Færslur: LGBT

Stjórnarandstaðan í regnbogalitum við embættistöku Duda
Hópur pólskra þingmanna í stjórnarandstöðu klæddist regnbogalitum til stuðnings hinsegin fólks við innsetningarathöfn Andrzej Duda forseta landsins í morgun. Þingmenn stjórnarflokksins Laga og réttlætis fögnuðu forsetanum ákaft.
06.08.2020 - 12:07
Ólöglegt að reka fólk vegna kynhneigðar
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að það stríddi gegn alríkislögum um mannréttindi að reka fólk úr starfi vegna kynhneigðar. Að sögn bandarískra fjölmiðla markar niðurstaðan tímamót og veitir milljónum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks vernd.
15.06.2020 - 16:27
Hjónabönd samkynhneigðra aftur lögleg
Hæstiréttur Bermúda felldi í gær löggjöf sem bannaði hjónabönd samkynhneigðra. Var úrskurður réttarins á þeim grundvelli að slíkt bann væri í andstöðu við stjórnarskrárbundin réttindi samkynhneigðra til jafnræðis.
07.06.2018 - 00:20
Jóhanna opnar gleðigönguna í Færeyjum
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, hefur fengið boð um að opna gleðigöngu hinsegin fólks í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi. Fréttablaðið greinir frá þessu. Er henni boðið til þess að varpa ljósi á þær framfarir sem hafa átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum á síðustu árum.  
20.07.2017 - 06:22
Rödd olnbogabarnsins, þjófsins og hórunnar
Bandaríski listamaðurinn David Wojnarowicz er einn þeirra fjölmörgu sem létust af völdum HIV áður en árangursrík lyf urðu aðgengileg almenningi. Hann er þekktastur fyrir mynd á umslagi smáskífu írsku hljómsveitarinnar U2 við smellinn One, svarthvíta ljósmynd af þremur nautgripum að falla fram af klettabrún, en á seinni árum hafa skrif hans sem vakið mikla athygli.
03.05.2017 - 17:03