Færslur: Leigumarkaður

Myndskeið
Ósammála um nálgun VR í húsnæðismálum
Óhagnaðardrifin verkefni eiga ekki heima innan lífeyrissjóða, að mati Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, stjórnmála- og fjölmiðlafræðings, sem býður sig fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni, sitjandi formanni VR. Hann segir aftur á móti að hugmynd um leiguhúsnæði, sem verið er að þróa innan VR, hagnist bæði leigjendum og þeim sem fjármagni verkefnið.
28.02.2021 - 13:36
Ekki fleiri kaupsamningar síðan frá árinu 2007
Þinglýstir kaupsamningar vegna íbúðakaupa árið 2020 voru 14% fleiri en árið 2019, 12.072 talsins. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna fleiri kaupsaminga á einu ári, þegar þeir voru 12.650. Velta á fasteignamarkaði var þó 6% meiri á árinu 2020 en 2007 og því er nýliðið ár metár í veltu.
Spegillinn
Ekki fasteignasala að skipta sér af óleyfisbúsetu
Í nýrri skýrslu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er lagt til að fólki verði leyft að skrá aðsetur í atvinnuhúsnæði. Fasteignasali sem selur og leigir meðal annars íbúðir í atvinnuhúsnæði telur að það væri skref í rétta átt. Staða fólks sem leigir atvinnuhúsnæði sé oft erfið.
Leigufélagið Bríet byggir á Seyðisfirði
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu sex íbúða á Seyðisfirði á vegum Leigufélagsins Bríetar. Ráðherra segir að vegna tilkomu þess félags sé nú hægt að bregðast hratt við og byggja íbúðir á Seyðisfirði í samstarfi við sveitarfélagið Múlaþing.
Bætt samningsstaða leigjenda og leiguverð lækkar áfram
Fólki á leigumarkaði fækkaði á nýliðnu ári en framboð íbúða jókst. Með minni eftirspurn og auknu framboði lækkaði leiguverð og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að leiguverð haldi áfram að lækka á þessu ári.
28.01.2021 - 13:54
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Fjárhagsstaða leigjenda versnar
Leigjendum hefur fækkað eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út og fleiri búa nú í foreldrahúsum. Fjárhagur leigjenda versnar en fjárhagur þeirra sem búa í eigin húsnæði batnar.
Mikið líf á fasteignamarkaði
Mikið líf er á fasteignamarkaði og meðalsölutími er stuttur. Dýrari eignir seljast hraðar en áður og um 30% færri íbúðir eru til sölu nú, en í byrjun sumarsins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október.
Fækkun ferðamanna heldur leiguverði í skefjum
Mjög hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Í nýjustu Hagsjá Landsbankans er fjallað um það hvernig fækkun ferðamanna hefur aukið framboð af íbúðum á almennum leigumarkaði og minnkað þrýsting á leiguverð.
28.09.2020 - 12:08
Ekki þarf greiðslumat til að lækka afborganir
Íbúðaeigendur sem hyggjast endurfjármagna eldri húsnæðislán til að lækka greiðslubyrði sína þurfa ekki að fara í greiðslumat.
Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
„Afstaða Reita hefur verið sú að lækka ekki leigu“
Reitir, stærsta leigufélag landsins, ætlar ekki að lækka húsaleigu hjá viðskiptavinum sínum, að minnsta kosti ekki í bili. Forstjóri Reita segir að margir hafi þó óskað eftir að leigan verði lækkuð. Félagið hefur boðist til að fresta leigugreiðslum hjá fyrirtækjum sem hafa lent í fjárhagslegum vandræðum.
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
Tíu borgir óska aðstoðar ESB vegna Airbnb
Yfirvöld í tíu borgum í Evrópu krefjast þess að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að stemma stigu við útleigu húsnæðis í gegnum vefinn Airbnb. Slíkt valdi hækkun á leiguverði sem geri það að verkum að íbúar hafi ekki lengur efni á íbúðum.
20.06.2019 - 23:00
Leigan lækkar ekki nema lánakjör breytist
Almenna leigufélagið sem leigir út 1200 íbúðir ætlar að bjóða leigjendum að leigja til langs tíma eða allt að sjö ára og verður leigan tengd neysluverðsvísitölu. María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrst og fremst sé með þessu verið að bjóða búsetuöryggi en að leigan muni ekki lækka. Hún vonar að þessi leið laði að langtímafjárfesta sem bjóði betri lánakjör. Það geti skapað grundvöll til lækkunar leigu.
19.03.2019 - 09:14
Myndskeið
Segir orð Ragnars Þórs byggð á misskilningi
Málflutningur formanns VR er ómakleg árás og að miklu leyti byggður á misskilningi. Þetta segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. 
18.02.2019 - 22:37
Fjölbreyttur húsnæðismarkaður markmiðið
„Ég held að þetta sé stórt framfaraskref, nái þessar tillögur að ganga í gegn,“ segir Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðsdeildar hjá Íbúðalánasjóði um tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum. Hópurinn skilaði 40 tillögum á þriðjudag og snúa sex þeirra að leigumarkaði. „Það er ekki verið að leggja meiri áherslu á leigumarkað en á möguleika til að kaupa, heldur að auka á valið milli þess að leigja eða kaupa.“
24.01.2019 - 16:21
„Nöturleg skilaboð til leigjenda á Íslandi“
Stjórn Neytendasamtakanna lýsir furðu sinni á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Í ályktun stjórnarinnar er áhyggjum lýst af stöðu leigjendamála hér á landi.
23.01.2019 - 22:00
Vilja auka hlut óhagnaðardrifinna leigufélaga
Húsnæðissamvinnufélagið Búfesti á Akureyri áformar að reisa 150 íbúðir á Norðurlandi næstu fjögur árin. Félagið hyggst sjálft standa að innflutningi húsanna en fulltrúi þess segir að gallaðar íslenskar byggingareglur tefji fyrir.
31.10.2018 - 22:20
Viðtal
Þak á leiguverð til skoðunar
Þak á leiguverð íbúðarhúsnæðis er meðal þess sem stjórnvöld eru að skoða til að bregðast við vanda leigjenda. Margrét Kristín Blöndal, nýr formaður Leigjendasamtakanna, hefur velt þessari hugmynd upp. Rætt var við Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, í sjónvarpsfréttum í kvöld og sagði hann að verið væri að skoða ýmsar leiðir, þar á meðal þessa.
30.10.2018 - 21:02
Viðtal
Sveitarfélög þurfi að bregðast við leiguverði
Neyðarástand ríkir á leigumarkaði, að sögn Margrétar Kristínar Blöndal, nýkjörins formanns Leigjendasamtakanna. Hún var gestur í Silfrinu í morgun og kallaði þar eftir því að sveitarfélög grípi til aðgerða til aðstoðar þeim sem hafa varla efni á húsnæði. Margrét hefur sjálf verið á leigumarkaði meira og minna frá sautján ára aldri. Hún telur ástandið á leigumarkaði hafa versnað undanfarin ár.
30.09.2018 - 13:47
Húsaleiga hækkar - árshækkun 8,8%
Húsaleiga hækkað frá júlí til ágúst samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Vísitala leiguverðs hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 2,9% í ágúst.
19.09.2018 - 15:44
Leiguverð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 45%
Meðalleiga á atvinnuhúsnæði hefur hækkað að meðaltali um 45 prósent milli áranna 2012 og 2017, samkvæmt ársreikningum þriggja stærstu fasteignafélaganna. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans. Ef áætluð meðalleiga á fermetra eftir atvinnurekstri er skoðuð er leiga á hótelrýmum hæst hjá öllum félögunum.
31.08.2018 - 10:23
Bjarg skilar lóð undir 32 íbúðir í Hafnarfirði
Íbúðafélagið Bjarg hefur skilað lóð undir þrjátíu og tvær íbúðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði þar sem ekki verður hægt að byggja ódýrar íbúðir á lóðinni og uppfylla jafnframt skilyrði bæjarfélagsins um hús þar. Þegar frumhönnun íbúðanna var lokið kom í ljós að kostnaður við byggingu þeirra yrði meiri en leyfður hámarkskostnaður samkvæmt reglugerð um almennar íbúðir.