Færslur: Leiklist

Mynd með færslu
Í BEINNI
Beint: Tuttugasta Grímuhátíðin
Gríman - Íslensku sviðslistaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá athöfninni í spilaranum hér að ofan.
14.06.2022 - 19:31
Hamlet með örlitlu söngleikjaívafi
Í kvöld er frumsýning á Hamlet í uppfærslu útskriftarnemenda Listaháskóla Íslands. Frumsýningin er í Samkomuhúsinu á Akureyri en það er orðin hefð hjá leiklistarnemendum að fara norður með útskriftarsýningarnar sínar.
19.05.2022 - 15:54
Freyvangsleikhúsið áfram í Freyvangi
Freyvangsleikhúsið og Eyjafjarðarsveit hafa gert tveggja ára samning um leigu leikfélagsis á félagsheimilinu Freyvangi. Starfsemi félagsins er þar með tryggð næstu tvö árin, en nokkuð óvissa hefur verið um starfsemi þess síðustu mánuði.
29.04.2022 - 09:48
Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn
Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann vakti fyrst atygli sem leikari í kvikmynd Jean-Luc Godards À bout de souffle frá árinu 1960.
07.09.2021 - 04:15
Sviðslistir fagna en skemmtanageirinn ósáttur
Ekki eru allir jafn ánægðir með þær tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum sem ríkisstjórnin tilkynnti í dag. Sviðslistafólk brosir á meðan skemmtanageirinn telur sig hlunnfarinn.
Ísafjörður semur við Kómedíuleikhúsið til tveggja ára
Ísafjarðarbær og Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði hafa gert með sér tveggja ára samning um uppsetningu og sýningu leikverka samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá. Elfar Logi Hannesson leikari stofnaði Kómedíuleikhúsið árið 1997 sem hann segir fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða.
Enska leikkonan Barbara Windsor látin
Enska leikkonan Barbara Windsor er látin, 83 ára að aldri. Íslendingar þekkja hana sennilega best úr gamanmyndaröðinni Carry On og sem veitingakonuna Peggy Mithchell í þáttaröðinni East Enders.Hún hlaut jafngildi riddaratignar árið 2016.
11.12.2020 - 10:46
Leikara leitað fyrir færeysku þáttaröðina TROM
Framleiðendur færeysku glæpaþáttaraðarinnar TROM hyggjast taka til við að velja leikara í öll helstu hlutverk, stór og smá, snemma árs 2021. Vonast er til að tökur hefjist næsta vor eða sumar og verði lokið í júní 2021.
Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00
Langar að leika fleiri dramahlutverk
„Ég ætlaði að verða leikstjóri. Ég var alveg harðákveðinn í því. Ég var mjög ungur þegar ég ákvað að verða leikstjóri,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr. eins og hann er jafnan kallaður. 
05.08.2020 - 08:56
Hilmir Snær ráðinn til Þjóðleikhússins
Hilmir Snær Guðnason verður fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá og með haustinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhúsinu. Hilmir hefur þó ekki alveg sagt skilið við Borgarleikhúsið að sinni því hann hleypur í skarðið fyrir Ólaf Darra Ólafsson í verkinu Oleanna sem frumsýnt verður í lok ágúst.
06.07.2020 - 10:47
Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Landinn
Brúðuleikhús sem er bannað börnum
„Brúður geta oft túlkað hugmyndir, hugsanir og tilfinningar sem leikarar geta ekki. Með þeim er heimurinn eiginlega takmarkalaus,“ segir Greata Clough, brúðulistakona og eigandi Handbendis brúðuleikhúss á Hvammstanga. Um síðustu helgi frumsýndi Greta nýjasta verkið sitt, Sæhjarta í Tjarnarbíói. Greta er vön að vinna sýningar fyrir börn en þessi sýning er öðruvísi og meira að segja bönnuð börnum yngri en 16 ára.
23.02.2020 - 09:00
„Ég skil vel hvernig henni líður og hvernig hún hugsar“
Ný leikgerð af Dagbók Önnu Frank var frumsýnd hjá Freyvangsleikhúsinu í Eyjafirði í kvöld. Leikstjórinn segir að umfjöllun um endalok útrýmingabúðanna í Auschwitz hafi haft miki áhrif á leikhópinn.
21.02.2020 - 20:21
Viðtal
„Nánast eins og kjaftshögg“
Leikritið Kæra Jelena fjallar um hóp nemenda sem heimsækir kennarann sinn á afmæli hennar. Þau virðast hafa í hyggju að koma henni skemmtilega á óvart en fljótt kemur í ljós að annað hangir á spýtunni. Valur Grettisson rithöfundur segir handritið hafa nánast slegið sig utanundir.
Ösku Stefáns Karls dreift í hafið
Jarðneskum leifum Stefáns Karls Stefánssonar var dreift í hafið á föstudag. Eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Stefán Karl var einn ástsælasti leikari Íslendinga og varð þekktur um allan heim í hlutverki sínu sem Glanni glæpur í sjónvarpsþáttunum um Latabæ. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék Trölla í samnefndum söngleik og tók þátt í uppfærslum á fjölda leikrita hér á landi.
02.09.2018 - 08:18
Leikur á öllum sviðum Borgarleikhússins
Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Í lok September stígur hún á nýja svið Borgarleikhússins í leiksýningunni Dúkkuheimili, annar hluti en það er fyrsta leiksýning hennar í atvinnuleikhúsi eftir útskrift. Núllið hitti Ebbu Katrínu í Borgarleikhúsinu og reddi við hana komandi leikhúsvetur.
31.08.2018 - 16:01
Lærði að vera sexý í listaháskólanum
Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona og rappari var mánudagsgestur í Núllinu. Hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur síðan komið víða við í leiklistarheiminum.
23.07.2018 - 17:13
Gera mynd um samskipti sem ganga ekki upp
Þeir Gunnar Smári Jóhannesson og Jónas Alfreð Birkisson undirbúa tökur á stuttmynd á Vestfjörðum um þessar mundir en þeir skrifa, leikstýra og leika aðalhlutverkin í myndinni.
03.07.2018 - 16:07
Mikið búnar að áreita vini sína
Inga Steinunn Henningsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir og Nikulás Tumi Hlynsson mynda saman sketsahópinn Viðundur. Fyrsti þáttur hópsins verður frumsýndur á morgun, föstudag, í Bíó Paradís.
28.06.2018 - 14:35
Ljóð, leiklist og lifandi tónlist
Draumur á Jónsmessunótt er þema ljóðasýningar í Iðnó í kvöld, fimmtudag, á vegum Rauða skáldahússins.
21.06.2018 - 12:27
Ástin er sjálfsmynd
„Mig langaði til að segja eitthvað nýtt um ástina, en svo hugsaði ég, nei vá, hvílíkur hroki er það Elísabet, það getur bara enginn sagt eitthvað nýtt um ástina. En svo þegar ég sé sýninguna þá er eitthvað nýtt, það er eitthvað sem þau hafa búið til sem er ekkert endilega frá mér,“ segir Elísabet Jökulsdóttir um sýninguna Ahhh... sem leikhópurinn Ratatam frumsýnir á föstudag í Tjarnarbíó.
08.02.2018 - 12:33
Jón Gnarr í hlutverki Sigurjóns Digra
Jón Gnarr, leikari, útvarpsmaður, rithöfundur og fyrrum borgarstjóri, leikur eitt hlutverkanna í söngleiknum Slá í gegn sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í lok febrúar. Jón lék síðast á sviði fyrir fimmtán árum í leikritinu Erling eftir samnefndri norskri kvikmynd.
29.01.2018 - 13:15