Færslur: Leigubílamarkaður

Myndskeið
BSO víkur fyrir nýju miðbæjarskipulagi á Akureyri
Sextíu og fimm ára gömul leigubílastöð BSO í miðbæ Akureyrar þarf að víkja fyrir nýju miðbæjarskipulagi. Bílstjórarnir vilja vera áfram í miðbænum en óvíst er hvað verður um þetta sögufræga hús.
06.04.2021 - 22:30
ESA áminnir Ísland vegna leigubílalöggjafar
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, tók í dag fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi fyrir að virða ekki EES reglur um staðfesturétt á leigubílamarkaði með því að senda samgönguráðuneytinu áminningu. Þar kemst ESA að þeirri niðurstöðu að löggjöf um leigubíla á Íslandi feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóti því í bága við EES samninginn.
20.01.2021 - 17:22