Færslur: Líbanon

Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér í Líbanon
Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Libanons hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Ghazi Wazni, fjármálaráðherra og Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra, tilkynntu afsögn í morgun. Nú er vitað að meir en 200 fórust í sprenginunum í höfuðborg landsins, Beirút, á þriðjudag í síðustu viku. Mikil reiði ríkir í Líbanon og enn var krafist gagngerra breytinga á stjórnarfari í mótmælum í gær.
10.08.2020 - 13:06
Þriðji ráðherrann hættur eftir sprenginguna í Beirút
Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra Líbanons, sagði af sér í morgun. Hún er þriðji ráðherrann sem segir af sér frá því á laugardag. Hún hafði áður lagt til að öll ríkisstjórnin færi frá.
10.08.2020 - 11:13
Þjóðarleiðtogar funda um Beirút
Emmanuel Macron Frakklandsforseti býður helstu þjóðarleiðtogum heims til fjarfundar í dag til að ræða hvernig þjóðir heims geti komið Beirút til hjálpar, en borgin varð illa úti í öflugri sprengingu síðastliðinn þriðjudag.
09.08.2020 - 09:04
Boðar snemmbúnar kosningar í Líbanon í von um frið
Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanons, hyggst leita heimildar til að rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Með því vonast hann til að koma í veg fyrir að reiði landsmanna í garð stjórnvalda vegna mannskæðrar sprengingar í Beirút á þriðjudag þróist út í allsherjar óeirðir og blóðug átök. Diab lýsti þessu yfir í sjónvarpi í gær á sama tíma og öryggissveitir og mótmælendur tókust harkalega á í miðborg Beirút.
09.08.2020 - 02:15
Sprengiefnið ætlað fyrir námavinnslu í Mósambík
Ammóníum nítrat, sprengiefnið sem olli mannskæðri sprengingu í Beirút í vikunni, var upphaflega keypt til að nota við námavinnslu í Mósambík.
08.08.2020 - 08:44
Forsetinn vill ekki erlenda rannsókn - mótmæli í Beirút
Forseti Líbanons ýjar að því að mögulega hafi eldflaug verið skotið á vöruskemmuna sem sprakk í Beirút í gær og frábiður sér alþjóðlega rannsókn á sprengingunni. Boðað hefur verið til fjöldamótmæla í Beirút í dag þar sem krafist verður afsagnar ríkisstjórnarinnar og gott betur.
08.08.2020 - 06:25
Erlent · Asía · Líbanon
Reiði og vonleysi í Beirút
Nú er vitað um 154 sem létust í sprengingunni miklu í Beirút á þriðjudaginn. Auk heimamanna leita franskar og rússneskar björgunarsveitir áfram í rústum mannvirkja í borginni. Michel Aoun, forseti Líbanons útilokar ekki að flugskeyti eða sprengja hafi valdið valdið hörmungunum.
07.08.2020 - 13:37
Táragasi beitt gegn reiðum borgurum í Beirút
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Beirút í gærkvöld og beitti lögregla táragasi til að leysa upp tiltölulega fámenna en þeim mun harðsnúnari hópa bálreiðra borgarbúa þegar langt var liðið á gærkvöldið. Milki reiði ríkir meðal almennings vegna sprenginganna á hafnarsvæðinu í Beirút á þriðjudag, sem urðu á annað hundrað manns að fjörtjóni, særðu þúsundir og jöfnuðu fjölda bygginga við jörðu.
07.08.2020 - 06:40
Myndskeið
Hörmungarnar í Beirút:„Öllum er sama um okkur“
Reiðir og örvæntingarfullir Beirútbúar hópuðust að forseta Frakklands sem kom til Líbanon í morgun og grátbáðu um aðstoð. Krafa um óháða rannsókn á hörmungunum í Beirút verður sífellt háværari.
06.08.2020 - 21:00
Vaxandi reiði meðal almennings í Líbanon
Vaxandi reiði er meðal almennings í Líbanon vegna sprenginganna á þriðjudag sem urðu að minnsta 137 að fjörtjóni. Reiðin beinist gegn stjórnvöldum, sem vissu af því að tæplega 3000 tonn af stórhættulegu ammonium-nítrati væru í vörugeymslu við höfnina, en gerðu ekkert. Auk þeirra sem létust slösuðust að minnsta kosti 5000 manns, margra er enn saknað og leitað er í rústum. 
06.08.2020 - 13:26
„Maður finnur að þetta fær virkilega á fólk“
Þörfin fyrir aðstoð í Beirút, höfuðborg Líbanon, er gríðarleg eftir að miklar sprengingar urðu þar í gær með þeim afleiðingum að yfir eitt hundrað eru látin og yfir 4.000 særð. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, en Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna sprenginganna.
05.08.2020 - 17:07
Sprengiefnið endaði í Beirút eftir gjaldþrot
135 hafa fundist látin eftir sprengingar í Beirút, höfuðborg Líbanons í gær. Sprengiefnið, ammóníum nítrat, hafði verið í vöruskemmu við höfnina síðan árið 2013, eftir að eigandi skips varð gjaldþrota. Tuga er enn saknað og því liggur mikið á að finna fólk sem fyrst og hafa erlend ríki sent rústabjörgunarfólk á vettvang. 
05.08.2020 - 15:58
Erlent · Líbanon · Beirút · Asía
Myndskeið
Yfir 100 manns saknað eftir sprengingarnar í Beirút
Yfir hundrað manns er saknað eftir sprengingarnar við höfnina í Beirút í Líbanon í gær. Þegar hefur verið staðfest að yfir eitt hundrað hafi látist og að á fimmta þúsund hafi slasast.
05.08.2020 - 13:34
Erlent · Líbanon · Beirút · Asía
Máttu alls ekki við þessu áfalli
Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, bjó um árabil í Beirút og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við áfallinu af sprengingunum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.
05.08.2020 - 13:06
Mikið manntjón í Beirút
Vitað er að meira en 100 létu lífið í tveimur miklum sprengingum við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Líklega hafa mun fleiri látist. Yfir fjögur þúsund særðust í sprengingunni. Margir eru alvarlega sárir.
05.08.2020 - 12:45
Óttast að mannfall í Beirút sé mun meira
Staðfest hefur verið að minnst eitt hundrað séu látin eftir sprenginguna við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af því að manntjónið sé mun meira því fjölmargra sé saknað.
05.08.2020 - 12:22
 · Beirút · Líbanon
Myndband
Allt að 300.000 manns misstu heimili sín í Beirút
Talið er að allt að 300.000 manns hafi misst heimili sín í sprengingum á hafnarsvæðinu í Beirút í Líbanon í gær. Eyðileggingin í borginni í gríðarlega mikil og minnir helst á stríðssvæði. Yfir hundrað manns fórust og á fimmta þúsund slösuðust, mörg alvarlega.
05.08.2020 - 11:20
Erlent · Líbanon · Asía · Beirút
Ekki er vitað um neina Íslendinga í Líbanon
Ekki er vitað til þess að neinir Íslendingar hafi verið staddir í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær þegar þar urðu tvær mjög öflugar sprengingar, samkvæmt upplýsingum frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er heldur vitað til þess að neinir Íslendingar dvelji í landinu sem stendur. Mun færri ferðast um heiminn nú en alla jafna vegna COVID-19 faraldursins. Sendiráð Íslands í París í Frakklandi fer með fyrirsvar Íslands gagnvart Líbanon.
05.08.2020 - 09:25
Erlent · Beirút · Líbanon · Asía
Yfir 100 látin í Beirút
Fórnarlömb sprenginganna við höfnina í Beirút í gær eru orðin fleiri en eitt hundrað talsins, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Rauða krossinum í Líbanon. Á fimmta þúsund slösuðust í sprengingunum, mörg þeirra alvarlega. Forseti Líbanons, Michel Aoun, hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar og öryggisráðs landsins, þar sem hann hyggst leita heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu næstu tvær vikurnar.
05.08.2020 - 06:18
Erlent · Asía · Hamfarir · Líbanon
Sprengingar í Beirút ollu skjálfta sem mældist 3,5
Tvær gríðarlegar sprengingar við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær framkölluðu höggbylgjur sem mældust 3,5 á jarðskjálftamælum. Jarðvísindastofnun Þýskalands greinir frá þessu. Minnst 78 fórust í sprengingunum og um 4.000 slösuðust, mörg alvarlega. Yfirtollstjóri Líbanons varpar ábyrgðinni á hafnarstjórann í Beirút.
05.08.2020 - 03:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Líbanon · Beirút
Viðtal
„Ótal skilaboð þar sem fólk spyr um ástvini sína“
Íbúi í Beirút segir stöðugt sírenuvæl hafa ómað síðan í borginni allt frá því öflugar sprengjur sprungu við höfnina síðdegis í dag. Fjöldi fólks leita í örvætingu að ástvinum sínum og spítalar noti samfélagsmiðla til þesa að biðla til fólks um að gefa blóð.
04.08.2020 - 23:12
Erlent · Asía · Líbanon · Beirút
73 látin hið minnsta og viðbúið að talan hækki
Samkvæmt líbönskum stjórnvöldum liggja að minnsta kosti 73 í valnum eftir öfluga sprengingu  sem varð á hafnarsvæðinu í Beirút um klukkan sex að staðartíma. Að minnsta kosti 3.700 særðust í sprengingunni.
04.08.2020 - 22:27
Ísland reiðubúið að leggja Líbönum lið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í tísti í kvöld að Ísland væri reiðubúið til þess að veita Líbönum aðstoð vegna sprengingarinnar sem varð í Beirút í dag. „Það hryggir mig verulega að horfa upp á þá eyðileggingu og manntjón sem varð af völdum sprengingarinnar í Beirút. Myndbandsupptökur frá Beirút eru sláandi. Ísland er reiðubúið til þess að veita viðbragðsaðilum aðstoð. Hugur minn er hjá þeim sem þjást,“ segir í tísti Guðlaugs.
04.08.2020 - 21:55
Hundruð særð eftir gríðarlega öfluga sprenginu í Beirút
Öflug sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrir skömmu. Þykkur reykmökkur er yfir borginni og fréttaritari Al Jazeera í Beirút segir að fólk sé skelfingu lostið. Heilbriðisráðherra landsins segir að hundruð séu særð og eyðilegging mikil.
04.08.2020 - 16:18
Erlent · Asía · Líbanon
Ástandið ekki verra síðan í borgarastyrjöldinni
Ríkisstjórn Líbanons kom saman í morgun til að ræða leiðir til að bæta efnahagsástandið í landinu og miklar skuldir ríkisins sem eru, sem hlutfall af landsframleiðslu, meðal hinna mestu í heimi.
30.04.2020 - 10:05
Erlent · Asía · Líbanon