Færslur: Leyniþjónusta

Um þriðjungur útgjalda til hernaðar- og öryggismála
Rússnesk stjórnvöld munu verja nær þriðjungi allra ríkisútgjalda næsta árs til hernaðar-, varnar- og öryggismála, samkvæmt samantekt sem unnin var upp úr drögum að fjárlagafrumvarpi næsta árs fyrir Reuters-fréttastofuna. Af henni má ráða að fjárveitingar upp á 9,4 billjónir rúblna, jafnvirði tæplega 22 billjóna króna (21.750 milljarða), renni til hers, öryggis- og njósnastofnana, ákæruvalds, lögreglu og fangelsismála árið 2023.
Þrýstingur eykst á Úkraínumenn um friðarviðræður
Háttsettur embættismaður innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það geta orðið Úkraínumönnum þrautin þyngri að endurheimta allt það landsvæði sem Rússar hafa lagt undir sig. Því aukist þrýstingur á friðarviðræður sífellt.
Rannsaka hótanir Íranstjórnar í garð kanadískra borgara
Leyniþjónusta Kanada tilkynnti í dag að verið væri að rannsaka morðhótanir Íransstjórnar í garð kanadískra ríkisborgara. Örfáir dagar eru síðan bresk yfirvöld greindu frá svipuðu athæfi klerkastjórnarinnar.
Bandaríkjastjórn vill tryggja krónprins friðhelgi
Bandaríkjaforseti lítur svo á að krónprins Sádi-Arabíu skuli njóta friðhelgi fyrir málsóknum vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum.
Rannsókn fyrirskipuð á ólöglegu eftirliti í Grikklandi
Hæstiréttur Grikklands hefur fyrirskipað rannsókn vegna skýrslu sem greinir frá eftirliti leyniþjónustu ríkisins með tugum þarlendra stjórnmála- , blaða- og kaupsýslumanna.
Viðkvæm gögn tengd Íran og Kína fundust hjá Trump
Afar viðkvæm leyndarskjöl varðandi málefni Kína og Írans voru meðal þess sem fannst við húsleit sem gerð var á sumardvalarheimili fyrrverandi Bandaríkjaforseta í ágúst.
Rússar sækja hægt fram í Donbas
Framrás rússneskra hersveita hefur aukist örlítið í Donbas, héruðunum Luhansk og Donetsk, austanvert í Úkraínu. Úkraínski herinn heldur af kappi aftur af framrásinni auk þess sem skortur á skotfærum og hermönnum dregur úr sóknarmætti Rússa. Í dag minnast Úkraínumenn þeirra sem varið hafa landið fyrir erlendum árásum.
Leyniskjöl varpa ljósi á hlut Breta í Kúbudeilunni
Leyniþjónusta Bretlands taldi sannað að Sovétmenn hefðu fengið breskan hnykkjara, þéttvafinn í eitt mesta hneykslismál kaldastríðsáranna, til milligöngu í Kúbudeilunni. Nýopnuð leyniskjöl leiða þetta í ljós.
Pútín segir Úkraínumenn bera ábyrgð á sprengingu
Vladimír Pútín forseti Rússlands ásakaði í dag leyniþjónustu Úkraínu um að standa að baki sprengjuárásarinnar á brúnni yfir Kersch-sund sem tengir Krímskaga við Rússland.
Skutu eldflaugum á loft austur fyrir Kóreuskaga
Herir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna skutu eldflaugum á loft austur fyrir Kóreuskaga í kvöld. Leyniþjónustustofnanir ríkjanna tveggja segja að kjarnorkuvopnaprófanir Norður-Kóreu séu yfirvofandi.
05.10.2022 - 00:26
Norður-Kóreumenn þvertaka fyrir að útvega Rússum vopn
Varnarmálaráðuneyti Norður-Kóreu þvertekur fyrir að það útvegi Rússum vopn. Nokkrar vikur eru síðan Bandaríkjamenn sögðu rússnesk yfirvöld leita til Norður-Kóreu í því skyni enda skorts tekið að gæta í vopnabúri þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Pútín sagður hafa ýtt Shoigu til hliðar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa ýtt Sergei Shoigu varnarmálaráðherra til hliðar vegna þess hve hægt gengur að ná markmiðum með innrásinni í Úkraínu. Breska leyniþjónustan staðhæfir þetta og vitnar í rússneskar heimildir máli sínu til stuðnings.
Zelensky rekur ríkissaksóknara fyrir samráð við Rússa
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur rekið ríkissaksóknara landsins, Irynu Venediktovu, og yfirmann leyniþjónustunnar, Ivan Bakanov. Zelensky sagði ástæðuna vera fjölda vísbendinga um að þau hafi gerst sek um landráð, með því að hafa unnið með rússneskum yfirvöldum.
Leyniþjónusta Bandaríkjanna tvísaga um týnd sms
Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur orðið tvísaga varðandi sms-skilaboð sem þau eru krafin um fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington í fyrra.
Krefja leyniþjónustuna um sms tengd árásinni á þingið
Þingnefnd í Bandaríkjunum sem rannsakar árásina á þinghúsið í Washington, krefst þess að leyniþjónustan í landinu afhendi rannsakendum þeirra sms-skilaboð tengd árásinni.
Ógnin frá Kína kalli á nýtt leikskipulag varnarmála
Forstöðumenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI og bresku leyniþjónustunnar MI5 vara við mikilli ógn við efnahag og öryggi Vesturlanda sem stafi frá Kína. Yfirlýsing stofnananna var gefin á sameiginlegum fundi í Thames House, höfuðstöðvum MI5, í London í gær.
07.07.2022 - 15:05
Deilur og stríð · Erlent · Asía · Evrópa · FBI · MI5 · Leyniþjónusta · Kína
Lavrov segir járntjald kalda stríðsins fallið að nýju
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkir samskiptunum við vesturlönd við tíma kalda stríðsins. „Járntjaldið er í raun fallið að nýju,“ segir hann. Hugtakið járntjald vísar til þeirra hugmyndafræðilegu marka sem aðgreindu Sovétríkin og bandalagsríki þeirra frá vestrænum ríkjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til um 1990.
Spáir falli Pútíns innan hálfs árs
Vladimír Pútín verður farinn frá völdum eftir þrjá til sex mánuði segir Christopher Steele, fyrrverandi yfirmaður Rússlandsdeildar bresku leyniþjónustunnar, MI6. Steele rekur nú eigið fyrirtæki en hefur enn náin tengsl við MI6 og bandarísku leyniþjónustuna CIA. Steele sagði ennfremur að margt benti til þess að heilsu Pútíns hefði hrakað og það veikti stöðu hans innan rússneska stjórnkerfisins. Örlög Rússlandsforseta væru þó tengd því sem gerðist á vígvellinum í Úkraínu.
Tilkynningum um fljúgandi furðuhluti fjölgar
Tilkynningum hefur fjölgað um óþekkta fljúgandi hluti á undanförnum tuttugu árum. Þetta kemur fram í máli háttsetts embættismanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins frammi fyrir þingnefnd. Hann segir fátt benda til að farartækin séu frá fjarlægum hnöttum.
Telur ekki líklegt að Rússar beiti kjarnavopnum
Bill Burns, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, segir engin merki um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggist beita kjarnavopnum. Hins vegar megi hann ekki við því að tapa í stríðinu í Úkraínu og hafi því ákveðið að herða enn sóknina.
Þvertaka fyrir aðstoð við að hafa uppi á hershöfðingjum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa útvegað Úkraínumönnum leynileg gögn um staðsetningar rússneskra hershöfðingja á vígvöllum í landinu. Fullyrt hefur verið að slík gögn hafi auðveldað Úkraínumönnum að hafa uppi á hershöfðingjunum og fella þá.
Leynileg gögn sögð hafa stuðlað að falli hershöfðingja
Upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna gerðu Úkraínumönnum kleift að fella nokkra rússneska hershöfðingja. Um það bil tólf háttsettir foringjar í innrásarhernum liggja í valnum og Bandaríkjastjórn er sögð hafa veitt upplýsingar sem leiddu til dauða nokkurra þeirra.
Segir þá grimmustu í Bucha vera leyniþjónustumenn
Iryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, segir að rannsókn standi yfir á hátt í sex þúsund atvikum sem flokkast geti sem stríðsglæpir af hálfu Rússa. Rannsóknin beinist meðal að framferði þeirra í Bucha og byggist á lögum um framferði í stríði. Íbúi í Bucha segir að hernám borgarinnar hafi breyst eftir að þangað komu eldri hermenn úr röðum leyniþjónustunnar.
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Heimskviður
Njósnamál í Danmörku
Danska stjórnin sætir harðri gagnrýni vegna njósnamála, ekki síst handtöku og ákæru á Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustu danska hersins. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stjórnina eru Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, og Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þá hafa margir háttsettir embættismenn einnig gagnrýnt málsmeðferðina, sem verður að teljast í hæsta máta óvenjulegt.  

Mest lesið