Færslur: Lenya Rún Taha Karim

Myndskeið
Druslugangan haldin í dag eftir tveggja ára hlé
Druslugangan, samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis, var í Reykjavík í dag, eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Varaþingmaður Pírata segir brýnt að tryggja að kerfið nái vel utan um þolendur.
Fordómarnir komu ekkert á óvart
„Það er staðreynd að fordómar eru alls staðar. Alveg sama hvernig fordómar þetta eru. Hvort þetta séu kynþáttafordómar eða fordómar gegn hinsegin fólki. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og þess vegna skiptir fræðslan svona ótrúlega miklu máli.“
Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda
Ritstjóri vefritsins Kjarnans tók í dag frétt sem unnin var upp úr lengra viðtali við Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmann Pírata, úr birtingu á vefnum vegna viðbragða á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Þetta kemur fram í pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Facebook-síðu Kjarnans. Kjarninn birti viðtal við Lenyu Rún á föstudag, um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings.
17.04.2022 - 23:04
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Fjórir af fimm sem duttu út hafa kært niðurstöðu
Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í nýliðnum alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Ánægjulegt að vera ekki lengur yngsti þingmaðurinn
Jóhanna María Sigmundsdóttir sat á Alþingi frá 2013 til 2016 fyrir Framsóknarflokkinn og var þá yngsti Alþingmaður sögunnar. Það breyttist hins vegar í morgun, þegar hin 21 árs gamla Lenya Rún Taha Karim náði inn á þing fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Spurð hvort Jóhönnu finnist missir af titlinum „yngsti þingmaður Íslandssögunnar“ segir hún það af og frá, hún gleðjist frekar yfir áhuga ungs fólks á stjórnmálum.
Viðtal
Fann fyrst fyrir rasisma í Háskólanum
„Hey, sjáið hvað við erum góð. Við erum með útlending hjá okkur,“ er viðhorf margra félaga og samtaka á Íslandi sem vilja sýna hve pólitískt rétthugsandi þau eru, án þess að vilja í raun nýta krafta útlendinganna sem þau státa sig af að hafa innan sinna raða. Þetta segir Lenya Rún Taha Karim laganemi sem hefur lent í því sem hún kallar tókenrasisma, meðal annars í Háskóla Íslands.
04.02.2021 - 13:59