Færslur: Laxeldi

Sjónvarpsfrétt
Fjögurra milljarða laxasláturhús fer í gang á næsta ári
Nýtt laxasláturhús Arctic Fish í Bolungarvík kostar hátt í fjóra milljarða króna. Framkvæmdir ganga vel og útlit fyrir að slátrun hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2023.
24.06.2022 - 15:53
Laxeldi hafið í Ísafjarðadjúpi
Fyrstu laxaseiðin voru sett í kvíar í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Seiðin eru á vegum Háafells ehf. sem sótti fyrst um leyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi árið 2011 og undirbúningur því staðið yfir í rúman áratug.
Bílddælingar uggandi yfir fyrirhuguðu risasláturhúsi
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax ætlar að reisa níu þúsund og fimm hundruð fermetra sláturhús á Vatneyri á Patreksfirði. Ekki liggur fyrir hver framtíð sláturhúss fyrirtækisins verður á Bíldudal, en heimamenn eru uggandi.
12.05.2022 - 18:00
Silfrið
Seyðfirðingar með efasemdir um laxeldi í firðinum
Nokkuð hefur borið á óánægju á Seyðisfirði með áform um laxeldi í firðinum en Fiskeldi Austfjarða lætur nú meta umhverfisáhrif af tíu þúsund tonna eldi í firðinum. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, sem er í forsvari fyrir félagið Vá, félag um verndun fjarðar, segir að fjöldi íbúa vilji ekki laxeldi í firðinum en lítið samráð hafi verið haft við íbúa. Forsvarsmenn laxeldisins hafi gefið það út að starfsemi hefjist í firðinum á næsta ári, en ekkert leyfi sé enn fyrir því.
28.03.2022 - 12:59
Laxadauði í Dýrafirði ekki Arctic Fish að kenna
Matvælastofnun telur að stórfelldur laxadauði í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði í upphafi árs hafi ekki verið fyrirtækinu að kenna. Margir utanaðkomandi og samhangandi þættir hafi valdið því að tvö þúsund og fimm hundruð tonna afföll urðu í firðinum.
17.03.2022 - 16:35
Sjónvarpsfrétt
Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði
Til stendur að tvöfalda framleiðslugetu fiskeldisstöðvar Samherja í Öxarfirði. Framkvæmdir er farnar af stað og er áætlað að verkið kosti hátt í tvo milljarða.
14.02.2022 - 13:02
Mikil afföll í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði
Mikil afföll hafa orðið í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu misseri. Sláturskipið Norwegian Gannet er væntanlegt til landsins og verður laxi slátrað á fullu næstu vikurnar áður en meiri fiskur drepst.
14.02.2022 - 11:33
Ekkert í netum við laxeldi fyrir austan
Enginn fiskur var í netunum sem Fiskistofa vitjaði við sjókvíareldi í Vattarnesi í Reyðarfirði. Vart varð við gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes þann 20. janúar. Gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit. Net voru lögð út í takt við viðbragðsáætlun. Daginn eftir var netanna vitjað, og reyndist enginn fiskur í þeim. Í framhaldi voru netin tekin upp að beiðni Fiskistofu.
25.01.2022 - 12:32
Sjónvarpsfrétt
Vilja byrja að slátra í Bolungarvík eftir ár
Forstjóri Arctic Fish segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið með að tryggja sér aukna sláturaðstöðu. Því hafi fyrirtækið ákveðið að kaupa hús Fiskmarkaðs Vestfjarða með það fyrir augum að koma upp laxasláturhúsi.
03.01.2022 - 20:38
Áform um nýtt sláturhús laxeldis í Bolungarvík
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish áformar að koma upp laxasláturhúsi í Bolungarvík. Fyrirtækið hefur keypt hús og samið við Bolungarvíkurkaupstað með það í huga.
03.01.2022 - 12:32
Búast við að slátrun sýktu laxanna ljúki á morgun
Gert er ráð fyrir að slátrun á laxi úr sjókví í Reyðarfirði þar sem sjúkdómurinn blóðþorri kom upp verði lokið annað kvöld. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir veiruna sem veldur sjúkdómnum mjög smitandi innan sjókvíarinnar og að vakta verði svæði vel í framhaldinu.
27.11.2021 - 18:00
Samherji stækkar landeldisstöð
Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming. Eftir stækkunina er áætlað að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.
25.10.2021 - 13:40
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Viðtal
Auknu fiskeldi fylgja frekari rannsóknir og vöktun í ám
Á síðasta ári fékk Hafrannsóknastofnun til sín þrjá eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og veiddust í laxveiðiám. Fiskifræðingur bendir á að ekki veiðist nema hluti strokufiska og mismikið eftirlit sé í ánum. Slík vöktun eykst þó sífellt.
14.07.2021 - 14:13
Segir mat um afturkræfa erfðablöndun óforsvaranlegt
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis Fiskeldis Austfjarða hf. í Stöðvarfirði þar sem áætlað er að framleiða um 7.000 tonn af laxi á ári í sjókvíaeldi. Þar segir að eldi á frjóum laxi komi ekki til greina með óbreyttu áhættumati.
26.06.2021 - 09:34
Leyfi fyrir laxeldi fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi með 10 þúsund tonna hámarkslífmassa í Reyðarfirði.
Myndskeið
Risastór landeldisstöð rís við Þorlákshöfn
Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.
Stórhuga áform um fiskeldi og orkuframleiðslu
Stórhuga áform eru uppi um mikla uppbyggingu fiskeldis á landi í og við Þorlákshöfn. Stefnt er á svo mikla framleiðslu á eldisfiski að sveitarfélagið Ölfus er farið að huga að stofnun nýs orkufyrirtækis til að mæta orkuþörfinni sem af því skapast.
15.04.2021 - 07:00
Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
Stefna á tæplega sjö þúsund tonna laxeldi í Djúpinu
Mast hefur nú unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna eldi á frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi fyrir Háafell ehf. Fyrirtækið heyrir undir Hraðfrystihúsið Gunnvöru og er nú þegar með leyfi fyrir 6.800 tonna regnbogasilungseldi í Djúpinu sem mun þá víkja fyrir nýju leyfi til laxeldis.
Skipulagsstofnun vill að heimilt sé að draga úr laxeldi
Skipulagsstofnun telur mikilvægt að skýr heimild sé til staðar til að draga úr eldi í Ísafjarðardjúpi ef ekki tekst að halda laxalús í skefjum. Þá er lítið vitað um hver samlegðaráhrif yrðu af því eldi sem ólík fyrirtæki fyrirhuga í Djúpi. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum af átta þúsund tonna laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.
03.02.2021 - 16:47
Vesturbyggð stefnir Arnarlaxi vegna vangoldinna gjalda
Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur stefnt Arnarlaxi vegna vangoldinna aflagjalda. fyrirtækið hefur greitt inn á kröfur sveitarfélagsins í takt við eldri gjaldskrá, sem ekki er lengur í gildi. Fyrirtækið segir skorta gagnsæi á hvert gjöldin renna.
Stór og mikill fóðurprammi sökk á Reyðarfirði í nótt
Fóðurpramminn Muninn, sem er í eigu Laxa fiskeldis, sökk á Reyðarfirði á fjórða tímanum í nótt. Enginn var um borð í prammanum og ekki er talið að öðrum sæfarendum stafi hætta af honum þar sem hann liggur á hafsbotni á um 40 metra dýpi á móts við vitann Grímu á Berunesi, ekki langt frá landi. Varðskipið Þór er á vettvangi.
Leggja til að eldi meira en tvöfaldist í Dýrafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi til allt að tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Dýrafirði á Vestfjörðum fyrir Arctic Sea Farm, sem heyrir undir Arctic Fish. Það er meira en tvöföldun frá fyrra starfsleyfi, en núverandi leyfi hljóðar upp á 4200 tonn á ári. Fyrirtækið hefur stefnt að því að auka við eldi í firðinum í þó nokkur ár.
08.01.2021 - 12:07
Myndskeið
Íslenskt fiskeldi vex hratt - sjókvíaeldið umfangsmest
Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun samþykktar. Mest er aukningin í laxeldi í sjókvíum. Þegar eru í gildi leyfi fyrir tæplega 110 þúsund tonna eldi.