Færslur: leikskóli

Greiða foreldrum barna á biðlista 90 þúsund krónur
Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt greiðslur til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ. Greiðslur miðast við almenna niðurgreiðslu hjá dagforeldrum fyrir átta stunda vistun sem er 90.269 krónur á mánuði. Greiðslur falla svo niður þegar barni býðst leikskóladvöl í Garðabæ.
14.06.2022 - 17:06
Sjónvarpsfrétt
Bollusmekkurinn misjafn
Það er líklega óhætt að fullyrða að flestir landsmenn hafi haldið upp á bolludaginn í dag með því að fá sér eina bollu eða tvær. Þeir fullorðnu eru margir forvitnir að prófa ýmsar bollunýjungar en hjá yngstu kynslóðinni er mikilvægast að hafa nóg af súkkulaði.
28.02.2022 - 19:19
Sjónvarpsfrétt
Skólabörnum fjölgað um þriðjung
Íbúum með fasta búsetu í Hrísey hefur fjölgað undanfarin ár og einnig börnum á skólaaldri um ríflega þriðjung á rúmu ári. Kennari segir fjölgunina breytingu til batnaðar en íbúðaskortur standi í vegi fyrir að fleiri flytji út í eyna.
07.01.2022 - 11:27
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Öll börn á leikskólanum Álftaborg í sóttkví
Öll börnin á leikskólanum Álftaborg í Safamýri í Reykjavík voru send í sóttkví í gær eftir að smit greindist hjá einum starfsmanni leikskólans. Alls eru 88 pláss á leikskólanum.
14.08.2021 - 08:13
Landinn
Söluskáli sem var leikskóli
„Við keyptum þrjár einingar, það munaði ekki nema 50 þúsund að við fengjum þá fjórðu en það var annar sem bauð hærra. Þetta hefur hinsvegar dugað okkur ágætlega," segir Pálína Kristinsdóttir, kaupmaður á Landvegamótum, skammt frá Hellu. Söluskálinn við Landavegamót á sér sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973.
19.05.2021 - 07:50
22 börn og starfsfólk í leikskólanum Jörfa í sóttkví
Starfsmaður í leikskólanum Jörfa í Reykjavík greindist með COVID-19 í gær og öll börn og starfsmenn á deildinni Hlíð, og allir stjórnendur leikskólans, eru í sóttkví. Alls eru 22 fimm ára börn á deildinni og Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri segir að samkvæmt tilmælum rakningarteymisins eigi fjölskyldur barnanna og starfsfólksins líka að sæta sóttkví. 
17.04.2021 - 10:41
Deildum í leikskólanum Austurkór lokað vegna myglu
Tveimur deildum í leikskólanum Austurkór í Kópavogi hefur verið lokað í varúðarskyni vegna myglu sem greindist í klæðningu á útvegg.
23.03.2021 - 19:33
Framkvæmdir við nýjan leikskóla á Akureyri ganga vel
Framkvæmdir við Klappir, nýjan leikskóla á Akureyri, ganga samkvæmt áætlun. Skólinn er sjö deilda með 144 rými og áætlað að hann verði tilbúinn næsta haust.
17.10.2020 - 13:43
Átta starfsmenn leikskóla í sóttkví
Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar við Ægisíðu í Reykjavík eru komnir í tveggja vikna sóttkví. Ekkert smit hefur enn verið greint í leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er fyrirsjáanlegt að nokkur röskun verði á starfsemi skólans á meðan starfsmenn eru í sóttkví.
25.08.2020 - 14:35
COVID-19 smit á leikskóla
Eitt COVID-19 smit hefur verið staðfest á leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti í Reykjavík. Greint er frá þessu á dv.is. Ásgerður Guðnadóttir, leikskólastjóri, staðfestir í samtali við fréttastofu að smit hafi komið upp á leikskólanum.
20.08.2020 - 14:22
Sumarmál
Börnin vilja reykherbergi og stærri rennibraut
Reykjavíkurborg hefur efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar við enda Njálsgötu, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Nýja byggingin er hluti af verkefninu „Brúum bilið“ sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 
08.07.2020 - 15:05