Færslur: Leikskólamál

Sjónvarpsfrétt
Margt nýtt í nýjum leikskóla á Akureyri
Leikskólarýmum á Akureyri fjölgar um 90 þegar nýr leikskóli verður opnaður um mánaðamót. Þar verða einnig flest af þeim 12 mánaða börnum sem nú verða innrituð í leikskóla á Akureyri í fyrsta sinn. Kostnaður við skólann er tæpur milljarður króna.
31.08.2021 - 17:09
Dýrara að vera með yngri börn á leikskóla
Akureyrarbær mun í haust innrita 12 mánaða gömul börn í leikskóla í fyrsta sinn. Foreldrar yngri barna þurfa þó að greiða hærri daggæslugjöld fyrir leikskólapláss.
25.08.2021 - 08:01
Morgunvaktin
Voru komin í framlínu faraldursins
Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir að legið hafi fyrir að hætta væri á að kórónuveirusmit myndu breiðast út á leikskólum þar sem ekki hefði verið gætt sömu takmarkana þar og í grunnskólum. Hann segir að margt starfsfólk leikskóla upplifi sig berskjaldað gegn smitum.
28.04.2021 - 10:21
Skólahald með takmörkunum hefst strax eftir páska
Skólahald á öllum skólastigum hefst að nýju strax eftir páska, með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Sumaropnun leikskóla fyrir börn, foreldra og starfsfólk
Meginmarkmið með heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði er að koma til móts við óskir og þarfir foreldra og barna um að geta verið saman í sumarfríi. Þetta segir í bókun meirihluta fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá því í gær.
25.03.2021 - 17:07
Harma að starfsemi leikskóla hafi ekki verið takmörkuð
Stjórn Félags stjórnenda leikskóla harmar þá ákvörðun að leikskólum hafi ekki verið lokað, allavega að mestu, líkt og öðrum skólum fram að páskum. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, spyr hvort verið sé að taka óþarfa áhættu með því að hafa leikskólana opna.
Myndskeið
Saur makað á veggi og glugga leikskóla á Akureyri
Farið var ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur og því sem í þeim var, var makað á rúður og veggi leikskólans Holtakots á Akureyri í gærkvöld. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist sorgmædd.
22.02.2021 - 11:36
Um 740 enn á biðlista eftir leikskólaplássi
Tæplega 740 börn sem eru orðin eins árs eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, þar af 200 sem orðin eru 18 mánaða. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að eðlilega finnist foreldrum þetta ekki viðunandi þjónusta.
11.02.2021 - 12:49
Hátt í 200 leikskólabörn og 40 starfsmenn í sóttkví
Hátt á annað hundrað börn og um 40 starfmenn á tveimur leikskólum í Njarðvík, Reykjanesbæ eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá barni í öðrum leikskólanum og hjá barni og starfsmanni í hinum.
Leikskólabörnum haldið inni vegna svifryks
Styrkur svifryks við Grensásveg mældist 148 míkrógrömm á rúmmetra á hádegi í dag. Börnum á leikskólanum Álftaborg við Safamýri var haldið inni í dag vegna mengunar, í fyrsta skipti í vetur.
18.11.2020 - 15:02
Átta tímar á leikskóla kosta 2,8 milljónir á barn á ári
Átta klukkustunda vistun fyrir eitt leikskólabarn kostaði að meðaltali 2,75 milljónir á síðasta ári. Kostnaðurinn er mismunandi á milli leikskóla. Lægstur var hann um 1,4 milljónir og þar sem hann var hæstur var hann tæpar 12,6 milljónir. Á þeim leikskóla var einungis eitt barn.
Barnið sem slasaðist á Álfasteini á batavegi
Barnið sem flutt var frá leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit um miðjan dag á föstudag með sjúkraflugi til Reykjavíkur er á góðum batavegi. Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.
26.10.2020 - 09:39
Viðtal
„Enginn elskar COVID. Nema COVID elskar COVID" 
Börn sem mættu meira í leikskólann í fyrstu bylgju COVID höfðu minni áhyggjur af ástandinu en þau börn sem voru aðallega heima. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Ingi Jóhann Friðjónsson, leikskólakennari gerði meðal elstu barna leikskólans Lundarsels á Akureyri.
09.10.2020 - 14:07
Aldrei fleiri karlmenn starfandi í leikskólum landsins
Aldrei hafa fleiri karlmenn starfað við leikskóla á Íslandi en nú. Leikskólastjóri og deildarstjóri á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu sem fréttastofa ræddi við fagna fjölgun karla og segja þá færa nýjan og ferskan anda inn í starfið.
30.09.2020 - 13:00
Framkvæmdir að hefjast við nýjan leikskóla á Akureyri
Öll börn 12 mánaða og eldri ættu að komast inn á leikskóla á Akureyri frá og með hausti 2021. Fyrsta skóflustungan að nýjum sjö deilda leikskóla var tekin í morgun. Bæjarstjórinn útilokar ekki frekari framkvæmdir.
09.04.2020 - 10:28
Viðtal
Opna leikskóla að nýju fyrir forgangshópa á mánudaginn
Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsfólki beggja leikskólanna í Borgarnesi. Þeir eru nú lokaðir, ekkert leikskólastarf í bænum og 125 börn heima hjá sér. Vonast er til að opna annan þeirra að nýju á mánudaginn. Starfsmaður ráðhúss sveitarfélagsins er einnig smitaður.
26.03.2020 - 22:30
Skólum í Þingeyjarsveit lokað
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst í Þingeyjarsveit - þrátt fyrir það hefur öllum skólum verið lokað fram yfir páska. Sveitarstjóri segir erfitt að halda úti skólastarfi í samræmi við fyrirmæli yfirvalda ásamt því að smit séu farin að greinast í nágrenninu.
24.03.2020 - 15:44
Skoða skólagjöldin í samkomubanni
Nú er til sérstakrar skoðunar hvort rétt sé að innheimta gjöld fyrir skólavist, nú þegar mörg börn mega ekki mæta í skóla vegna samkomubanns. Á Akureyri verður ekki greitt fyrir þjónustu sem ekki fæst. Á höfuðborgarsvæðinu er málið í skoðun og von á tillögum eftir helgi.
20.03.2020 - 15:52
Börn hitti ekki börn úr öðrum skólahópum
Foreldrar og forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru hvattir til þess að draga úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma, í pósti sem almannavarnir hafa sent foreldrum og forráðamönnum allra leik- og grunnskólabarna á landinu. Þar kemur fram að skólafélagar sem eru ekki í sama hóp í skólastarfinu eigi ekki að vera í návígi utan skóla.
Myndskeið
Sum börn í skóla annan hvern dag - önnur fá hálfa daga
Mjög misjafnt er hvernig einstakir grunn- og leikskólar skipuleggja skólastarfið á næstu dögum, til þess að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna COVID-19 veirunnar. Sumir skólar bjóða börnum til dæmis að koma annan hvern dag, í öðrum skólum fá börnin að koma á hverjum degi en þá bara í hálfan dag og í enn öðrum fá börn að koma annan hvern dag í hálfan dag. Skipulagið í hverjum skóla fyrir sig á nú að liggja fyrir.
16.03.2020 - 18:25
Hvorki grunnskóli né leikskóli á mánudaginn
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að starfsdagur verði í öllum grunnskólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn, til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkun á skólastarfi nær til. Þetta þýðir að grunn- og leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu verða ekki í skólanum á mánudaginn. Frístundastarf fellur einnig niður.
13.03.2020 - 15:17
Sumaropnun í leikskólum í öllum hverfum borgarinnar
Sumaropnun verður í einum leikskóla í hverju hverfi borgarinnar frá fyrstu viku í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, líkt og síðastliðið sumar, þar sem foreldrum leikskólabarna er boðinn aukinn sviekjanleiki á töku orlofsdaga.
11.03.2020 - 13:50
Foreldrar ósáttir við breytta þjónustu
Óánægja er meðal foreldra á Akureyri með að fræðsluráð hafi ákveðið að leggja niður svokallaðan skólaleik. Fræðslustjóri segir að ekki sé verið að skera niður. Verkefnið hafi ekki skilað settum markmiðum.
06.02.2020 - 12:28
Langaði að sýna atvinnulífinu að þetta væri hægt
Sökum mikils álags, sem birtist í skammtíma- og langtímaveikindum starfsfólks, tóku stjórn og starfsmenn Hjallastefnunnar ákvörðun um að stytta vinnudag starfsmanna um eina klukkustund. Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir þetta ekki hafa verið mögulegt nema með samtali við starfsfólk.
24.01.2020 - 09:49
Myndskeið
Stjórar hlynntir en foreldrar með áhyggjur af styttingu
Leikskólastjóri í Reykjavík telur að allir leikskólastjórar í borginni séu hlynntir styttingu á opnunartíma leikskóla. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir styttinguna bera brátt að.  
20.01.2020 - 22:15