Færslur: Leghálsskimanir

Myndskeið
Þrefalt dýrara að rannsaka leghálssýni hér á landi
Þrefalt dýrara er að rannsaka leghálssýni á Landspítalanum en í Danmörku. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort leghálsskimun verði færð af danski rannsóknarstofu til Landspítalans. Bið eftir niðurstöðu rannsókna er 8-10 vikur en heilsugæslan vonast til að biðin styttist í fjórar vikur um mánaðamótin.
Sex konur vilja skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu
Enn bætist í hóp þeirra kvenna sem leita réttar síns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Farið hefur verið fram á skaðabætur í málum sex kvenna, bótaskylda í máli einnar hefur verið viðurkennd  og unnið er að fleiri slíkum kröfum.
Ráðherra afhentar undirskriftir vegna leghálsskimana
Hópur kvenna afhenti heilbrigðisráðherra síðdegis undirskriftir þar sem þess er krafist að greining sýna úr skimun fyrir leghálskrabbameini verði gerð á Íslandi og að öryggi og heilsa kvenna verði tryggð með ábyrgum hætti. Undirskriftirnar voru tæplega 5.500, segir Erna Bjarnadóttir, sem er í forsvari fyrir hópinn.
Ráðuneyti óskar svara Landspítala um leghálsskimun
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítali staðfesti vilja sinn til að annast greiningu leghálssýna og geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til þannig að starfsemin uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni.
Viðtal
Geta greint leghálssýni en hafa ekki verið beðin um það
Meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hefur verið óskað eftir því. Þetta segir yfirlæknir Meinafræðideildar. Biðtími eftir niðurstöðu rannsókna á sýnum sé styttri hjá deildinni en annars staðar á Norðurlöndum. „Synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi,“ segir yfirlæknirinn.
„Það verður að halda betur utan um okkur“
Kona sem verið hefur í reglubundnu eftirliti vegna frumubreytinga í leghálsi segir að heilbrigðiskerfið verði að halda betur utan um konur í þessari stöðu. Önnur kona sem beðið hefur eftir niðurstöðu skimunar síðan í ágúst ber ekki lengur traust til kerfisins og segir að sér finnist brotið á mannréttindum sínum sem konu.
23.02.2021 - 18:55