Færslur: Leigubílar

BSO verður um kyrrt fram í maí
Bifreiðastöð Oddeyrar, betur þekkt sem BSO, verður áfram til húsa við Strandgötu í miðbæ Akureyrar líkt og síðustu 66 ár. Bæjarráð Akureyrar veitti í gær framlengingu á stöðuleyfi til 31. maí á næsta ári.
15.09.2022 - 16:04
Samráð við leigubílstjóra í skötulíki
Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama gagnrýnir stjórnvöld fyrir sýndarsamráð vegna frumvarps um leigubifreiðaakstur. Drög að frumvarpinu hafi ekki verið unnin í samráði við bílstjóra eða hagsmunasamtök þeirra né farþega sem þekki markaðinn af eigin reynslu.
Skutl SUS-ara á gráu svæði
Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hyggst bjóða fólki upp á skutl úr miðbæ Reykjavíkur í kvöld og í nótt, endurgjaldslaust. Að sögn lögreglu er þetta framtak á gráu svæði lagalega séð.
11.06.2022 - 18:20
Hundrað leyfi til viðbótar fyrir leigubíla
Innviðaráðuneytið hyggst fjölga leyfum til aksturs leigubíla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum úr 580 í 680 til að mæta eftirspurn eftir leigubílaþjónustu á svæðinu. Formaður Frama, félags leigubílstjóra, segir að frekar sé þörf á fleiri bílstjórum en fleiri leyfum.
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Leigubílstjórar á Akureyri ósáttir — gert að rífa BSO
Leigubílstjórar á Akureyri eru allt annað en sáttir við að þurfa að yfirgefa núverandi húsnæði á Akureyri. Hús bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri, sem var reist fyrir rúmum 60 árum þarf að víkja fyrir 1. apríl á næsta ári vegna breytinga á deiliskipulagi.
07.09.2021 - 13:13