reyna áfram að miðla málum.
17.01.2020 - 13:33
Ekkert vopnahlé í Líbíu
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar er farinn frá Moskvu eftir margra klukkustunda samningaviðræður um vopnahlé án þess að tekist hafi að komast að samkomulagi. Vonir stóðu til að viðræðurnar í dag yrðu til þess að binda enda margra ára átök í Líbíu.
14.01.2020 - 08:18
Vopnahlé í Líbíu
Samkomulag hefur náðst um vopnahlé í borgarastríðinu í Líbíu, að undirlagi Rússa og Tyrkja. Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar og bardagasveitir sem fylgja honum að málum boðuðu í gær vopnahlé í vesturhluta landsins. Þar hefur her Haftars, hinn svokallaði Líbíski þjóðarher, sótt hart fram upp á síðkastið og náði meðal annars borginni Sirte á sitt vald í liðinni viku eftir harða sókn úr lofti og á landi.
12.01.2020 - 06:37
Fara fram á vopnahlé í Líbíu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mælast til þess að stríðandi fylkingar í Líbíu lýsi yfir vopnahléi frá og með miðnætti á sunnudag, 12. janúar. Þeir hittust í dag í Istanbúl í Tyrklandi. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá niðurstöðu viðræðna þeirra á fundi með fréttamönnum síðdegis.
08.01.2020 - 15:57
Tugir látnir eftir árás á herskóla í Líbíu
28 hafa fundist látnir og tugir særðir eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu, í dag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Amin al-Hashemi, talsmanni heilbrigðisráðuneytis alþjóðlega viðurkenndra stjórnvalda í landinu. Nemarnir voru saman komnir á lóð skólans á leið til herbergja sinna þegar árásin var gerð. Skólinn er í íbúðahverfi í borginni.  
04.01.2020 - 23:45
Atkvæðagreiðsla um hernaðaríhlutun í dag
Tyrkneska þingið greiðir í dag atkvæði um hvort senda skuli hersveitir til Líbíu vegna ófremdarástands í landinu.
02.01.2020 - 09:16
Erlent · Afríka · Asía · Tyrkland · Líbía
Tyrkir ætla að senda hersveitir til Líbíu
Tyrkir munu senda herlið til Líbíu í byrjun næsta árs, fái Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, vilja sínum framgengt. Hann hyggst leggja tillögu þessa efnis fyrir tyrkneska þingið í janúar. Flokkur hans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, er þar í meirihluta ásamt Þjóðernisflokknum.
27.12.2019 - 00:46
60 bjargað af manndrápsfleytu á Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking bjargaði í kvöld 60 manns af yfirfullri og afar ótraustri bátskænu á Miðjarðarhafinu, um 60 sjómílur frá Líbíuströndum. Þriggja mánaða kornabarn og þriggja ára bróðir þess voru á meðal fólksins um borð.
29.11.2019 - 01:37
Mannfall í loftárás á kexverksmiðju
Að minnsta kosti sjö almennir borgarar létu lífið og þrjátíu særðust þegar loftárás var gerð í dag á kexverksmiðju í suðurhluta Trípólí, höfuðborgar Líbíu. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytis landsins voru flestir sem létust og særðust erlendir verkamenn.
18.11.2019 - 15:34
Bandaríkjamenn gera loftárásir í Líbíu
Sjö grunaðir liðsmenn hryðjuverkasamtakananna Íslamska ríkisins féllu í loftárás Bandaríkjahers í Libíu í gær.
01.10.2019 - 08:36
85 bjargað af Miðjarðarhafi
Áhöfn norska björgunarskipsins Ocean Viking, sem gert er út af samtökunum SOS Méditerranée og Læknum án landamæra, bjargaði í gær 85 flóttamönnum af gúmmituðru á Miðjarðarhafi. Ekki liggur fyrir hvar skipið fær að sigla til hafnar, en það verður að minnsta kosti ekki í Noregi, segir utanríkisráðherra Noregs.
10.08.2019 - 02:23
Sveitir Haftars styrkja stöðu sína
Hersveitir líbíska stríðsherrans Khalifa Haftar segjast hafa lokað mikilvægri flutningsleið til höfuðborgarinnar Trípólí og hindra flutninga á vopnum þangað. Sveitir Haftars eru sakaðar um að hafa varpað sprengjum á sjúkraskýli í útjaðri Trípólí.
29.07.2019 - 09:01
Hefja á ný björgunaraðgerðir á Miðjarðarhafi
Hjálparsamtökin SOS Mediterranee hafa hafið á ný björgun flóttafólks við strendur Líbýu á Miðjarðarhafi. Samtökin hættu björgunaraðgerðum á svæðinu fyrir sjö mánuðum en þau segja að á þeim tíma hafi minnst 426 flóttamenn drukknað á Miðjarðarhafi.
21.07.2019 - 07:41
Segir loftárásina í Líbíu stríðsglæp
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu segir að stríðsglæpur hafi verið framinn þegar loftárás var gerð á flóttamannabúðir í landinu í gærkvöld. Arababandalagið krefst þess að hlutlaus rannsókn fari fram á árásinni og þeir dregnir til ábyrgðar sem fyrirskipuðu hana.
03.07.2019 - 16:00
Tugir flóttamanna féllu í loftárás
Nærri 40 létu lífið og yfir 70 særðust í loftárás sem var gerð á flóttamannabúðir í úthverfi Tripolí, höfuðborg Líbíu. AFP fréttastofan hefur eftir Osama Ali, talsmanni viðbragðsaðila, að þetta séu aðeins bráðabirgðatölur. 120 flóttamenn eru í haldi í búðunum sem sprengjunni var varpað á.
03.07.2019 - 04:41
Haftar fyrirskipar árásir á tyrknesk skotmörk
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar hefur fyrirskipað herjum sínum að ráðast á tyrknesk skip í líbískri landhelgi og á tyrknesk fyrirtæki og mannvirki í tyrkneskri eigu á líbískri grund. Ástæðan er sú, segir Haftar, að Tyrkir styðja ríkisstjórnina í Trípólí, helstu andstæðinga Haftars í baráttunni um völdin í landinu.
29.06.2019 - 03:33
Líbía skólabókardæmi um erlend afskipti
Ghassan Salame, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líbíu, fordæmir átökin í landinu, kallar þær sjálfstortímingu og sakar stríðandi fylkingar um að vera að sóa olíuauði landsins með hernaði sínum.
23.05.2019 - 11:52
Vatn berst aftur til Trípólí
Íbúar Trípólí, höfuðborgar Líbíu, geta varpað öndinni léttar eftir að liðsmenn stríðsherrans Khalifa Haftar veittu aftur vatni um aðalvatnsleiðsluna til borgarinnar sem þeir skrúfuðu fyrir fyrir tveimur dögum.
21.05.2019 - 10:01