Færslur: Leghálsskimanir

Breyting á fyrirkomulagi leghálsskimana misfórst
Breyting á skipulagi og framkvæmd leighálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst. Verulega skorti samráð og undirbúning og heilbrigðisráðuneytið brást að mati vinnuhóps Læknafélags Íslands.
Ísland eftirbátur Norðurlandanna í HPV-bólusetningum
Stjórn Félags fæðingar- og kvensjúkdómalækna gagnrýnir að íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið upp bólusetningu drengja við HPV-krabbameinsveirunni eins og nágrannaþjóðirnar. Þá vill félagið að tekin verði upp bólusetning með betra og dýrara lyfi en nú er notað.
26.03.2022 - 12:58
Allt í góðum farvegi en hefur skilning á óöryggi kvenna
Hvatningarátak Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hófst í dag, en Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að þátttöku kvenna í krabbameinsskimunum, sem hefur farið minnkandi síðustu ár.
Leghálssýni tekin á Heilsugæslunni send til Danmerkur
Sýni tekin í skimunum fyrir leghálskrabbameini verða rannsökuð ýmist á Landspítala eða á rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins í Danmörku, þar til samningur ríkisins við danska sjúkrahúsið rennur út um næstu áramót. Flutningur sýnanna úr landi hefur verið harðlega gagnrýndur af bæði sérfræðingum og þjónustuþegum.
Sjónvarpsfrétt
Sýnin til Landspítala — vísbendingar um minni þátttöku
Landspítali tekur við greiningu hluta leghálssýna um mánaðamótin, um sjö mánuðum eftir að undirbúningur þess hófst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöð Krabbameinsskimana segir vísbendingar um að þátttaka í leghálsskimun hafi dvínað á síðasta ári miðað við árin á undan. Síðustu mánuði hafi hún þó batnað.
Biðin styttist úr sjö mánuðum í einn
Konur þurfa nú að bíða að jafnaði 29 daga eftir niðurstöðu úr leghálsskimun. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún tók um áramótin við skimun fyrir krabbameini í leghálsi og í janúar var meðalbiðtími eftir niðurstöðu um 220 dagar eða rúmir sjö mánuðir. 
Fá loks svar úr leghálsskimun eftir sjö mánaða bið
Fjögur þúsund konur, sem höfðu beðið í allt að sjö mánuði eftir að fá niðurstöður úr leghálsskimun, fengu svör í dag. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þær konur, sem eitthvað athugavert fannst hjá, hafi þegar verið látnar vita. Hann segir skýringuna vera tæknilega.
Eiga að fá niðurstöður úr skimunum mjög fljótlega
Konur sem hafa beðið vikum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun ættu að fá niðurstöður á næstu tveimur vikum. Framkvæmdastjóri lækninga segir búið að hafa samband við konur þar sem alvarleg frávik fundust.
Hafa beðið eftir niðurstöðum leghálsskimana í 5 mánuði
Konur sem mættu í skimanir fyrir krabbameini í leghálsi í mars, eru sumar enn að bíða eftir niðurstöðum tæpum fimm mánuðum síðar. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar segjast ætla að nú fari biðtíminn að styttast.
Yfirlæknir krabbameinsskimana hættur
Kristján Oddson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar í Hamraborg, hefur sagt stöðu sinni hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana lausri. Kristján stýrði meðal annars skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi í kjölfar þess að þjónustan var flutt frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar.
Sjónvarpsfrétt
Ekki mistök en hefði mátt undirbúa betur
Heilbrigðisráðherra segir að Covid-faraldurinn hafi gert að verkum að ekki hafi verið nægilega vel staðið að undirbúningi þegar rannsóknarhluti leghálsskimana var fluttur til Danmerkur.
03.07.2021 - 19:25
Ræða flutning rannsókna á leghálssýna til Landspítala
Undanfarnar vikur hafa fulltrúar Landspítala, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisráðuneytis rætt hugsanlegan flutning á rannsókn leghálssýna. Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins mun nú óska eftir samtali við Landspítala að hefja undirbúning á að rannsóknir á leghálssýnum verði fluttar til Landspítalans. Ákvörðunin byggist á því að spítalinn telur sig geta sinnt rannsóknunum auk þess að verið er að koma til móts við athugasemdir fagaðila og almennings.
Rannsóknir vegna leghálsskimana verða fluttar heim
Tuttugu og fimm mál vegna leghálsskimana hafa borist umboðsmanni Alþingis. Hann tekur málið alvarlega. Varaformaður læknaráðs Landspítalans fagnar því að færa eigi rannsóknir vegna leghálsskimana aftur til Íslands. Heilbrigðisráðherra segir málið til skoðunar. 
30.06.2021 - 17:09
Segir raunhæft að Landspítali taki við rannsóknum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir raunhæft að Landspítalinn taki að sér rannsóknarhluta leghálsskimana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá í morgun að slík tilfærsla væri í undirbúningi í ráðuneytinu.
Morgunútvarpið
Til skoðunar að færa leghálssýnarannsóknir aftur heim
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu að flytja rannsóknarhluta leghálsskimana aftur heim til Landspítalans. Slík tilfærsla krefjist þó mikils undirbúnings.
Íslenskar konur eigi betra skilið í heilbrigðismálum
„Íslenskar konur eiga mun betra skilið þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir í pistli sínum „Réttindi kvenna og kynfæri þeirra“ sem birtist á Vísi.is í dag.
Hafa beðið í sjö mánuði eftir viðbrögðum ráðherra
Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segjast engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir síðastliðna sjö mánuði. Skýrsla sem unnin hafi verið að beiðni heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag leghálsskimana, hafi ekki skilað óháðu áliti, segir Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Yfirfærslan var flóknari en áætlað var
Heilbrigðisyfirvöld hafa aðeins haft heilsufarlega hagsmuni kvenna að leiðarljósi við breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi og  með hvaða hætti væri best hægt að tryggja öryggi þeirra og gæði rannsókna sýna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Yfirfærsla verkefnisins hafi reynst flóknari en áætlað var.
Myndskeið
„Ráðherra ber ábyrgð á hættulegu ástandi“
Sérfræðiþekking var virt að vettugi þegar ákveðið var að ráðast í breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta segir varaformaður læknaráðs Landspítala. Hann segir að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendum heilbrigðiskerfisins.
Benda á rangfærslur í skýrslu heilbrigðisráðherra
Öllum mátti vera ljóst að breytingar á rannsóknum á leghálssýnum úr skimunum við krabbameini kölluðu á endurforritun hugbúnaðarkerfa, skimunarskrár auk umfangsmikillar upplýsingagjafar til kvenna og sérfræðilækna. Þetta kemur fram í athugasemdum Krabbameinsfélag Íslands við nýbirta skýrslu Haraldar Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknis, um ákvörðun heilbrigðisráðherra um að flytja leghálssýni úr krabbameinskimunum úr landi til greiningar.
Myndskeið
Segja við óljós svör Landspítala að sakast
Óljós svör Landspítala um hvort hann gæti tekið að sér greiningar á leghálssýnum gerðu það að verkum að samið var um þær við danskt sjúkrahús. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Yfirlæknir meinafræðideildar Landspítala segir þetta rangtúlkun, ekki hafi verið farið fram á það við spítalann að hann sinnti þessu verkefni.
LSH óskaði ekki eftir að taka að sér greiningu sýna
Landspítalinn óskaði í upphafi ekki eftir því að taka að sér frumurannsóknir frá leghálssýnum í tengslum við krabbameinsskimanir og taldi yfirlæknir á meinafræðideild spítalans að slík starfsemi væri nokkuð frábrugðin starfi deildarinnar, krefðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar.
11.06.2021 - 15:10
Myndskeið
Of stuttur tími og mörg flækjustig
Landlæknir segir að mörg flækjustig hafi komið upp við breytingar á skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi og að of lítill tími hafi verið til stefnu. Það sé áhyggjuefni að konur hiki við að fara í skimun. 
Sjálftökupróf eru framtíðin í leghálsskimun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stefnir að því að bjóða konum sjálftökupróf til að skima fyrir HPV-veirunni í leghálsi. Í lok árs eiga sjálftökupróf að verða valmöguleiki samhliða hefðbundnum skimunum, til dæmis fyrir konur sem vilja ekki eða geta ekki vegna búsetu, farið í leghálsskimun. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að í framtíðinni taki sjálftökupróf alfarið við af hefðbundnum leghálsskimunum. 
Segir óskiljanlegt að Haraldur Briem teljist óháður
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar, gagnrýnir harðlega að Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hafi verið skipaður til að vinna skýrslu um skimanir fyrir leghálskrabbameini. Hún fær ekki séð að hann geti talist óháður í málinu og segir ekkert samráð hafa átt sér stað um skipunina.
10.05.2021 - 18:18