Færslur: Lesbos

Páfi ræðir málefni flóttafólks í heimsókn til Kýpur
Frans páfi er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til Kýpur í dag. Þar hyggst hann ræða um bága stöðu flóttamanna.
02.12.2021 - 04:21
Viðtal
Getum hjálpað með því að taka við fólki frá Lesbos
Grísk yfirvöld vonast til að geta komið flóttafólki á eyjunni Lesbos í skjól innan viku. Þúsundir hafast enn við á götum úti, hjálparstarfsfólk segir fólkið berskjaldað fyrir ofbeldi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir íslensk stjórnvöld geta hjálpað með því að taka móti fólki og hætta endursendingum til Grikklands.
13.09.2020 - 20:08
Erlent · Evrópa · Innlent · Grikkland · Lesbos
Myndskeið
Flóttafólk flutt í nýjar búðir sem líkt er við fangelsi
Yfirvöld í Grikklandi ætla að opna nýjar flóttamannabúðir sem allra fyrst í stað Moria-búðanna sem brunnu á dögunum. Um 12 þúsund flóttamenn hafa verið á vergangi síðan, en myndband sem sýnir meðferðina á fólkinu hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum.
13.09.2020 - 14:51
Lögregla beindi táragasi að flóttafólki á Lesbos
Lögregla á grísku eyjunni Lesbos skaut táragasi að hælisleitendum sem áður voru hýstir í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni, en þær brunnu í vikunni.
12.09.2020 - 13:02
Spegillinn
„Við erum fólk ekki skepnur“
Hælisleitendur sem hírst hafa úti síðan Moria-flóttamannabúðirnar brunni í vikunni kröfðust í dag frelsis og þess að fá að komast til meginlandsins. Moria-búðirnar voru stærstu flóttamannabúðirnar í Grikklandi og löngu yfirfullar, þær voru upphaflega ætlaðar um þrjú þúsund manns en þar hafa verið um 13 þúsund. Kórónuveirusmit greindist í Moria í byrjun mánaðar og allir voru settir í tveggja vikna sóttkví. Því var illa tekið og grunur leikur á að kveikt hafi verið í.
12.09.2020 - 07:03
Smit í yfirfullum flóttamannabúðum á Grikklandi
Grísk yfirvöld tilkynntu í dag að kórónuveirusmit hefði greinst í yfirfullum Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos. Tæplega 13.000 dvelja í búðunum sem eru þær stærstu á Grikklandi. Allir eru nú í tveggja vikna sóttkví og enginn má koma eða fara úr búðunum þar til 15. september.
02.09.2020 - 12:49
Kveikur
Mannréttindi eru hunsuð í Moria-búðunum
Á ströndinni við höfuðborg grísku eyjarinnar Lesbos stendur frelsisstytta og horfir hnarreist í áttina að Tyrklandi, rétt um fimmtán kílómetra í burtu.
11.02.2020 - 20:05
Myndskeið
„Þetta er helvíti á jörðu“
Börn sem dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi skaða sig í örvæntingu og berja höfði í gólf og veggi, segir íslenskur starfsmaður Lækna án landamæra. Hann líkir ástandinu við helvíti á jörðu.
10.11.2019 - 18:52
„Þetta þarf ekki að vera svona brútal“
Eyjaskeggjar skera gúmmíbátana sem fólkið skilur eftir í flæðarmálinu niður í búta. Þeir nota þá sem efnivið í hænsnabúr. Utanborðsmótorum má oft koma í verð. Skátarnir sjá um að hreinsa strendurnar sem sumar hafa tekið á sig appelsínugulan lit. Þær eru þaktar björgunarvestum. Þeir safna saman vestunum, binda þau í búnt og koma þeim um borð í næsta öskubíl.
12.01.2016 - 17:21