Færslur: Lemúrar

Hamstrar í bráðri útrýmingarhættu
Evrópskum hömstrum hefur verið bætt á rauðan lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir dýrategundir í bráðri útrýmingarhættu.
10.07.2020 - 22:44
Nær allar tegundir lemúra í útrýmingarhættu
Nokkurn veginn allar tegundir lemúra eru í útrýmingarhættu, samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Samtökin hafa birt sinn árlega válista, þar sem fjallað er um ástand og afkomu ríflega 120.000 dýrategunda um allan heim. Samkvæmt honum er um fjórðungur þeirra í mismikilli útrýmingarhættu. Þar á meðal eru 103 af þeim 107 tegundum lemúra sem þekktar eru í heiminum. Og af þeim eru 33 tegundir í bráðri útrýmingarhættu og og á mörkum þess að deyja út í náttúrunni.
10.07.2020 - 07:02