Færslur: Leikskólar

Smit í leikskóla á Akureyri
Barn á ungbarnaleikskólanum Árholti á Akureyri er smitað af COVID-19. Börn og starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví.
14.10.2020 - 10:32
900 börn í borginni í sóttkví og smit í 35 skólum
Hátt í 900 börn í leik- og grunnskólum Reykjavíkur eru nú í sóttkví. Sjö leikskólabörn hafa greinst með kórónuveiruna og 34 grunnskólabörn. Smit hafa komið upp í 25 af 44 grunnskólum borgarinnar og í tíu af 88 leikskólum.
13.10.2020 - 14:04
Spyrja sig hvort sóttvarnir í skólum séu nægar
Það þarf að skoða í hverjum skóla fyrir sig hvað hægt er að gera til að takmarka röskun á skólastarfi vegna farsóttarinnar, að mati formanns félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar séu hræddir eins og aðrir landsmenn.
Starfsfólk hvatt til að fara ekki til höfuðborgarinnar
Starfsfólk í leik- og grunnskólum Akureyrar er hvatt til að fara ekki þangað sem nýgengi smita er hátt nema í brýnustu nauðsyn. Sviðsstjóri fræðslusviðs segir þau aðeins vilja hvetja fólk til þess að fara varlega. Ákveðið hefur verið að hætta útleigu á grunnskólum bæjarins tímabundið til 23. október.
02.10.2020 - 16:38
Aldrei fleiri karlmenn starfandi í leikskólum landsins
Aldrei hafa fleiri karlmenn starfað við leikskóla á Íslandi en nú. Leikskólastjóri og deildarstjóri á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu sem fréttastofa ræddi við fagna fjölgun karla og segja þá færa nýjan og ferskan anda inn í starfið.
30.09.2020 - 13:00
Kemur á óvart í hvaða hverfum börnum fjölgar í borginni
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að mönnun leikskóla í borginni hafi ekki gengið eins vel og við var búist miðað við núverandi atvinnuástand. Þá gangi illa veita öllum 18 mánaða börnum leikskólapláss þrátt fyrir átak í fjölgun ungbarnadeilda.
18.09.2020 - 13:11
Leikskóla á Svalbarðseyri lokað vegna sýnatöku
Ákveðið var að loka leikskólanum Álfaborg á Svalbarðseyri á meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku vegna COVID-19. Þetta hefur ekki áhrif á aðra skólastarfsemi í sveitarfélaginu.
26.08.2020 - 09:44
Fleiri smit greinast á Huldubergi
Nokkrir starfsmenn leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ hafa greinst smitaðir af COVID-19. Greint var frá því á sunnudag að öll börn og allir starfsmenn leikskólans yrðu að fara í 14 daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni á leikskólanum. Starfsmaðurinn hafði nýlega verið á Hótel Rangá.
25.08.2020 - 19:15
Áætla að skólahald í maí verði eins og fyrir bann
Almannavarnir áætla að skólastarf í leik- og grunnskólum fari af stað með eðlilegum hætti 4. maí. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að fulltrúar Almannavarna hafi ekki hitt skólastjórnendur en hafi fundað um málið með fulltrúum menntamálaráðuneytis.
19.04.2020 - 15:21
Fólkið í framlínunni
Fólkið í framlínunni lýsir lífinu á tímum COVID-19
Fólk í framlínustörfum leggur sig í ákveðna hættu til að halda samfélaginu gangandi. Það hittir fjölda fólks á hverjum degi og er því kannski útsettara en margir fyrir smiti. Spegillinn ræddi við lyfsala, leikskólakennara, strætóbílstjóra og starfsmenn matvöruverslana um lífið í framlínunni, um reynsluna af samkomubanni, fórnir og fúkyrðaflaum, óvissu og öryggi.
25.03.2020 - 17:45
Óska eftir undanþágu fyrir fjölmörg börn
„Við erum búin að gefa út lista sem er í stöðugri enduskoðun, þar sem við óskum eftir forgangi í leikskóla og grunnskólastarfi,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Seinni partinn í gær var hafist handa við að taka saman lista yfir börn starfsmanna hinna ýmsu stofnana, sem óskað er eftir að fái forgang inn í leik- og grunnskóla, til þess að sem minnst röskun verði á starfsemi viðkomandi stofnunar á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.
Viðtal
Hreint og óhreint svæði í leikfangageymslunni
Helmingur barnanna mætir í skólann í einu og skólinn lokar fyrr en venjulega til þess að starfsmenn hafi tíma til að þrífa og gera hinar ýmsu sóttvarnarráðstafanir. Svona verður málum háttað í leikskólanum Stakkaborg í Hlíðahverfi í Reykjavík, næstu vikurnar. Leikskólastjórinn, Jónína Einarsdóttir, segir að börnin eigi eftir að verða breytinganna vör í fyrramálið, vináttubangsarnir séu komnir í geymslu ásamt stórum hluta leikfanga í skólanum.
16.03.2020 - 18:36
Til skoðunar að börn mæti í skóla annan hvern dag
Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum hefur heilbrigðisráðherra virkjað heimild sóttvarnalaga til að banna samkomur. Bannið gildir í fjórar vikur og hefur áhrif á allt samfélagið; vinnustaði og skóla, fermingar og jarðarfarir, verslanir og samkomuhús. Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst reyna að styðja við þá nemendur sem þurfa á stuðningi að halda næstu vikur. Sveitarfélög og skólastjórnendur nýta helgina og mánudag til að útfæra kennslu næstu vikur.
13.03.2020 - 17:27
Hafa mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs, segir að vikulangt verkfall um 1.850 félaga í Eflingu sem vinna hjá Reykjavíkurborg hafi haft gríðarleg áhrif á þjónustu borgainnar við leikskólabörn. Þá megi ekki gleyma skæruverkföllum sem voru í tvær vikur áður en ótímabundna verkfallið skall á. Helgi segir að mest hafi þetta bitnað á um 1500 börnum þar sem deildarstjórar leikskóladeildarinnar eru félagsmenn í Eflingu
24.02.2020 - 08:19
Leikskólar í Hafnarfirði verða opnir allt sumarið
Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær að afnema sumarlokanir í leikskólum bæjarins. Frá og með sumrinu 2021 verða leikskólarnir starfræktir allt sumarið.
13.02.2020 - 07:55
Verkfall hefst í hádeginu
Verkfall um 1.850 félaga stéttarfélagsins Eflingar sem starfa á nær 130 starfsstöðvum hjá hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og stendur til miðnættis á fimmtudag að óbreyttu. Verkfallið hefur áhrif á skólagöngu um 3.500 leikskólabarna í borginni og 1.650 notendur velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá hefur verkfallið lamandi áhrif á matarþjónustu einhverra grunnskóla Reykjavíkur og þurfa nemendur þeirra að taka með sér nesti.
11.02.2020 - 06:39
Myndskeið
Stjórar hlynntir en foreldrar með áhyggjur af styttingu
Leikskólastjóri í Reykjavík telur að allir leikskólastjórar í borginni séu hlynntir styttingu á opnunartíma leikskóla. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir styttinguna bera brátt að.  
20.01.2020 - 22:15
Borgin boðar styttri opnunartíma leikskóla
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að breyta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími á að styttast um hálftíma og verða frá klukkan 07.30 - 16.30 í stað 17.00 áður.
14.01.2020 - 17:20
Áttundi tími barna í dagvistun mögulega niðurgreiddur
Öll börn á Akureyri ættu að komast á leikskóla við 12 mánaða aldur haustið 2021. Formaður fræðsluráðs segir mögulegt að áttundi tími allra barna í dagvistun verði niðurgreiddur eftir áramót.
26.11.2019 - 13:43
Leikskólastjórnendur Austurlands áhyggjufullir
Of fáir starfsmenn sinna leikskólabörnum á Austurlandi og ekki hefur tekist að fullmanna leikskóla víða á svæðinu. Þetta kemur fram í bréfi frá leikskólastjórnendum í landshlutanum. Ekki séu uppfylltar kröfur um að tveir þriðju starfsmanna leikskóla skuli vera með leyfisbréf í leikskólafræðum. Þannig sé ekki farið eftir aðalnámskrá. Lítið sé um menntaða leikskólakennara og erfiðlega gangi að ráða íslenskumælandi starfsfólk. Kallað er eftir aðgerðum sveitarstjórnenda.
02.11.2019 - 22:06
Ætla ekki að minnka framboð dýraafurða
Akureyrarbær ætlar ekki að minnka framboð dýraafurða í leik- og grunnskólum bæjarins. Þetta kemur fram í bókun fræðsluráðs bæjarins um málið frá því í gær.
18.09.2019 - 11:47
Mikilvægt að heyra íslenskt mál sem mest
Börnum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt í grunnskólum borgarinnar og í fyrra voru töluð 63 tungumál í skólunum. Börn sem fæðast hér á landi, en hafa annað móðurmál en íslensku, koma ekki nægilega vel út úr prófi sem mælir færni þeirra í íslensku, segir áheyrnarfulltrúi frá Flokki fólksins. „Það er sláandi hvað mörg börn sem fædd eru á Íslandi og hafa alist upp í leik- og grunnskólakerfinu séu engu að síður svo illa stödd í íslensku.“
Ítrekuð skemmdarverk unnin á leikskóla
Ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á leikskólanum Rofaborg í Árbæ í Reykjavík og á lóð leikskólans síðasta rúman mánuðinn. Settar verða upp öryggismyndavélar við leikskólann á næstunni til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdarverk.
31.05.2019 - 14:11
Myndskeið
Gagnrýna áherslur Reykjavíkur í leikskólamálum
Félag leikskólakennara gagnrýnir áherslur Reykjavíkurborgar í leikskólamálum og segir skynsamlegra að forgangsraða fjölgun leikskólakennara áður en yngri börn eru tekin inn í leikskóla og plássum fjölgað.
22.11.2018 - 20:00
Hækkandi meðalaldur kennara mikið áhyggjuefni
Meðalaldur leikskólakennara hér á landi hefur hækkað hratt síðasta áratuginn. Formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, segir þróunina í sömu átt meðal grunn- og framhaldsskólakennara, nýliðun sé ekki nægjanleg.
05.09.2018 - 12:17