Færslur: Leikskólamál

Framkvæmdir að hefjast við nýjan leikskóla á Akureyri
Öll börn 12 mánaða og eldri ættu að komast inn á leikskóla á Akureyri frá og með hausti 2021. Fyrsta skóflustungan að nýjum sjö deilda leikskóla var tekin í morgun. Bæjarstjórinn útilokar ekki frekari framkvæmdir.
09.04.2020 - 10:28
Viðtal
Opna leikskóla að nýju fyrir forgangshópa á mánudaginn
Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsfólki beggja leikskólanna í Borgarnesi. Þeir eru nú lokaðir, ekkert leikskólastarf í bænum og 125 börn heima hjá sér. Vonast er til að opna annan þeirra að nýju á mánudaginn. Starfsmaður ráðhúss sveitarfélagsins er einnig smitaður.
26.03.2020 - 22:30
Skólum í Þingeyjarsveit lokað
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst í Þingeyjarsveit - þrátt fyrir það hefur öllum skólum verið lokað fram yfir páska. Sveitarstjóri segir erfitt að halda úti skólastarfi í samræmi við fyrirmæli yfirvalda ásamt því að smit séu farin að greinast í nágrenninu.
24.03.2020 - 15:44
Skoða skólagjöldin í samkomubanni
Nú er til sérstakrar skoðunar hvort rétt sé að innheimta gjöld fyrir skólavist, nú þegar mörg börn mega ekki mæta í skóla vegna samkomubanns. Á Akureyri verður ekki greitt fyrir þjónustu sem ekki fæst. Á höfuðborgarsvæðinu er málið í skoðun og von á tillögum eftir helgi.
20.03.2020 - 15:52
Börn hitti ekki börn úr öðrum skólahópum
Foreldrar og forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru hvattir til þess að draga úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma, í pósti sem almannavarnir hafa sent foreldrum og forráðamönnum allra leik- og grunnskólabarna á landinu. Þar kemur fram að skólafélagar sem eru ekki í sama hóp í skólastarfinu eigi ekki að vera í návígi utan skóla.
Myndskeið
Sum börn í skóla annan hvern dag - önnur fá hálfa daga
Mjög misjafnt er hvernig einstakir grunn- og leikskólar skipuleggja skólastarfið á næstu dögum, til þess að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna COVID-19 veirunnar. Sumir skólar bjóða börnum til dæmis að koma annan hvern dag, í öðrum skólum fá börnin að koma á hverjum degi en þá bara í hálfan dag og í enn öðrum fá börn að koma annan hvern dag í hálfan dag. Skipulagið í hverjum skóla fyrir sig á nú að liggja fyrir.
16.03.2020 - 18:25
Hvorki grunnskóli né leikskóli á mánudaginn
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að starfsdagur verði í öllum grunnskólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn, til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkun á skólastarfi nær til. Þetta þýðir að grunn- og leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu verða ekki í skólanum á mánudaginn. Frístundastarf fellur einnig niður.
13.03.2020 - 15:17
Sumaropnun í leikskólum í öllum hverfum borgarinnar
Sumaropnun verður í einum leikskóla í hverju hverfi borgarinnar frá fyrstu viku í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, líkt og síðastliðið sumar, þar sem foreldrum leikskólabarna er boðinn aukinn sviekjanleiki á töku orlofsdaga.
11.03.2020 - 13:50
Foreldrar ósáttir við breytta þjónustu
Óánægja er meðal foreldra á Akureyri með að fræðsluráð hafi ákveðið að leggja niður svokallaðan skólaleik. Fræðslustjóri segir að ekki sé verið að skera niður. Verkefnið hafi ekki skilað settum markmiðum.
06.02.2020 - 12:28
Langaði að sýna atvinnulífinu að þetta væri hægt
Sökum mikils álags, sem birtist í skammtíma- og langtímaveikindum starfsfólks, tóku stjórn og starfsmenn Hjallastefnunnar ákvörðun um að stytta vinnudag starfsmanna um eina klukkustund. Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir þetta ekki hafa verið mögulegt nema með samtali við starfsfólk.
24.01.2020 - 09:49
Myndskeið
Stjórar hlynntir en foreldrar með áhyggjur af styttingu
Leikskólastjóri í Reykjavík telur að allir leikskólastjórar í borginni séu hlynntir styttingu á opnunartíma leikskóla. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir styttinguna bera brátt að.  
20.01.2020 - 22:15
Niðurgreiðsla á dagvistun hefst í febrúar
Áttundi tími í dagvistun á Akureyri verður niðurgreiddur frá og með 1. febrúar. Munur á kostnaði dagvistunar og leikskóla verður þá óverulegur, segir formaður fræðsluráðs.
17.01.2020 - 17:25
Borgin boðar styttri opnunartíma leikskóla
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að breyta opnunartíma leikskóla borgarinnar frá og með 1. apríl næstkomandi. Almennur opnunartími á að styttast um hálftíma og verða frá klukkan 07.30 - 16.30 í stað 17.00 áður.
14.01.2020 - 17:20
Áttundi tími barna í dagvistun mögulega niðurgreiddur
Öll börn á Akureyri ættu að komast á leikskóla við 12 mánaða aldur haustið 2021. Formaður fræðsluráðs segir mögulegt að áttundi tími allra barna í dagvistun verði niðurgreiddur eftir áramót.
26.11.2019 - 13:43
Börn send út þrátt fyrir mikla loftmengun
Börn í leikskólum á Akureyri fóru mörg hver út að leika í gær, í mikilli loftmengun. Börn og viðkvæmt fólk var varað við því að vera úti nálægt umferðargötum. Aðeins einn loftgæðamælir er á Akureyri svo erfitt getur verið fyrir skólastjóra að meta styrk svifryks á hverjum stað fyrir sig.
05.11.2019 - 12:25
Myndskeið
Leikskólinn á Patreksfirði of lítill
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er of lítill fyrir börn bæjarins að öðru sinni á síðustu árum. Elsti árgangurinn hefur verið fluttur í grunnskólann svo börnin komist fyrir. Börnunum hefur fjölgað mikið frá 2008. Árið 2013 var ljóst að skólinn var yfirfullur.
05.11.2019 - 10:49
Leikskólastjórnendur Austurlands áhyggjufullir
Of fáir starfsmenn sinna leikskólabörnum á Austurlandi og ekki hefur tekist að fullmanna leikskóla víða á svæðinu. Þetta kemur fram í bréfi frá leikskólastjórnendum í landshlutanum. Ekki séu uppfylltar kröfur um að tveir þriðju starfsmanna leikskóla skuli vera með leyfisbréf í leikskólafræðum. Þannig sé ekki farið eftir aðalnámskrá. Lítið sé um menntaða leikskólakennara og erfiðlega gangi að ráða íslenskumælandi starfsfólk. Kallað er eftir aðgerðum sveitarstjórnenda.
02.11.2019 - 22:06
Taldir hálfskrýtnir að vilja vinna í leikskóla
Af öllum leikskólakennurum landsins eru aðeins um 2% karlmenn. Leikskólakennari á Dalvík segir að kynbræður sínir í þessu starfi séu litnir hornauga og jafnvel taldir hálfskrýtnir að vilja sjá um börn á leikskóla. Dagur leikskólans er í dag.
06.02.2019 - 17:57
Nýr og umdeildur leikskóli rís á Þórshöfn
Nú standa yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla á Þórshöfn. Bygging skólans var afar umdeild en ekki var einhugur um hvar hann ætti að standa. Leikskólastjórinn fagnar nýjum leikskóla en segist hafa viljað aðra staðsetningu.
26.11.2018 - 10:20
Myndskeið
Gagnrýna áherslur Reykjavíkur í leikskólamálum
Félag leikskólakennara gagnrýnir áherslur Reykjavíkurborgar í leikskólamálum og segir skynsamlegra að forgangsraða fjölgun leikskólakennara áður en yngri börn eru tekin inn í leikskóla og plássum fjölgað.
22.11.2018 - 20:00
Hækkandi meðalaldur kennara mikið áhyggjuefni
Meðalaldur leikskólakennara hér á landi hefur hækkað hratt síðasta áratuginn. Formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, segir þróunina í sömu átt meðal grunn- og framhaldsskólakennara, nýliðun sé ekki nægjanleg.
05.09.2018 - 12:17
Óvissa um vistun og skólagöngu ungra barna
Staðan í daggæslumálum í Reykjavík ræðst að hluta af því hvort tekst að taka elstu börnin inn á leikskóla. Í fyrra var misbrestur á því. Formaður starfshóps sem skilaði tillögum í vor segir kappsmál að stöðva flótta úr stéttinni og auka nýliðun. Það megi til dæmis gera með því að auðvelda fólki af erlendum uppruna að gerast dagforeldrar. Ekki liggur fyrir hversu mörg börn verða tekin inn á leikskóla í Reykjavík í haust, þó að ágústmánuður sé hálfnaður. Það skýrist í næstu viku. 
14.08.2018 - 18:14