Færslur: leikarar

CODA, Campion, Chastain og Smith fengu styttur
Kvikmyndin CODA, sem segir frá því hvernig 17 ára stúlka eltir drauma sína, var valin sú besta á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Jane Campion, Will Smith og Jessica Chastain fara einnig heim með styttur úr stærstu flokkum hátíðarinnar.
Myndskeið
Will Smith sló Chris Rock á Óskarnum
Svo virðist sem leikurunum Will Smith og Chris Rock hafi lent saman á sviðinu þar sem Óskarsverðlaunin voru afhent í gærkvöld. Sá síðarnefndi stóð á sviðinu þegar Smith gekk ákveðnum skrefum í átt til hans og sló hann bylmingshögg í andlitið.
DeBose og Kotsur best í aukahlutverkum
Óskarsverðlaunahátíðin, sú 94. í röðinni stendur nú sem hæst vestur í Hollywood. Kvikmyndin The Power of the Dog er tilnefnd til flestra verðlauna eða tólf. Hátíðahöldin hófust á miðnætti og þegar hefur fjöldi verðlauna verið afhentur. Hvorugt þeirra sem hlutu verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki hefur hreppt hnossið áður.
Hundraða milljóna dala svikamylla leikara hrunin
Bandarískur leikari var í gær dæmdur til tuttugu ára fangavistar fyrir að svíkja hundruð milljóna bandaríkjadala út úr fjárfestum. Leikarinn þóttist hafa gert viðamikla samninga við framleiðslufyrirtæki og tókst þannig að féflétta fjölda fólks.
15.02.2022 - 03:35
Látið sem Ferrell vilji syngja fyrir Íslands hönd
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell virðist halda áfram að sýna áhuga sinn á þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spurt var undir hans nafni á Twitter í kvöld hvort hann mætti syngja fyrir hönd landsins í keppninni í ár. Þarna fer þó ekki leikarinn sjálfur.
Bandaríska leikkonan Betty White er látin
Bandaríska leikkonan Betty White er látin 99 ára að aldri. Hún kom fyrst fram í sjónvarpi árið 1949 og talaði fyrir ein af persónum teiknimyndarinnar Toy Story 4 árið 2019.
31.12.2021 - 22:39
Viðtal
Híað á leikara á götum úti
Fyrstu atvinnuleikarar á Íslandi voru hafðir að háði og spotti og iðullega spurðir við hvað þeir störfuðu í raun. Áttíu ár eru í dag frá því leikarar og sviðslistafólk stofnuðu með sér stéttarfélag. Þegar félagið var stofnað 1941 var ekki búið að stofna atvinnuleikhús, bendir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks á.
Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn
Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann vakti fyrst atygli sem leikari í kvikmynd Jean-Luc Godards À bout de souffle frá árinu 1960.
07.09.2021 - 04:15
Odenkirk að jafna sig á sjúkrahúsi
Heilsa bandaríska leikarans Bobs Odenkirk virðist fara batnandi en hann liggur á sjúkrahúsi eftir að hann hné niður í gær við upptökur á sjónvarpsþáttunum Better Call Saul.
Christopher Plummer er látinn
Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Leikaraferill Plummer spannaði um sjö áratugi og lék hann meðal annars í stórmyndum á borð við The Sound of Music, þar sem hann lék margra barna föðurinn von Trapp. Af síðari kvikyndum hans má nefna kvikmynd Ridleys Scott, All the Money in the World, þar sem hann tók við hlutverki Kevins Spacey með skömmum fyrirvara.
05.02.2021 - 18:51
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Breski leikarinn Ian Holm er látinn
Breski leikarinn Ian Holm lést í dag 88 ára að aldri. Holm fæddist í Essex á Englandi 12. september 1931, af skosku foreldri. Hann hóf ungur feril sinn á leiksviði og lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda.
19.06.2020 - 16:28
Menningarveturinn - Sjálfstæð leikhús
Sólveig Guðmundsdóttir formaður Sjálfstæðu leikhúsanna og Guðmundur Ingi Þorvaldsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós kíktu í Hörpuna til Brynju Þorgeirsdóttur að ræða allt sem er framundan í grasrót íslensku leiklistarinnar.