Færslur: Leitarstöðin

Telja að mistök hafi verið gerð við brjóstaskimun
Embætti landlæknis hefur til meðferðar þrjú mál sem varða skimun fyrir krabbameini í brjóstum. Lögmaður tíu kvenna sem telja sig ekki hafa fengið viðhlítandi þjónustu hjá Krabbameinsfélaginu telur brýnt að kanna misbresti í greiningunni, á sama hátt og leghálsskimun var könnuð á síðasta ári.
Ytra og innra eftirlit hefði mátt vera virkara
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefði getað notað ákveðinn hluta innra gæðaeftirlits síns betur. Þá hefði virkara eftirlit Landlæknisembættisins mögulega haft jákvæð áhrif á gæða- og umbótastarf hjá Leitarstöðinni.
Vissi að hún væri með krabbamein en greindist ekki
„Konur eiga að geta treyst því að leghálssýnin séu skoðuð nógu vel,“ segir Hanna Lind Garðarsdóttir, sem greindist með leghálskrabbamein um miðjan nóvember eftir að kvensjúkdómalæknirinn hennar fann sepa í leghálsi sem var sendur til greiningar hjá Landspítalanum. Á sama tíma fann Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ekkert óeðlilegt við leghálssýni úr Hönnu Lind.
Þrjár konur fara fram á skaðabætur vegna skimana
Þrjár konur, sem telja sig hafa fengið ranga niðurstöðu úr leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu, hyggjast fara fram á skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu. Lögmaður kvennanna hefur nú á sínu borði mál þriggja kvenna sem telja sig hafa fengið rangar niðurstöður úr brjóstaskimun. 
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
Fleiri konur vilja koma í skimun
Álag hefur aukist hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands undanfarna daga og vikur eftir að málefni félagsins komust til umfjöllunar. Þetta segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir upplýsingafulltrúi Krabbameinsfélagsins. Hún segir að þegar málefni Leitarstöðvarinnar séu til umræðu aukist ásókn kvenna í skimun.
Meta skaðabætur vegna Krabbameinsfélagsins
Mál konu, sem fékk þær niðurstöður úr leghálsskimun árið 2018 að ekkert væri athugavert, en greindist síðar með krabbamein er nú til meðferðar hjá tryggingafélagi Krabbameinsfélagsins þar sem mat verður lagt á hugsanlegar skaðabætur.
Hafa farið yfir þriðjung sýnanna 6.000
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur nú farið yfir rúman þriðjung af þeim 6.000 sýnum sem ákveðið var að endurskoða eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu hluta þeirra. 
Harmar afdrifarík mistök leitarstöðvarinnar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, harmar mistök hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í dag. Hún segir mistökin alvarleg og afdrifarík en segir mikilvægt að konur treysti áfram á þjónustu Krabbameinsfélags Íslands og sinni boðum um reglubundnar skimanir.
Mál sjö kvenna á borði Sævars
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna rangrar niðurstöðu úr leghálssýnatöku, hefur fengið sjö fyrirspurnir vegna sambærilegra mála. Tvær þeirra eru frá aðstandendum kvenna sem látist hafa úr krabbameini og ein frá aðstandendum konu sem er langt leidd af krabbameini.