Færslur: Leghálsskimun

Allt í góðum farvegi en hefur skilning á óöryggi kvenna
Hvatningarátak Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hófst í dag, en Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að þátttöku kvenna í krabbameinsskimunum, sem hefur farið minnkandi síðustu ár.
Biðin styttist úr sjö mánuðum í einn
Konur þurfa nú að bíða að jafnaði 29 daga eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún tók um áramótin við skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í janúar var meðalbiðtími eftir niðurstöðu um 220 dagar eða rúmir sjö mánuðir. 
Fá loks svar úr leghálsskimun eftir sjö mánaða bið
Fjögur þúsund konur, sem höfðu beðið í allt að sjö mánuði eftir að fá niðurstöður úr leghálsskimun, fengu svör í dag. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þær konur, sem eitthvað athugavert fannst hjá, hafi þegar verið látnar vita. Hann segir skýringuna vera tæknilega.
Hafa beðið í sjö mánuði eftir viðbrögðum ráðherra
Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segjast engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir síðastliðna sjö mánuði. Skýrsla sem unnin hafi verið að beiðni heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag leghálsskimana, hafi ekki skilað óháðu áliti, segir Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Gera athugasemdir við skýrslu Haraldar
Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, FÍFK, segir það vonbrigði að í skýrslu um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini sé ekki gætt viðhorfs heilbrigðisstarfsfólks. Þá fari Haraldur Briem skýrsluhöfundur með rangt mál um biðtíma eftir niðurstöðum rannsókna.
Yfirfærslan var flóknari en áætlað var
Heilbrigðisyfirvöld hafa aðeins haft heilsufarlega hagsmuni kvenna að leiðarljósi við breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi og  með hvaða hætti væri best hægt að tryggja öryggi þeirra og gæði rannsókna sýna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Yfirfærsla verkefnisins hafi reynst flóknari en áætlað var.
Engin sýni sem send eru út hafa týnst eða eyðilagst
Engin sýni sem send hafa verið til Danmerkur til skimunar fyrir leghálskrabbameini hafa týnst eða eyðilagst. Heilbrigðisráðherra segir að ferlið gangi betur með hverri vikunni sem líður, en þingmaður Viðreisnar segir málið allt einkennast af flani.
Landlæknir meti hvort Landspítali geti skimað
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir að Embætti landlæknis meti hvort áætlun sem Landspítalinn hefur sett fram um rannsókn leghálssýna uppfyllir viðmið. Núna eru sýnin send til Danmerkur til rannsóknar en ráðuneytið óskaði eftir svörum frá Landspítala um hvort hann gæti sinnt rannsóknunum. Spítalinn hefur lagt fram áætlun um kostnað. Hins vegar greinir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann á um hvort unnt sé að uppfylla viðmið um gæði.
Áfram löng bið eftir niðurstöðu úr leghálsskimun
Konur gætu á næstunni þurft að bíða í um átta vikur eftir niðurstöðu úr leghálsskimun, samkvæmt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Biðin styttist þá umtalsvert. Fréttastofa veit dæmi þess að konur sem voru skimaðar í janúar hafi beðið eftir niðurstöðu í um 14 vikur.
Myndskeið
Þrefalt dýrara að rannsaka leghálssýni hér á landi
Þrefalt dýrara er að rannsaka leghálssýni á Landspítalanum en í Danmörku. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort leghálsskimun verði færð af danski rannsóknarstofu til Landspítalans. Bið eftir niðurstöðu rannsókna er 8-10 vikur en heilsugæslan vonast til að biðin styttist í fjórar vikur um mánaðamótin.
Landspítalinn getur greint leghálssýni
Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Spítalinn skilaði ráðuneytinu greinargerð í fyrrakvöld. Ráðuneytið hyggst óska eftir frekari upplýsingum frá spítalanum varðandi málið. 
Sex konur vilja skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu
Enn bætist í hóp þeirra kvenna sem leita réttar síns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Farið hefur verið fram á skaðabætur í málum sex kvenna, bótaskylda í máli einnar hefur verið viðurkennd  og unnið er að fleiri slíkum kröfum.
Ráðuneyti óskar svara Landspítala um leghálsskimun
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítali staðfesti vilja sinn til að annast greiningu leghálssýna og geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til þannig að starfsemin uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni.
Viðtal
Geta greint leghálssýni en hafa ekki verið beðin um það
Meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hefur verið óskað eftir því. Þetta segir yfirlæknir Meinafræðideildar. Biðtími eftir niðurstöðu rannsókna á sýnum sé styttri hjá deildinni en annars staðar á Norðurlöndum. „Synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi,“ segir yfirlæknirinn.
Vilja skýrslu frá ráðherra um leghálsskimanir
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og 25 aðrir þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna nema Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni á Alþingi um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.
Ráðherra segir leghálsskimanir ganga betur í nýju kerfi
Heilbrigðisráðherra vill fullvissa konur sem beðið hafa mánuðum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun um að þjónustan verði betri í nýju kerfi. Hún segir innviði ekki til staðar til að greina sýni hér. 
Ytra og innra eftirlit hefði mátt vera virkara
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefði getað notað ákveðinn hluta innra gæðaeftirlits síns betur. Þá hefði virkara eftirlit Landlæknisembættisins mögulega haft jákvæð áhrif á gæða- og umbótastarf hjá Leitarstöðinni.
Myndskeið
Biðst afsökunar á töfum en segir ekki breytinga þörf
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðst afsökunar á því að flutningur leghálsskimana hafi ekki gengið nógu hratt fyrir sig. Hann segir ekki tilefni til að breyta því að sýni séu send greiningar í Danmörku þrátt fyrir gagnrýni frá læknastéttinni.
22.02.2021 - 19:24
Meiri líkur á mistökum þegar sýni eru send út
Anna Margrét Jónsdóttir, formaður félags rannsóknarlækna segir flutning leghálskimana til heilsugæslunnar illa skipulagða og ekkert samráð hafi átt sér stað utan heilsugæslunnar. Meiri líkur séu á að eitthvað fari úrskeiðis þegar sýnin eru send utan til greiningar.
21.02.2021 - 12:38
Myndskeið
Fyrirkomulag leghálsskimana „aðför að heilsu kvenna“
Varaformaður Læknaráðs Landspítala segir það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar vera aðför að heilsu kvenna. Læknaráð sjái sig knúið til að vekja athygli á því að stórslys sé í uppsiglingu. Þúsund leghálssýni sem tekin voru í janúar og febrúar hafa enn ekki verið send til greiningar í Danmörku.
20.02.2021 - 18:18
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
Aðeins fengist niðurstöður úr 10% sýna
Aðeins hafa fengist niðurstöður úr 10% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur  síðan Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar hefur áhyggjur af þessum seinagangi og fer fram á skýringar hjá Dönum á fundi á  morgun. 
Myndskeið
Kraftur: Tafirnar vekja óhug hjá konum
Tafir við greiningu leghálssýna vekja óhug hjá konum, segir framkvæmdastjóri Krafts. Ekki hafi verið staðið nógu vel að flutningi þjónustunnar til heilsugæslunnar, en heilbrigðisráðherra segir eðlilegt að hann taki tíma.
29.01.2021 - 19:49
Vissi að hún væri með krabbamein en greindist ekki
„Konur eiga að geta treyst því að leghálssýnin séu skoðuð nógu vel,“ segir Hanna Lind Garðarsdóttir, sem greindist með leghálskrabbamein um miðjan nóvember eftir að kvensjúkdómalæknirinn hennar fann sepa í leghálsi sem var sendur til greiningar hjá Landspítalanum. Á sama tíma fann Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ekkert óeðlilegt við leghálssýni úr Hönnu Lind.
Lofar styttri bið og árangursríkari skimun
Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu lofar því að biðtími eftir niðurstöðu úr leghálsskimun styttist og skimunin verði árangursríkari en áður. Konur sem bíða niðurstöðu úr leghálsskimun fái svar innan mánaðar.