Færslur: Leigubílamarkaður

Telja „undirróðursstarfsemi“ Uber hafa áhrif á ráðamenn
Tvö félög leigubílstjóra fara hörðum orðum um fyrirhugað frumvarp innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Félögin segja að breytingarnar muni gera út af við leigubílaakstur með því að bjóða heim ójafnri samkeppni. Þá sé líklegt að íslenskir ráðamenn séu undir áhrifum undirróðursstarfsemi Uber, á sama hátt og ráðamenn í öðrum Evrópuríkjum.
03.08.2022 - 12:46
Lögregla hafði ekki afskipti af skutlþjónustu SUS-ara
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki afskipti af skutlþjónustu sem Samband ungra Sjálfstæðismanna stóð fyrir í gærkvöldi og fram á nótt. Elín Agnes Eyde Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í gær að framtak SUS-ara væri á gráu svæði.
Sigurður Ingi fjölgar leigubílaleyfum um hundrað
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur á hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Er þessu ætlað að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubifreiðamarkaði.
27.05.2022 - 15:28
Hundrað leyfi til viðbótar fyrir leigubíla
Innviðaráðuneytið hyggst fjölga leyfum til aksturs leigubíla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum úr 580 í 680 til að mæta eftirspurn eftir leigubílaþjónustu á svæðinu. Formaður Frama, félags leigubílstjóra, segir að frekar sé þörf á fleiri bílstjórum en fleiri leyfum.
Uber og Lyft stofna málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra
Leigubílstjórar gætu átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir að að aka þunguðum konum í Texas til stofnana sem annast þungunarrof. Því hafa leigubílafyrirtæki stofnað málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra sína.
Myndskeið
BSO víkur fyrir nýju miðbæjarskipulagi á Akureyri
Sextíu og fimm ára gömul leigubílastöð BSO í miðbæ Akureyrar þarf að víkja fyrir nýju miðbæjarskipulagi. Bílstjórarnir vilja vera áfram í miðbænum en óvíst er hvað verður um þetta sögufræga hús.
06.04.2021 - 22:30
ESA áminnir Ísland vegna leigubílalöggjafar
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, tók í dag fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi fyrir að virða ekki EES reglur um staðfesturétt á leigubílamarkaði með því að senda samgönguráðuneytinu áminningu. Þar kemst ESA að þeirri niðurstöðu að löggjöf um leigubíla á Íslandi feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóti því í bága við EES samninginn.
20.01.2021 - 17:22