Færslur: Leonardo DiCaprio

Stjörnurnar ætla að sniðganga samfélagsmiðla
Stórstjörnur á borð við Kim Kardashian ætla hvorki að setja inn færslur á Instagram né Facebook á miðvikudaginn. Ætlunin er að þrýsta á þessa öflugu samfélagsmiðla að bregðast við hatursorðræðu og dreifingu rangra eða villandi upplýsinga.
Jonah Hill og Leonardo DiCaprio blóta mest allra
Leikarinn Jonah Hill blótar mest allra leikara samkvæmt ítarlegri rannsókn Buzz Bingo á 3500 kvikmyndahandritum. Þennan heiður á hann mestu að þakka kvikmyndunum Wolf of Wall Street og Superbad.
18.05.2020 - 15:18
Leonardo DiCaprio framleiðir mynd á Íslandi
Heimildarmyndin Ice on Fire, sem tekin var upp að hluta á Íslandi, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næstu viku. Meðal framleiðanda er stórleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio.
DiCaprio í mynd Tarantino um Charles Manson
Leonardo DiCaprio fer með hlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino sem fjallar um glæpamanninn alræmda Charles Manson. DiCaprio fer þó ekki með hlutverk Mansons heldur mun hann leika atvinnulausan og miðaldra leikara. Myndin er fyrsta mynd Tarantino eftir að hann sleit samstarfi við framleiðslufyrirtæki Harvey Weinsteins.