Færslur: Leiðtogafundur

Fjölmiðlaflóð á leiðtogafundi NATO
Um tvö þúsund fréttamenn eru skráðir til viðveru á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst formlega í morgun.
29.06.2022 - 16:37
Sjónvarpsfrétt
Túlkur Gorbachevs kemur aftur í Höfða eftir 36 ár
Pavel Palazhcenko var túlkur fyrir Mikhail Gorbachev, aðalritara Sovétríkjanna sálugu, þegar Gorbachev kom til fundar við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta í Reykjavík árið 1986. Palazhcenko var hér á landi nýlega, á ráðstefnu um afvopnunarmál, en leiðtogafundurinn snérist einmitt um slík málefni. Hann segir fund leiðtoganna hafa einkennst af góðum vilja, jafnvel þótt árangurinn af fundinum hefði ekki komið í ljós fyrr en síðar.
22.05.2022 - 19:30
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands ætla að hittast á fjarfundi í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Innrásin í Úkraínu verður ofarlega á baugi í samtali þeirra.
Segja áríðandi að samkeppni ríkjanna valdi ekki ófriði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir áríðandi að tryggja að samkeppni við Kína komi ekki af stað ófriði. Þetta er meðal þess sem hann sagði á stafrænum fundi hans og Xi Jinping forseta Kína sem hófst í dag.
Tilkynning G20 um loftslagsvánna skortir aðgerðir
Leiðtogar helstu iðnríkja heims segjast enn stefna að því að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum á selsíus og fara þá alls ekki yfir eina komma fimm gráður. Fréttastofa Reuters greinir frá því að fyrstu drög að sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna segi þó lítið um raunverulegar aðgerðir í málaflokknum.
30.10.2021 - 18:50
G20: Ræða loftslagsmál og endurreisn efnahagslífsins
Búist er við að endurreisn efnahags heimsins eftir kórónuveirufaraldurinn og baráttan við loftslagsvána verði helstu umræðuefni leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heimsins nú um helgina. G20 ráðstefnan hefst í Róm höfuðborg Ítalíu í dag.
Viðtal
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Bidens og Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlakkar til fundar, sem hann á við Sergei Lavrov síðar í kvöld. Hann sé undirbúningur fyrir mögulegan leiðtogafund Joe Bidens og Vladimir Pútíns. Blinken segist geta mælt með Íslandi sem fundarstað.
Evrópa og hinn óútreiknanlegi Trump
Óútreiknanlegur Bandaríkjaforseti er orðinn fastur liður í heimspólitíkinni og það var ein ástæðum fyrir væntingum í lágmarki fyrir leiðtogafund G7 landanna.
27.08.2019 - 18:50
Hófleg bjartsýni eftir leiðtogafund
Hófleg bjartsýni og varkárni einkennir viðbrögð við leiðtogafundi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, og samkomulagi þeirra um bætt samskipti og kjarnorkuvopnalausan Kóreuskaga.
Lavrov segir Pútín og Trump ætla að hittast
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ætluðu að hittast en fundartími hefði ekki verið ákveðinn.
30.01.2017 - 17:29