Færslur: leikfélag akureyrar

Leikfélag Akureyrar setur upp söngleikinn Chicago
Í janúar 2023 frumsýnir Leikfélag Akureyrar söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu.
25.05.2022 - 16:12
Gagnrýni
Kúreki eða sveitatittur?
„Leikhópurinn er flottur, leikmyndin æðisleg og tónlistin vel gerð en heildarmyndin óslípuð,“ segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, sem rýnir í Skugga-Svein í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.
Viðtal
„Hlær þá bara meira með augunum“
Gamanleikurinn Fullorðin var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í byrjun janúar. Verkið var samið af leikhópnum og þar er fjallað um það hlutskipti okkar að verða fullorðin. Leikarar sýningarinnar segja það dásamlega tilfinningu að standa aftur á sviðinu með áhorfendur í salnum.
18.01.2021 - 13:30
Lestarklefinn
Mögnuð upplifun á Hælinu í Kristnesi
„Þessi upplifun var svo mögnuð að mínu leyti,“ segir Rósa Júlíusdóttir myndlistarkona um sviðslistaverkið Tæringu. „Það var dásamlegt að taka þátt í þessu. Virkilega virkilega vel gert“
29.09.2020 - 15:09
Viðtal
Auðveldara fyrir lítið leikhús að aðlaga sig
Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, segir undirbúning fyrir komandi leikár ganga ágætlega en hafa litast mjög af stöðunni í samfélaginu. Þau séu sífellt að aðlaga sig að veirunni og þeim takmörkunum sem eru í gildi. Hún segir sérstöðu Leikfélags Akureyrar felast í smæðinni og er bjartsýn að geta farið af stað með leikárið nokkurn veginn óbreytt. 
18.08.2020 - 14:22
Menningin
Vaknað til vitundar í samfélagi þöggunnar
Það verður öllu tjaldað til í Samkomuhúsinu á Akureyri á föstudag þegar Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Vorið vaknar. 
30.01.2020 - 10:44
Gagnrýni
Tilþrif, pólitík og úrvals tónlist
Samkomuhúsið á Akureyri umbreyttist í Broadway eina kvöldstund þegar söngleikurinn Kabarett var frumsýndur þar á föstudag. Hlín Agnarsdóttir gagnrýnandi segir sýninguna vel heppnaða. Akureyringar geti vel við unað og hljóti nú að streyma stoltir í leikhúsið sitt.  
Marta Nordal tekur við Leikfélagi Akureyrar
Menningarfélag Akureyrar hefur ráðið Mörtu Nordal í starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar.
05.03.2018 - 13:43
Gagnrýni
Hugmyndarík og fyndin sýning sem ristir dýpra
Hundur í óskilum varpar ljósi á sögu kvenna og kvennabaráttu á Íslandi í leiksýningunni Kvenfólk. Skemmtileg og femínísk sýning sem höfðar til stórs hóps, segir Hlín Agnarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Menningarinnar.
Metnaðarfull sýning sem fer gegn meginstraumi
Núnó og Júnía er nýtt íslensk leikrit fyrir ungmenni úr smiðju Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Verkið er framtíðartryllir í anda Hungurleikanna. Sýningin er „myrk og innihaldsmikil,“ segir gagnrýnandinn Snæbjörn Brynjarsson, sem líkir henni við skáldverkið 1984 eftir George Orwell.
LA vill sambærilega aðstoð og Borgarleikhúsið
Leikfélag Akureyrar ætlar að óska eftir sambærilegu fjárframlagi og lagt er til að Leikfélag Reykjavíkur fái í breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið. Formaður Menningarfélags Akureyrar fagnar því að auknu fjármagni skuli veitt til leiklistar í landinu.
23.12.2016 - 12:12
Menningarvetur - Menningarfélag Akureyrar
Þórgunnur Oddsdóttir kíkti á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og spjallaði við Þorvald Bjarna Þorvaldsson tónlistarstjóra og Jón Pál Eyjólfsson leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar um það sem koma skal í vetur.