Færslur: Laxveiði

Andakílsá hefur náð sér á strik eftir umhverfisslys
Lífríki Andakílsár hefur náð sér á strik eftir að tugþúsundir tonna af aur flæddu í ána í umhverfisslysi 2017. Meira en sex hundruð laxar hafa veiðst þar í vísindaveiðum í sumar.
Góð veiði í nýjum farveg Hítarár
Leigutaki í Hítará segir að nýr farvegur sem myndaðist eftir að stór skriða féll í Hítardal sé bylting frá fyrri farvegi. Góð veiði hefur verið í ánni í sumar og meirihluti þess næsta þegar bókaður.
27.08.2020 - 09:37
Laxveiðin á við slakt meðalár
Formaður Landssambands veiðifélaga segir sölu á veiðileyfum í sumar hafa gengið betur en á horfðist í vor og Íslendingar hafi keypt meira af þeim en áður. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá í sumar og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný.
11.08.2020 - 12:18
Rannsóknin á Andakílsá á borði ríkissaksóknara
Rannsóknin á umhverfisslysinu í Andakílsá árið 2017 er nú á borði ríkissaksóknara. Greint var frá því í síðustu viku að tilraunaveiðar sé nú hafnar í ánni, en fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar.
Laxveiði reynd í Andakílsá að nýju
Í vikunni hófust tilraunaveiðar í Andakílsá í Borgarfirði.
18.07.2020 - 04:39
Japanskur koi-fiskur í Elliðaám
Harla óvenjuleg sjón blasti við manni sem var að svipast um eftir laxi í Elliðaám í gærkvöldi. Skyndilega synti pattaralegur gulleitur fiskur hjá sem líkist helst japönskum koi-fiski.
30.06.2020 - 00:46
Eric Clapton gerist hluthafi í Vatnsdalsá
Eric Clapton, tónlistarmaður, er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu G og P ehf. sem er með leigusamning við veiðifélag Vatnsdalsár.
15.06.2020 - 18:10
Segir mögulega ekki þörf á að grafa í gegnum skriðuna
Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum. Leigutaki að Hítará segir að komandi sumar eigi eftir að skera úr um hvort skriðan hafi bitnað jafn illa á veiði og óttast er.
27.05.2020 - 16:08
Myndskeið
Grafa í gegnum skriðu til að endurheimta farveg Hítarár
Grafa á í gegnum skriðu sem féll í Hítardal fyrir tveimur árum til að endurheimta fyrri farveg Hítarár. Með því á að ná aftur sömu laxveiði úr ánni og áður en skriðan féll.
27.05.2020 - 09:26
Síðdegisútvarpið
Býst við mjög góðu laxveiðisumri
Óðum styttist í að laxveiðitímabilið hefjist. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, býst við mjög góðri laxveiði og er bjartsýnn á sumarið þrátt fyrir ýmsa óvissuþætti. Laxveiðitímabilið hefst í Elliðaám í Reykjavík 21. júní.
15.05.2020 - 17:44
Sjávarhiti kann að veita vísbendingar um laxveiði
Góðar vísbendingar eru um góðar smálaxagöngur í ám á sunnan- og vestanverðu landinu í sumar. Stangveiði á laxi í þessum landshluta er yfirleitt um 40 prósent af heildarveiði náttúrulegra laxastofna á landinu.
13.05.2020 - 10:12
Baudenbacher: Mega ekki skerða atkvæðisrétt Ratcliffe
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, segir að fyrirhugað þak á atkvæðisrétt eigenda veiðiáa standist ekki Evrópurétt. Þetta segir Baudenbacher í greinargerð sem hann vann fyrir Jim Ratcliffe, sem eignast hefur fjölda laxveiðiáa hérlendis. Greinargerðina sendi Gísli Stefán Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Veiðiklúbbsins Strengs, inn sem umsögn um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
27.02.2020 - 13:51
Myndskeið
Allt á floti á Suðvesturlandi
Talsverður vöxtur er í ám á Suðvesturlandi eftir miklar rigningar að undanförnu og ár og lækir hafa flætt yfir bakka sína. Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri veiðifélagsins Hreggnasa, segir að veiðimenn verði nú að beita allt öðrum aðferðum en í þurrkunum í sumar. Áfram er spáð miklum rigningum á vestanverðu landinu. Bræðurnir Svavar og Björgólfur Hávarðssynir eru við veiðar í Meðalfellsvatni og Laxá í Kjós og þykir vatnið nokkuð hafa breitt úr sér eins og myndir sýnir.
19.09.2019 - 13:33
Yfir 1.000 laxar í fjórum ám
Fjórar ár eru nú komnar yfir 1.000 laxa mörkin í sumar samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga. Heildarfjöldi veiddra laxa í flestum ám er enn langt undir lokatölum í fyrra.
26.08.2019 - 08:00
Langmestur afli í Eystri-Rangá
Laxveiði hefur verið rýr það sem af er sumri. Veiðimenn eru hvattir til þess að sleppa laxi eða jafnvel sleppa því að veiða. Hins vegar hefur veiðst vel í Eystri-Rangá sem um miðja vikuna var orðin aflamesta á sumarsins en þá höfðu 1.823 laxar veiðst í ánni.
10.08.2019 - 20:52
Hnúðlax mögulega nýr nytjastofn á Íslandi
Hnúðlax verður mögulega orðinn nytjastofn í íslenskum ám þegar fram líða stundir. Sífellt meira veiðist hér af hnúðlaxi og vitað er að hann er tekinn að hrygna hér og líklegt að seiði hafi komist á legg.
07.08.2019 - 18:22
Skora á veiðimenn að sleppa löxum
Hafrannsóknastofnun hefur sent út áskorun til veiðifélaga og stangveiðimanna, þar sem hvatt er til hófsemi og að sem flestum veiddum löxum verði sleppt, til að hrygningarstofninn í haust verði eins stór og frekast er unnt.
20.07.2019 - 08:47
Viðtal
Laxveiði dræm það sem af er sumri
Það sem af er sumri hafa einungis 3.200 laxar veiðst, miðað við 45 þúsund allt árið í fyrra. Erfiðar aðstæður hafa verið til veiða, mikil birta og vatnsleysi í ám, sem og óvenjulitlar göngur laxa.
15.07.2019 - 08:51
Innlent · lax · Laxveiði
Urriðinn á uppleið, lax og bleikja í jafnvægi
45.291 lax veiddist á stöng í íslenskum laxveiðiám á síðasta ári. Þar af var 19.409 löxum sleppt aftur, eða nær 43 prósentum veiddra laxa, og því var heildarfjöldi landaðra laxa 25.882. Þetta kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiðina árið 2018. Samkvæmt þessu hélst laxveiðin nær óbreytt milli áranna 2017 og 2018, en 2016 veiddust hins vegar ríflega 53.300 laxar í íslenskum ám. Töluvert meira veiddist af urriða 2018 en árið áður, en bleikjuaflinn var nánast óbreyttur.
11.07.2019 - 02:30
Rigning gladdi veiðibændur í Borgarfirði
Vatnsbúskapur laxveiðiáa hefur verið með minnsta móti í byrjun sumars og laxveiðin sömuleiðis lítil vegna mikilla þurrka. Rigning gladdi veiðibændur í Borgarfirði í morgun sem eru bjartsýnir á veiðisumarið þrátt fyrir slæma byrjun.
25.06.2019 - 13:41
Myndskeið
Ekki nægt eftirlit með veiðibúnaði
Það skortir á eftirlit með búnaði laxveiðimanna sem koma hingað til lands, segir framkvæmdastjóri veiðifélags. Ekki sé nóg gert til að koma í veg fyrir að hingað til lands berist sjúkdómar sem hrjá villta laxastofna erlendis.
17.06.2019 - 19:49
Myndskeið
Best að skríða á maganum
Laxá í Kjós er óvenju vatnslítil enda hefur varla fallið í hana rigningardropi í rúmar þrjár vikur. Veiðimenn eru hvattir til að skríða á maganum að bökkum árinnar til þess að fæla ekki þá laxa sem þó ganga í ána. 
17.06.2019 - 12:39
Freista þess að vísa málinu til Hæstaréttar
Veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, sem tapað hafa ógildingarmáli gegn Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, ætla að freista þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Landsréttur vísaði málinu frá á föstudag.
Veiðibændur tókust á um bann við netaveiði
Veiðifélag Árnesinga samþykkti á aðalfundi í gær að sumarið 2019 verði engin net lögð á veiðisvæði félagsins í Ölfusá og Hvítá, heldur aðeins veitt á stöng. 88 voru hlynnt banninu en 68 lögðust gegn því. Flugufréttir greina frá því að formaður veiðifélagsins telji að bannið sé ólöglegt og að einhver félagsmanna eigi eftir að reyna að fá ákvörðun aðalfundarins hnekkt.
27.04.2018 - 14:10
Óvenjumikið af hnúðlaxi hér í sumar
Mun meira hefur veiðst af hnúðlaxi í íslenskum ám í sumar en mörg undanfarin ár. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun telur að laxinn flækist hingað úr sterkum hrygningastofni í Barentshafi. Engar vísbendingar séu um að hann sé farinn að hrygna hér á landi, en það sé þó vel mögulegt.
17.08.2017 - 12:40