Færslur: Leikskólamál

Yngstu börnin fengið pláss í Hafnarfirði
Úthlutun leikskólaplássa hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi skólaár stendur enn yfir. Yngstu börnin sem hafa fengið pláss næsta haust eru fædd í maí 2021 og verða því 15 mánaða þegar þau byrja á leikskóla.
7% barna komast á leikskóla að fæðingarorlofi loknu
Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða, það er eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Einungis um sjö prósent barna komast á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi.
Viðtal
Umönnunarbilið hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna
BSRB hefur ráðist í viðamikla rannsókn á stöðu leikskólamála hér á landi en samtökin hafa lengi gert þá kröfu að ríki og sveitarfélög grípi til aðgerða til að öllum börnum verði tryggð leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi.
X-22 - Garðabær
Barnaflóð í Urriðaholti kom meirihlutanum á óvart
Íbúasamsetning í nýjum hverfum í Garðabæ komu meirihluta bæjarstjórnar í bænum á óvart. Leikskólapláss er ekki í boði í Urriðaholti þar sem fleira barnafólk hefur fest rætur en skipulag gerði ráð fyrir.
„Ekki upplifað annað eins á tuttugu ára starfsævi“
Biðlistavandi leikskólanna er flestum kunnur en mörg hundruð börn bíða á biðlista eftir leikskólaplássi í borginni og öðrum sveitarfélögum á hverjum tíma. Sigríður Stephensen, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Leikgarði, sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta segir að þetta séu óvanalegar aðstæður.
Vona að hægt verði að opna aftur leikskóla á Kópaskeri
Leikskóli hefur ekki verið starfræktur á Kópaskeri í vetur vegna þess að ekki tókst að ráða starfsmann. Sveitarfélagið hvetur foreldra engu að síður til að skrá börn sín í leikskólann fyrir næsta vetur.
10.03.2022 - 08:59
Hætta við 75.000 króna launaauka eftir gagnrýni
Borgarstjórn hefur hætt við að greiða starfsfólki leikskóla 75 þúsund krónur fyrir að stuðla að ráðningum á leikskóla. Hugmyndin var sú að starfsfólk fengi greitt ef vinur eða skyldmenni yrði ráðinn til meira en þriggja mánaða á leikskóla í borginni.
75.000 krónur fyrir að fá vin til starfa á leikskóla
Starfsfólk leikskóla í Reykjavík mun fá 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vin eða ættingja til starfa á leikskóla. Tillagan er hluti af átaki borgarinnar í ráðningar- og mannauðsmálum og var samþykkt af borgarráði á þriðjudag.
07.01.2022 - 20:18
Segja áhættu að hafa leikskóla opna milli jóla og nýárs
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla  segja útilokað að hægt sé að gæta að sóttvörnum á milli barna og kennara. Það séu vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki látið loka leikskólum milli jóla og nýárs, verið sé að taka áhættu í sóttvörnum.
Komast 29 mánaða inn á leikskóla borgarinnar
Í Reykjavík hefur meðalaldur þeirra barna sem hefja nám í leikskóla hækkað um þrjá mánuði undanfarin þrjú ár. Fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði segir þetta ekki ásættanlegt en tíma taki að bæta úr. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu segir að borgin hafi dregist verulega aftur úr nágrannasveitarfélögunum í leikskólamálum.
Sjónvarpsfrétt
Amma segir kerfið hafa brugðist barninu
Fyrrverandi leikskólastjóri á leikskólanum Sælukoti vissi ekki um meint kynferðisbrot starfsmanns á leikskólanum gegn barni fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Amma barnsins segir að kerfið hafi brugðist og segir réttast að loka leikskólanum. Rekstraraðilar Sælukots hafa verið boðaðir á fund skóla -og frístundasviðs Reykjavíkur sem hefur borist fjölmargar athugasemdir við starfsemina
15.11.2021 - 19:44
Borgin skoðar starfsemi Sælukots
Stjórnendur leikskólans Sælukots í Reykjavík hafa verið boðaðir á fund skóla -og frístundasviðs borgarinnar vegna kvartana og ábendinga um starfsemi leikskólans. Nokkuð er um að foreldrar barna á leíkskólanum hafi samband við sviðið og biðji um flutning fyrir börn sín.
15.11.2021 - 15:31
Starfsmaður Sælukots kærður fyrir kynferðisbrot
Móðir þriggja ára stúlku sem var á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur kært karlkyns starfsmann leikskólans til lögreglu fyrir að hafa brotið kynferðislega á dóttur hennar í þrígang. Lýsingar barnsins benda til að eitt af þessum meintu brotum hafi verið mjög gróft. Fyrrverandi starfsmaður Sælukots segist ítrekað hafa vakið athygli Reykjavíkurborgar á aðbúnaði barna á leikskólanum.
15.11.2021 - 12:34
Sjónvarpsfrétt
Margt nýtt í nýjum leikskóla á Akureyri
Leikskólarýmum á Akureyri fjölgar um 90 þegar nýr leikskóli verður opnaður um mánaðamót. Þar verða einnig flest af þeim 12 mánaða börnum sem nú verða innrituð í leikskóla á Akureyri í fyrsta sinn. Kostnaður við skólann er tæpur milljarður króna.
31.08.2021 - 17:09
Dýrara að vera með yngri börn á leikskóla
Akureyrarbær mun í haust innrita 12 mánaða gömul börn í leikskóla í fyrsta sinn. Foreldrar yngri barna þurfa þó að greiða hærri daggæslugjöld fyrir leikskólapláss.
25.08.2021 - 08:01
Morgunvaktin
Voru komin í framlínu faraldursins
Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir að legið hafi fyrir að hætta væri á að kórónuveirusmit myndu breiðast út á leikskólum þar sem ekki hefði verið gætt sömu takmarkana þar og í grunnskólum. Hann segir að margt starfsfólk leikskóla upplifi sig berskjaldað gegn smitum.
28.04.2021 - 10:21
Skólahald með takmörkunum hefst strax eftir páska
Skólahald á öllum skólastigum hefst að nýju strax eftir páska, með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Sumaropnun leikskóla fyrir börn, foreldra og starfsfólk
Meginmarkmið með heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði er að koma til móts við óskir og þarfir foreldra og barna um að geta verið saman í sumarfríi. Þetta segir í bókun meirihluta fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá því í gær.
25.03.2021 - 17:07
Harma að starfsemi leikskóla hafi ekki verið takmörkuð
Stjórn Félags stjórnenda leikskóla harmar þá ákvörðun að leikskólum hafi ekki verið lokað, allavega að mestu, líkt og öðrum skólum fram að páskum. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, spyr hvort verið sé að taka óþarfa áhættu með því að hafa leikskólana opna.
Myndskeið
Saur makað á veggi og glugga leikskóla á Akureyri
Farið var ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur og því sem í þeim var, var makað á rúður og veggi leikskólans Holtakots á Akureyri í gærkvöld. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist sorgmædd.
22.02.2021 - 11:36
Um 740 enn á biðlista eftir leikskólaplássi
Tæplega 740 börn sem eru orðin eins árs eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, þar af 200 sem orðin eru 18 mánaða. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að eðlilega finnist foreldrum þetta ekki viðunandi þjónusta.
11.02.2021 - 12:49
Hátt í 200 leikskólabörn og 40 starfsmenn í sóttkví
Hátt á annað hundrað börn og um 40 starfmenn á tveimur leikskólum í Njarðvík, Reykjanesbæ eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá barni í öðrum leikskólanum og hjá barni og starfsmanni í hinum.
Leikskólabörnum haldið inni vegna svifryks
Styrkur svifryks við Grensásveg mældist 148 míkrógrömm á rúmmetra á hádegi í dag. Börnum á leikskólanum Álftaborg við Safamýri var haldið inni í dag vegna mengunar, í fyrsta skipti í vetur.
18.11.2020 - 15:02
Átta tímar á leikskóla kosta 2,8 milljónir á barn á ári
Átta klukkustunda vistun fyrir eitt leikskólabarn kostaði að meðaltali 2,75 milljónir á síðasta ári. Kostnaðurinn er mismunandi á milli leikskóla. Lægstur var hann um 1,4 milljónir og þar sem hann var hæstur var hann tæpar 12,6 milljónir. Á þeim leikskóla var einungis eitt barn.
Barnið sem slasaðist á Álfasteini á batavegi
Barnið sem flutt var frá leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit um miðjan dag á föstudag með sjúkraflugi til Reykjavíkur er á góðum batavegi. Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.
26.10.2020 - 09:39