Færslur: Leghálskrabbamein

Breyting á fyrirkomulagi leghálsskimana misfórst
Breyting á skipulagi og framkvæmd leighálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst. Verulega skorti samráð og undirbúning og heilbrigðisráðuneytið brást að mati vinnuhóps Læknafélags Íslands.
Leghálssýni tekin á Heilsugæslunni send til Danmerkur
Sýni tekin í skimunum fyrir leghálskrabbameini verða rannsökuð ýmist á Landspítala eða á rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins í Danmörku, þar til samningur ríkisins við danska sjúkrahúsið rennur út um næstu áramót. Flutningur sýnanna úr landi hefur verið harðlega gagnrýndur af bæði sérfræðingum og þjónustuþegum.
Tugir milljóna í bætur vegna mistaka við leghálsskimun
Krabbameinsfélagið greiðir tugi milljóna króna í bætur til konu, sem fékk ranga greiningu á leghálssýni vegna mistaka við skimun hjá félaginu. Konan er með ólæknandi og banvænt krabbamein, sem hefði verið hægt að bregðast við ef það hefði uppgötvast fyrr.
Fá loks svar úr leghálsskimun eftir sjö mánaða bið
Fjögur þúsund konur, sem höfðu beðið í allt að sjö mánuði eftir að fá niðurstöður úr leghálsskimun, fengu svör í dag. Yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana segir að þær konur, sem eitthvað athugavert fannst hjá, hafi þegar verið látnar vita. Hann segir skýringuna vera tæknilega.
Eiga að fá niðurstöður úr skimunum mjög fljótlega
Konur sem hafa beðið vikum saman eftir niðurstöðu úr leghálsskimun ættu að fá niðurstöður á næstu tveimur vikum. Framkvæmdastjóri lækninga segir búið að hafa samband við konur þar sem alvarleg frávik fundust.
Hafa beðið eftir niðurstöðum leghálsskimana í 5 mánuði
Konur sem mættu í skimanir fyrir krabbameini í leghálsi í mars, eru sumar enn að bíða eftir niðurstöðum tæpum fimm mánuðum síðar. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar segjast ætla að nú fari biðtíminn að styttast.
Málshöfðun vegna óleyfilegrar nýtingar krabbameinsfruma
Afkomendur Henriettu Lacks tilkynntu í dag að þeir hygðust höfða mál á hendur lyfjarisunum sem högnuðust á því að nota frumur úr líkama hennar áratugum saman til vísindarannsókna. 
Ræða flutning rannsókna á leghálssýna til Landspítala
Undanfarnar vikur hafa fulltrúar Landspítala, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisráðuneytis rætt hugsanlegan flutning á rannsókn leghálssýna. Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins mun nú óska eftir samtali við Landspítala að hefja undirbúning á að rannsóknir á leghálssýnum verði fluttar til Landspítalans. Ákvörðunin byggist á því að spítalinn telur sig geta sinnt rannsóknunum auk þess að verið er að koma til móts við athugasemdir fagaðila og almennings.
Gera athugasemdir við skýrslu Haraldar
Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, FÍFK, segir það vonbrigði að í skýrslu um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini sé ekki gætt viðhorfs heilbrigðisstarfsfólks. Þá fari Haraldur Briem skýrsluhöfundur með rangt mál um biðtíma eftir niðurstöðum rannsókna.
„Þetta á að vera í lagi og við eigum að geta treyst“
Kona sem fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í lok nóvember í fyrra hefur ekki enn fengið niðurstöður sýnatökunnar, en sýni hennar týndist og hún þurfti að fara aftur. Hún segir að nóg sé komið af því að leita blóraböggla, kominn sé tími til að byggja upp traust kvenna til skimana á nýjan leik.
Myndskeið
„Ráðherra ber ábyrgð á hættulegu ástandi“
Sérfræðiþekking var virt að vettugi þegar ákveðið var að ráðast í breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta segir varaformaður læknaráðs Landspítala. Hann segir að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendum heilbrigðiskerfisins.
Myndskeið
Segja við óljós svör Landspítala að sakast
Óljós svör Landspítala um hvort hann gæti tekið að sér greiningar á leghálssýnum gerðu það að verkum að samið var um þær við danskt sjúkrahús. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Yfirlæknir meinafræðideildar Landspítala segir þetta rangtúlkun, ekki hafi verið farið fram á það við spítalann að hann sinnti þessu verkefni.
Sjálftökupróf eru framtíðin í leghálsskimun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stefnir að því að bjóða konum sjálftökupróf til að skima fyrir HPV-veirunni í leghálsi. Í lok árs eiga sjálftökupróf að verða valmöguleiki samhliða hefðbundnum skimunum, til dæmis fyrir konur sem vilja ekki eða geta ekki vegna búsetu, farið í leghálsskimun. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að í framtíðinni taki sjálftökupróf alfarið við af hefðbundnum leghálsskimunum. 
Engin sýni sem send eru út hafa týnst eða eyðilagst
Engin sýni sem send hafa verið til Danmerkur til skimunar fyrir leghálskrabbameini hafa týnst eða eyðilagst. Heilbrigðisráðherra segir að ferlið gangi betur með hverri vikunni sem líður, en þingmaður Viðreisnar segir málið allt einkennast af flani.
Segir óskiljanlegt að Haraldur Briem teljist óháður
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar, gagnrýnir harðlega að Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hafi verið skipaður til að vinna skýrslu um skimanir fyrir leghálskrabbameini. Hún fær ekki séð að hann geti talist óháður í málinu og segir ekkert samráð hafa átt sér stað um skipunina.
10.05.2021 - 18:18
Landlæknir meti hvort Landspítali geti skimað
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir að Embætti landlæknis meti hvort áætlun sem Landspítalinn hefur sett fram um rannsókn leghálssýna uppfyllir viðmið. Núna eru sýnin send til Danmerkur til rannsóknar en ráðuneytið óskaði eftir svörum frá Landspítala um hvort hann gæti sinnt rannsóknunum. Spítalinn hefur lagt fram áætlun um kostnað. Hins vegar greinir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann á um hvort unnt sé að uppfylla viðmið um gæði.
Áfram löng bið eftir niðurstöðu úr leghálsskimun
Konur gætu á næstunni þurft að bíða í um átta vikur eftir niðurstöðu úr leghálsskimun, samkvæmt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Biðin styttist þá umtalsvert. Fréttastofa veit dæmi þess að konur sem voru skimaðar í janúar hafi beðið eftir niðurstöðu í um 14 vikur.
Sex konur vilja skaðabætur frá Krabbameinsfélaginu
Enn bætist í hóp þeirra kvenna sem leita réttar síns vegna þess að þær telja sig hafa fengið ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu. Farið hefur verið fram á skaðabætur í málum sex kvenna, bótaskylda í máli einnar hefur verið viðurkennd  og unnið er að fleiri slíkum kröfum.
Ráðuneyti óskar svara Landspítala um leghálsskimun
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítali staðfesti vilja sinn til að annast greiningu leghálssýna og geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til þannig að starfsemin uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni.
Viðtal
Geta greint leghálssýni en hafa ekki verið beðin um það
Meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hefur verið óskað eftir því. Þetta segir yfirlæknir Meinafræðideildar. Biðtími eftir niðurstöðu rannsókna á sýnum sé styttri hjá deildinni en annars staðar á Norðurlöndum. „Synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi,“ segir yfirlæknirinn.
Meiri líkur á mistökum þegar sýni eru send út
Anna Margrét Jónsdóttir, formaður félags rannsóknarlækna segir flutning leghálskimana til heilsugæslunnar illa skipulagða og ekkert samráð hafi átt sér stað utan heilsugæslunnar. Meiri líkur séu á að eitthvað fari úrskeiðis þegar sýnin eru send utan til greiningar.
21.02.2021 - 12:38
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
Krabbameinsfélagið segir ranga greiningu mjög fátíða
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að röng greining á leghálssýnum sé mjög fátíð og að árangurinn hér á landi sé góður. Fréttastofa birti í gær viðtal við Hönnu Lind Garðarsdóttur sem fékk ranga greiningu úr leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í nóvember.
Vissi að hún væri með krabbamein en greindist ekki
„Konur eiga að geta treyst því að leghálssýnin séu skoðuð nógu vel,“ segir Hanna Lind Garðarsdóttir, sem greindist með leghálskrabbamein um miðjan nóvember eftir að kvensjúkdómalæknirinn hennar fann sepa í leghálsi sem var sendur til greiningar hjá Landspítalanum. Á sama tíma fann Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ekkert óeðlilegt við leghálssýni úr Hönnu Lind.
Krabbameinsfélagið greiðir tugmilljónir vegna mistaka
Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli konu vegna rangrar greiningar í skimun við leghálskrabbameini hjá félaginu. Málum ellefu kvenna sem telja sig hafa fengið ranga greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur verið vísað til Embættis landlæknis og í málum fjögurra þeirra hefur verið farið fram á skaðabætur.