Færslur: Leikskólar

„Þetta er bútasaumur allan daginn".
"Heilt yfir er staðan ekkert góð en núna er hún þokkaleg hjá mér", segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri á Urðarhóli í Kópavogi.
17.01.2022 - 19:49
Þjónusta skerðist enn frekar verði ekkert að gert
Starfsemi grunn- og leikskóla er skert víða um landið í dag. Minnst fjórir grunnskólar eru lokaðir vegna smita, en 2.621 barn er skráð í eftirliti hjá covid-göngudeild Landspítala í dag. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri, almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir aldrei hafa verið eins snúið að halda úti skóla- og frístundastarfi og óttast að þjónustan skerðist enn frekar, verði ekkert að gert.
Um 600 manns í einangrun eða í sóttkví
Starfsmönnum skóla- og frístundasviðs fjölgar sem komast ekki til vinnu vegna COVID-19. .Á skömmum tíma hefur staðan versnað og erfitt er að halda úti fullri þjónustu.
12.01.2022 - 13:06
Morgunútvarpið
Haraldur segir leikskólakerfið hafa vaxið of hratt
Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir leikskólakerfið hafi vaxið of hratt. Það sé ríkur þáttur í að ekki hafi tekist að fjölga kennurunum hlutfallslega þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi.
Hætta við 75.000 króna launaauka eftir gagnrýni
Borgarstjórn hefur hætt við að greiða starfsfólki leikskóla 75 þúsund krónur fyrir að stuðla að ráðningum á leikskóla. Hugmyndin var sú að starfsfólk fengi greitt ef vinur eða skyldmenni yrði ráðinn til meira en þriggja mánaða á leikskóla í borginni.
75.000 krónur fyrir að fá vin til starfa á leikskóla
Starfsfólk leikskóla í Reykjavík mun fá 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vin eða ættingja til starfa á leikskóla. Tillagan er hluti af átaki borgarinnar í ráðningar- og mannauðsmálum og var samþykkt af borgarráði á þriðjudag.
07.01.2022 - 20:18
Sjónvarpsfrétt
Brýnt fyrir börn í viðkvæmri stöðu að komast í skóla
Mennta- og barnamálaráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum í lengstu lög, einkum vegna barna í viðkvæmri stöðu. Stuðningur við kennara verði efldur. Daglegir samráðsfundur verða með skólastjórnendum og fulltrúum annarra sem að skólastarfi koma.
03.01.2022 - 19:37
Segja áhættu að hafa leikskóla opna milli jóla og nýárs
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla  segja útilokað að hægt sé að gæta að sóttvörnum á milli barna og kennara. Það séu vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki látið loka leikskólum milli jóla og nýárs, verið sé að taka áhættu í sóttvörnum.
Komast 29 mánaða inn á leikskóla borgarinnar
Í Reykjavík hefur meðalaldur þeirra barna sem hefja nám í leikskóla hækkað um þrjá mánuði undanfarin þrjú ár. Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði segir þetta ekki ásættanlegt en tíma taki að bæta úr. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu segir að borgin hafi dregist verulega aftur úr nágrannasveitarfélögunum í leikskólamálum.
Mýs maula á ljósleiðara í Hrunamannahreppi
Ljósleiðarakerfið í Hrunamannahreppi hefur bilað tvisvar vegna ágangs músa sem virðast sækjast í einangrunina utan um þráðinn. Sveitarstjóri telur að bregðast þurfi frekar við áganginum þótt tekist hafi að bregðast við bilununum.
19.11.2021 - 01:20
Sjónvarpsfrétt
Amma segir kerfið hafa brugðist barninu
Fyrrverandi leikskólastjóri á leikskólanum Sælukoti vissi ekki um meint kynferðisbrot starfsmanns á leikskólanum gegn barni fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Amma barnsins segir að kerfið hafi brugðist og segir réttast að loka leikskólanum. Rekstraraðilar Sælukots hafa verið boðaðir á fund skóla -og frístundasviðs Reykjavíkur sem hefur borist fjölmargar athugasemdir við starfsemina
15.11.2021 - 19:44
Borgin skoðar starfsemi Sælukots
Stjórnendur leikskólans Sælukots í Reykjavík hafa verið boðaðir á fund skóla -og frístundasviðs borgarinnar vegna kvartana og ábendinga um starfsemi leikskólans. Nokkuð er um að foreldrar barna á leíkskólanum hafi samband við sviðið og biðji um flutning fyrir börn sín.
15.11.2021 - 15:31
Starfsmaður Sælukots kærður fyrir kynferðisbrot
Móðir þriggja ára stúlku sem var á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur kært karlkyns starfsmann leikskólans til lögreglu fyrir að hafa brotið kynferðislega á dóttur hennar í þrígang. Lýsingar barnsins benda til að eitt af þessum meintu brotum hafi verið mjög gróft. Fyrrverandi starfsmaður Sælukots segist ítrekað hafa vakið athygli Reykjavíkurborgar á aðbúnaði barna á leikskólanum.
15.11.2021 - 12:34
Lýsir alvarlegri stöðu á leikskólum
Staðan í leikskólum Hafnarfjarðar er grafalvarleg og grípa þarf til aðgerða strax, að mati Verkalýðsfélagsins Hlífar. Illa gengur að manna leikskólana, veikindi eru algeng og mörg dæmi um að starfsfólk, sem árum saman hefur starfað á leikskólum bæjarins, hafi sagt upp og ráðið sig í sambærileg störf í öðrum sveitarfélögum.
Fjórir leikskólar opnaðir á næstu mánuðum
Reykjavíkurborg áformar að setja á fót fjóra nýja leikskóla í vetur sem rúma 340 börn.
Covid-smit í nokkrum skólum á fyrstu dögum haustannar
Minnst ellefu COVID-19 smit hafa greinst tengt skóla- eða frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna. Töluvert færri fara nú í sóttkví tengt hverju smiti í skólastarfi en var í fyrri bylgjum faraldursins.
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.
Geta átt rétt á upplýsingum um bólusetningu
Forstjóri Persónuverndar segir vinnuveitendur geti átt rétt á að fá upplýsingar um hvort starfsmenn eru bólusettir. En það fari þó alveg eftir eðli starfseminnar og þurfi að vega og meta í hverju tilfelli. Þetta geti til dæmis átt við þá sem vinni með elsta aldurshópnum. 
Byrjun skólastarfsins verður áskorun út af Covid
Menntamálaráðherra segir upphaf nýs skólaárs vera áskorun og hvetur foreldra til að ræða ástandið við börn sín. Forseti framhaldsskólanema segir þá ánægða með að fá að mæta í skólann.
Hundruð í sóttkví vegna leikskóla- og frístundastarfs
Hátt í 400 börn eru nú í sóttkví vegna COVID-19 smita sem greinst hafa á leikskólum eða frístundaheimilum í höfuðborginni. Þar að auki er fjöldi starfsfólks, sem og aðstandendum barnanna í sóttkví, svo ætla má að minnst tvöfalt fleiri séu í sóttkví vegna smitanna.
Fjörutíu í sóttkví á leikskólanum Holti
Starfsmaður á leikskólanum Holti í Breiðholti greindist smitaður af COVID-19 í gær. Í kjölfarið þurftu þrjátíu börn og tíu starfsmenn að fara í sóttkví. Hópurinn fer í sýnatöku á föstudag.
14.08.2021 - 13:53
Senda frá sér leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust. Í leiðbeiningunum er fjallað um sóttvarnir á öllum skólastigum, auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Starfsstöð leikskóla Seltjarnarness lokað vegna smits
Starfsmaður leikskóla Seltjarnarness greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Starfsstöð hans var þá lokað í kjölfarið og voru börnin á deildinni send í sóttkví. Lokun deildarinnar varðar um hundrað börn.
11.08.2021 - 10:35
Tveimur deildum á leikskólanum Tjörn lokað vegna smita
Tveimur yngstu deildunum á leikskólanum Tjörn í Reykjavík hefur verið lokað eftir að tvö börn greindust með COVID-19. Rúmlega fjörutíu þriggja ára börn eru í sóttkví og sjö starfsmenn.
11.08.2021 - 10:04
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.