Færslur: Leigumarkaður

Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
„Afstaða Reita hefur verið sú að lækka ekki leigu“
Reitir, stærsta leigufélag landsins, ætlar ekki að lækka húsaleigu hjá viðskiptavinum sínum, að minnsta kosti ekki í bili. Forstjóri Reita segir að margir hafi þó óskað eftir að leigan verði lækkuð. Félagið hefur boðist til að fresta leigugreiðslum hjá fyrirtækjum sem hafa lent í fjárhagslegum vandræðum.
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.
Tíu borgir óska aðstoðar ESB vegna Airbnb
Yfirvöld í tíu borgum í Evrópu krefjast þess að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að stemma stigu við útleigu húsnæðis í gegnum vefinn Airbnb. Slíkt valdi hækkun á leiguverði sem geri það að verkum að íbúar hafi ekki lengur efni á íbúðum.
20.06.2019 - 23:00
Leigan lækkar ekki nema lánakjör breytist
Almenna leigufélagið sem leigir út 1200 íbúðir ætlar að bjóða leigjendum að leigja til langs tíma eða allt að sjö ára og verður leigan tengd neysluverðsvísitölu. María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrst og fremst sé með þessu verið að bjóða búsetuöryggi en að leigan muni ekki lækka. Hún vonar að þessi leið laði að langtímafjárfesta sem bjóði betri lánakjör. Það geti skapað grundvöll til lækkunar leigu.
19.03.2019 - 09:14
Myndskeið
Segir orð Ragnars Þórs byggð á misskilningi
Málflutningur formanns VR er ómakleg árás og að miklu leyti byggður á misskilningi. Þetta segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. 
18.02.2019 - 22:37
Fjölbreyttur húsnæðismarkaður markmiðið
„Ég held að þetta sé stórt framfaraskref, nái þessar tillögur að ganga í gegn,“ segir Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðsdeildar hjá Íbúðalánasjóði um tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum. Hópurinn skilaði 40 tillögum á þriðjudag og snúa sex þeirra að leigumarkaði. „Það er ekki verið að leggja meiri áherslu á leigumarkað en á möguleika til að kaupa, heldur að auka á valið milli þess að leigja eða kaupa.“
24.01.2019 - 16:21
„Nöturleg skilaboð til leigjenda á Íslandi“
Stjórn Neytendasamtakanna lýsir furðu sinni á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Í ályktun stjórnarinnar er áhyggjum lýst af stöðu leigjendamála hér á landi.
23.01.2019 - 22:00
Vilja auka hlut óhagnaðardrifinna leigufélaga
Húsnæðissamvinnufélagið Búfesti á Akureyri áformar að reisa 150 íbúðir á Norðurlandi næstu fjögur árin. Félagið hyggst sjálft standa að innflutningi húsanna en fulltrúi þess segir að gallaðar íslenskar byggingareglur tefji fyrir.
31.10.2018 - 22:20
Viðtal
Þak á leiguverð til skoðunar
Þak á leiguverð íbúðarhúsnæðis er meðal þess sem stjórnvöld eru að skoða til að bregðast við vanda leigjenda. Margrét Kristín Blöndal, nýr formaður Leigjendasamtakanna, hefur velt þessari hugmynd upp. Rætt var við Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, í sjónvarpsfréttum í kvöld og sagði hann að verið væri að skoða ýmsar leiðir, þar á meðal þessa.
30.10.2018 - 21:02
Viðtal
Sveitarfélög þurfi að bregðast við leiguverði
Neyðarástand ríkir á leigumarkaði, að sögn Margrétar Kristínar Blöndal, nýkjörins formanns Leigjendasamtakanna. Hún var gestur í Silfrinu í morgun og kallaði þar eftir því að sveitarfélög grípi til aðgerða til aðstoðar þeim sem hafa varla efni á húsnæði. Margrét hefur sjálf verið á leigumarkaði meira og minna frá sautján ára aldri. Hún telur ástandið á leigumarkaði hafa versnað undanfarin ár.
30.09.2018 - 13:47
Húsaleiga hækkar - árshækkun 8,8%
Húsaleiga hækkað frá júlí til ágúst samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Vísitala leiguverðs hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 2,9% í ágúst.
19.09.2018 - 15:44
Leiguverð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 45%
Meðalleiga á atvinnuhúsnæði hefur hækkað að meðaltali um 45 prósent milli áranna 2012 og 2017, samkvæmt ársreikningum þriggja stærstu fasteignafélaganna. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans. Ef áætluð meðalleiga á fermetra eftir atvinnurekstri er skoðuð er leiga á hótelrýmum hæst hjá öllum félögunum.
31.08.2018 - 10:23
Bjarg skilar lóð undir 32 íbúðir í Hafnarfirði
Íbúðafélagið Bjarg hefur skilað lóð undir þrjátíu og tvær íbúðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði þar sem ekki verður hægt að byggja ódýrar íbúðir á lóðinni og uppfylla jafnframt skilyrði bæjarfélagsins um hús þar. Þegar frumhönnun íbúðanna var lokið kom í ljós að kostnaður við byggingu þeirra yrði meiri en leyfður hámarkskostnaður samkvæmt reglugerð um almennar íbúðir.
ÍLS skoðar Heimavelli eftir skráningu á markað
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við útlán Íbúðalánasjóðs til óhagnaðardrifinna leigufélaga vegna þess að þau hafi í raun verið rekin í hagnaðarskyni. Aðstoðarforstjóri sjóðsins vill að reglum um lánin verði breytt og hefur beðið ráðherra að endurskoða þær. Félagið Heimavellir eru til sérstakrar skoðunar hjá sjóðnum eftir skráningu þess á markað.
07.06.2018 - 18:50
Óþolandi að upplifa svona mikinn aflsmun
Mörg dæmi eru um að fólk hætti við að sækja rétt sinn af ótta við að styggja leigusala sinn, segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hún segir að það halli mjög á leigjendur, sérstaklega sé mikill aflsmunur á leigufélagi og leigjanda. Hún segir stundum óþolandi að sjá hversu mikill sá aflsmunur sé. Fólki hafi verið gert að greiða ýmis gjöld ofan á leigu sem sum hver hafi verið úrskurðuð ólögleg af kærunefnd sem sér um mál sem snúa að húsaleigu.
07.05.2018 - 08:17
Gjöld leigufélaga kalli á endurskoðun laga
Þörf er á að endurskoða lög um húsaleigu þar sem þau ná ekki nægilega vel utan um starfsemi stóru leigufélaganna. Þetta segir Ása Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í samningarétti.
03.05.2018 - 15:08
Formaður VR segir húsaleiguhækkun fjárkúgun
Formaður VR segir tíma til kominn að verkalýðshreyfingin standi í lappirnar gagnvart því sem hann kallar ofbeldi leigufélaganna. Húsaleiga hefur hækkað um 50 til 70% á tveimur árum samkvæmt dæmum sem VR hefur safnað hjá fólki á leigumarkaði. 
30.04.2018 - 22:39
Fyrstu íbúðirnar fljótlega auglýstar til leigu
Á næstu vikum verða fyrstu íbúðir í nýjum verkamannabústöðum auglýstar til leigu. Varaformaður íbúðafélagsins segir að verði umsóknirnar margar gæti þurft að draga um það hverjir fá úthlutað leiguíbúð.
25.02.2018 - 12:25
Leiguverð hækkaði um 14 prósent
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæp 14 prósent á undanförnum 12 mánuðum og um tæp fimm prósent á síðustu þremur mánuðum. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
24.10.2017 - 13:53
Óhagstæðara en áður að leigja út íbúðarhúsnæði
Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var í morgun, er fjallað um ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis. Þar segir að ávöxtun af útleigu tveggja til þriggja herbergja íbúða í Reykjavík sé um 6%, lægri en víða annarsstaðar á landinu. Þar er bent á að ávöxtunin sé lág og fari lækkandi.
22.08.2017 - 09:30
Meiri samþjöppun gæti skaðað leigjendur
Aukin samþjöppun sérhæfðra leigufélaga gæti leitt til minnkandi samkeppni á húsaleigumarkaði og orðið leigjendum til tjóns, að mati Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um samruna Almenna leigufélagsins og BK eigna. Hann einn og sér þykir ekki hafa mikil áhrif á markaði. En hröð og mikil samþjöppun á leigumarkaði vekur athygli, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
28.03.2017 - 17:16
Húsnæðisskortur meðal námsmanna
Aldrei hafa fleiri verið á biðlista eftir íbúð á Stúdentagörðum en nú. Umsækjendur voru um 2.300 og eftir úthlutun eru um 1.160 á biðlista. Frá haustinu 2005 hefur námsmönnum á biðlista eftir stúdentaíbúð fjölgað um rúmlega 700.
16.08.2016 - 13:17
Kreppa á leigumarkaði vegna Airbnb
Það verður erfiðara og erfiðara að leigja leiguhúsnæði til langtíma í borgum vegna tilkomu skammtímaleigna á borð við Airbnb. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Lauren Comiteau á vef Breska ríkisútvarpsins.
12.08.2016 - 16:51