Færslur: Leigufélög

Sjónvarpsfrétt
2,6 milljarðar í íbúðir fyrir efnaminni
2,6 milljörðum króna var í dag úthlutað til húsnæðisuppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. Eftirspurnin er langt umfram framboð og stendur vilji til að fjölga íbúðum enn frekar.
1400 á biðlista hjá Bjargi eftir hagkvæmri leigu
Rúmlega 1400 eru á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi íbúðafélagi. Þrátt fyrir hraða uppbyggingu síðustu ár lengist listinn þar sem þörfin fyrir hagstætt húsnæði var og er mikil. Framkvæmdastjóri Bjargs segir sífellt fleiri sveitarfélög sækjast eftir samstarfi.
07.01.2022 - 16:03
Bætt húsnæðisöryggi fyrir um 10.000 manns
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á gamlársdag lokaúthlutun sína á stofnframlögum til byggingar og kaupa á hagkvæmum íbúðum. Heildarúthlutun stofnunarinnar árið 2021 var 2,7 milljarðar króna.
Heimstaden hyggst ekki stórlækka verð að fordæmi Bjargs
Leigufélagið Heimstaden hyggst ekki taka áskorun varaformanns Íbúðafélagsins Bjargs um að stórlækka leiguna. Framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi segir að félagið hafi ekki kost á að endurfjármagna öll lán sín með sama hætti og Bjarg. Leiguverð ráðist fyrst og fremst af framboði og eftirspurn. 
22.07.2021 - 16:23