Færslur: Lay Low

Eurovision
Systur geisluðu á stóra sviðinu í Tórínó
Sigga, Beta, Elín og Eyþór Ingi Eyþórsbörn hafa lokið flutningi sínum á framlagi Íslands til Eurovision í ár, Með hækkandi sól. Ákaft var klappað með íslenska laginu og Systur ljómuðu af gleði.
14.05.2022 - 20:57
Á tali í Tórínó
„Maður var bara öskrandi í græna herberginu“
Þær Elín Ey úr hljómsveitinni Systur og lagahöfundurinn Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay Low, eru enn að ná sér niður eftir æsispennandi þriðjudagskvöld. Hópurinn er samt til í slaginn og Systur tilbúnar að stíga á svið og flytja Með hækkandi sól á nýjan leik á laugardag. Báðar segjast orðnir miklir Eurovision-aðdáendur eftir reynsluna og nú er glimmer í algleymingi hjá hópnum.
13.05.2022 - 20:00
Stúdíó 12
Ekki hægt að segja nei við hvolpaaugum Lay Low
Systurnar Sigga, Beta og Elín kíktu í stúdíó 12 og fluttu gullfallega ábreiðu af laginu Euphoria sem var sigurlag Eurovision árið 2012. Á laugardaginn flytja þær svo lagið Með hækkandi sól í úrslitum Söngvakeppninnar. Lagið er eftir Lay low en það tók hana ekki langan tíma að sannfæra systurnar um að vinna með sér.
07.03.2022 - 14:56
Jólin koma
„Það hellist yfir mann eitthvað fallegt og friðsælt“
Hin fyrstu jól, eftir Ingibjörgu Þorbergsdóttur, er á meðal ástsælustu og lífseigustu jólalaga þjóðarinnar. Ingibjörg heitin er í miklu uppáhaldi hjá tónlistarkonunni Lay Low sem flytur það með sínu nefi í þættinum Jólin koma í kvöld.
26.11.2021 - 10:22
Hátíðardagskrá Hinsegin Daga
Gleðilega hinsegin daga og gleðileg blóm
Lay Low syngur lagið Gleðileg blóm á hátíðardagskrá Hinsegin daga sem fer fram í Gamla bíói. Þátturinn er sýndur í sjónvarpinu á laugardagskvöld í sárabætur fyrir gleðigönguna sem ekki verður gengin.
06.08.2021 - 15:24
Tónatal
„Stundum var bara allur dagurinn ónýtur“
Söngkonan Lay Low glímdi við mikinn kvíða og sviðsskrekk á fyrstu árum ferilsins og oft velti hún hreinlega fyrir sér hvers vegna hún valdi sér ekki aðra leið í lífinu. Með reynslunni hefur henni þó tekist að vinna bug á óttanum við sviðsljósið að mestu og núna nýtur hún þess að koma fram þó stressið láti enn á sér kræla.
30.01.2021 - 12:37
Eyþór Ingi og Lay Low flytja Aftur heim til þín
Stjörnudúettinn Eyþór Ingi og Lay Low fluttu lagið Aftur heim til þín í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið hefur notið mikillar hylli landans frá því í sumar og á vel við nú á dögum.
24.10.2020 - 09:00
Myndskeið
Lay Low og Raggi Bjarna syngja fyrir UN Women
Í gær fór fram landssöfnun UN Women í samstarfi við RÚV um skaðlegar afleiðingar þvingaðra barnahjónabanda í Malaví. Margir lögðu söfnunni lið á ýmsan hátt en Lay Low og Raggi Bjarna tóku saman lagið Þannig týnist tíminn eftir Bjartmar Guðlaugsson í útsendingunni.
02.11.2019 - 11:29
Sættir sig vel við gælunafnið Lay Low
Lovísa Elísabet, oft kölluð Lay Low, kom ásamt hljómsveit sinni í heimsókn í Stúdíó 12 og hitaði upp fyrir komandi tónleika þeirra í Bæjarbíói í Hafnarfirði sem verða laugardagskvöldið 1. desember.
30.11.2018 - 14:00
Lay Low í Havarí og Stevie Ray Vaughan
Í Konsert í kvöld byrjum við á því að fara austur í Berufjörð á tónleika með Lay Low.
10.10.2018 - 13:01
Maiden - Lay Low og Foreigner
Gestur þáttarins er Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) en hún er þessa dagana að plokka bassann í Borgarleikhúsinu í sýningunni vinsælu, Rocky Horror.
11.05.2018 - 17:42
Menn deyja en blúsinn lifir..
Í Konsert vikunnar er í aðalhlutverki blúsmaðurinn Magic Slim sem spilaði á Blúshátíð Reykjavíkur á Hótel Nordica árið 2008.
Björk - Vulnicura live og Lay Low á Airwaves
Í Konsert vikunnar eru tvær glæsilegar íslenskar tónlistarkonur í aðalhlutverki - Björk og Lay Low.
20.10.2016 - 09:38