Færslur: lestarslys

Þrjú látin og tugir særð eftir lestarslys í Missouri
Að minnsta kosti þrjú eru látin og 50 særð eftir lestarslys í Missouriríki í Bandaríkjunum. Lest og vörubíll lentu saman nálægt bænum Mendon í Missouri um klukkan tvö að staðartíma. Nær 250 farþegar og tuttugu starfsmenn voru í lestinni þegar slysið varð. Þetta er annað banaslysið á tveimur dögum í lest á vegum bandaríska fyrirtækisins Amtrak.
27.06.2022 - 23:33
Fjögur látin eftir lestarslys í Bæjaralandi
Minnst fjögur fórust þegar lest fór út af sporunum við skíðabæinn Garmisch-Partenkirchen í Bæjaralandi í Þýskalandi í dag. 
03.06.2022 - 17:40
Fólk varð fyrir lest í Svíþjóð
Hópur fólks varð fyrir hraðlest á Skáni í Svíþjóð í morgun. Slysið er alvarlegt að sögn bráðaliða á vettvangi, en ekki er þó vitað hve margir urðu fyrir lestinni. Þá hafa andlát ekki verið staðfest.
07.07.2021 - 12:13
Myndskeið
Tugir látnir eftir lestarslys í Pakistan
Tugir létust og á annað hundrað slösuðust þegar tvær hraðlestir rákust á í Pakistan í nótt. Það tók björgunarmenn margar klukkustundir að ná öllum farþegunum úr lestarflökunum. Sá hluti brautarinnar þar sem slysið varð var lagður á nítjándu öld.
07.06.2021 - 16:16
Vörubílstjóri ákærður vegna lestarslyss
Lee Yi-hsiang, 49 ára vörubílstjóri frá Taívan, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mannskæðasta lestarslyss þar í landi í áratugi.
16.04.2021 - 15:15
Erlent · Asía · Taívan · lestarslys
Tugir létust í lestarslysi í Egyptalandi
Að minnsta kosti 32 létust og á sjöunda tug slösuðust þegar tvær farþegalestir rákust á í Egyptalandi í dag. Áreksturinn varð skammt frá borginni Sohag. Myndir frá slysstaðnum sýna að þrír vagnar fóru út af sporinu. Þar sáust farþegar sem voru fastir í brakinu. Að sögn yfirvalda stöðvaðist önnur lestin þegar tekið var í neyðarhemla hennar. Al Sisi forseti segir að þeim verði refsað sem ollu slysinu.
26.03.2021 - 13:53
Þrennt látið eftir lestarslys í Skotlandi
Þrennt er látið eftir lestarslys sem varð vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri Skotlands í morgun. Sex hafa verið flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka.
12.08.2020 - 15:48
Minnst einn talinn látinn í lestarslysi í Skotlandi
Lest fór út af sporinu vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri í Skotlandi rétt fyrir klukkan tíu í morgun.
12.08.2020 - 12:43