Færslur: Laxeldi

Myndskeið
Norsk fyrirtæki sæti sömu skilyrðum hér og heima fyrir
Norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að lúta mun strangari reglum um sjúkdómavarnir í heimalandinu en hér á Íslandi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt. Formaður Landssambands veiðifélaga vill að þetta verði leiðrétt því verið sé að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja.
Segir óráð að takmarka eldissvæði í Djúpinu
Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfilegt laxeldi í sjó verði aukið um 20% á landsvísu og að eldi verði leyft meðal annars í Ísafjarðardjúpi. Forsvarsmenn fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum segja takmarkanir Hafró ekki á vísindum reistar.
23.03.2020 - 09:56
„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“
„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
20.03.2020 - 11:52
Leggja til 20% aukningu í laxeldi á landsvísu
Hafrannsóknastofnun leggur til í nýrri ráðgjöf að laxeldi verði nær tvöfaldað á Austfjörðum og að leyfilegt laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn.
19.03.2020 - 12:39
Myndskeið
100.000 laxar þurftu ekki að drepast
570 tonn af eldisfiski sem drapst nýlega hjá Arnarlaxi í kvíum eiga ekki að hafa teljandi áhrif á afkomu fyrirtækisins. Forðast hefði mátt laxadauðann ef slátrun hefði farið fram í desember. Koma erlendra sláturskipa eins og Norwegian Gannet er veikur hlekkur í smitvörnum í laxeldi, segir eftirlitsmaður Matvælastofnunar.
20.02.2020 - 10:10
Segir svo mikinn laxadauða ekki geta talist innan marka
Formaður Landssambands veiðifélaga segir nýlegan dauða 500 tonna af eldislaxi hjá Arnarlaxi mikið áhyggjuefni. Það geti ekki talist innan marka að svo mikið af laxi drepist á svo skömmum tíma.
17.02.2020 - 12:25
Margar neikvæðar umsagnir um reglugerð um fiskeldi
Mörg náttúruverndarsamtök og hagsmunaaðilar mótmæla harðlega áformum sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi bann við sjókvíaeldi í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiám. Alls bárust 39 umsagnir um reglugerð ráðherra.
21.01.2020 - 11:54
Tæp hálf milljón seiða drapst í eldisstöð Arctic Fish
Tæp hálf milljón seiða drápust í eldisstöð Arctic Fish á Tálknafirði um helgina. Líklegt þykir að rafmagnstruflanir vegna óveðursins sem gekk yfir hafi átt hlut að máli.
19.12.2019 - 12:29
Vísar úrskurðinum aftur til Landsréttar vegna annmarka
Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar um að vísa frá máli Náttúruverndar 2, félags veiðiréttarhafa í Haffjarðará á Snæfellsnesi, gegn Löxum fiskeldi ehf. og Matvælastofnun vegna sjókvíaeldis í Reyðarfirði. Málinu er vísað aftur til Landsréttar vegna tæknilegra annmarka á úrskurðinum.
19.11.2019 - 13:26
Ný seiðaeldisstöð endurnýtir 96% vatns
Ný seiðaeldisstöð Arctic fish á Tálknafirði endurnýtir 96 prósent vatns í eldinu og gerir tilraunir til að fullvinna allar aukaafurðir. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, segir mögulegt að endurnýta allt að 99 prósent vatnsins.
18.10.2019 - 20:52
Gat kom á sjókví í Tálknafirði
Gat á nótarpoka sjókvíar hjá Arnarlaxi við Laugardal í Tálknafirði uppgötvaðist á föstudag. Gatið er um 7 sinnum 12 sentimetrar að stærð og er á tveggja metra dýpi. Enginn lax úr sjókvínni hefur veiðst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
19.08.2019 - 16:37
Óska eftir athugasemdum vegna laxeldis
Matvælastofnun hefur óskað eftir athugasemdum við tillögur að starfsleyfum fyrir fiskeldisfyrirtækin Fjarðalax og Arctic Sea Farm. Rekstrarleyfi þeirra voru felld úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í september.
05.07.2019 - 17:51
Tvær laxveiðiár vaktaðar í Ísafjarðardjúpi
Með nýjum fiskiteljara í fyrirstöðuþrepi í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi, ásamt veiðitölum, er ætlunin að meta heildarstofnstærð laxa í ánni. Í teljaranum er myndavél og því er hægt að greina göngufiski í ánni. Framkvæmdin er hluti af vöktun Hafrannsóknastofnunar á náttúrulegum veiðivötnum í tengslum við uppbyggingu sjókvíaeldis. Þetta er annar fiskiteljarinnar sem er tekinn í gagnið í Ísafjarðardjúpi.
25.06.2019 - 10:30
Myndskeið
Vakta laxa í veiðiám í Ísafjarðardjúpi
Með vöktunarkerfi í laxveiðiám er hægt að skoða hvern einasta fisk sem fer upp ána. Þannig má fylgjast með náttúrulegum stofnum og mögulegri gengd eldisfiska. 
06.06.2019 - 20:15
Arnarlax veitir ekki upplýsingar um laxadauða
Matvælastofnun bárust tilkynningar frá Arnarlaxi um óeðlileg afföll í laxeldi fyrirtækisins í Arnarfirði í vor en hafa ekki upplýsingar um hversu margir fiskar drápust. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri Salmars, sem á Arnarlax, segir að rekstarafkoma Arnarlax hafi verið um rúmlega 70 milljónir króna minni en áætlað var vegna affalla en fyrirtækið veitir ekki upplýsingar um hversu margir fiskar drápust.
22.05.2019 - 12:42
Reynsla eigi að ráða stækkun laxeldis
Skipulagsstofnun telur málefnalegar ástæður vera fyrir því að útiloka landeldi, ófrjóan lax og lokaðar sjókvíar í 14.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Patreks- og Tálknafirði. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar á viðbót við matsskýrslu fyrir eldi, sem var fellt úr gildi síðasta haust. Stofnunin telur tilefni til að auka framleiðsluna í skrefum þar sem reynsla ráði framgangi uppbyggingar.
21.05.2019 - 16:40
Arctic Fish færir út kvíarnar í Patreksfirði
Arctic Fish hefur sett lax í sjókvíar í Patreksfirði. Hingað til hefur Arctic Fish aðeins verið með lax í sjókvíum í Dýrafirði. Rekstrar- og starfsleyfi fyrirtækisins fyrir eldinu var fellt úr gildi síðasta haust en í skjóli tímabundis bráðabirgðaleyfis og undanþágu frá starfsleyfi hefur fyrirtækið unnið að því að fá leyfin á ný.
17.05.2019 - 16:01
Vilja gjald af laxeldi beint til sveitarfélaga
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja ótímabært að taka gjald af atvinnugrein sem er ekki rekin með hagnaði og sveitarfélög gera athugasemd við gjald á fiskeldi renni ekki beint til þeirra. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af fiskeldi er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd Alþingis.
03.04.2019 - 12:09
Villtir laxastofnar mikilvægir Borgarbyggð
Byggðaráð Borgarbyggðar segir það gríðarlegt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið og nærsveitir á Vesturlandi að tekið sé mið af þýðingu villtra laxastofna fyrir afkomu íbúa og búsetuskilyrði í frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi. Ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélög þar sem stór hluti íbúa á lífsafkomu að stóru, eða öllu leyti, undir tekjum af veiðihlunnindum.
29.03.2019 - 13:48
Enginn hvati um nýsköpun í fiskeldisfrumvarpi
Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins AkvaFuture gagnrýnir að nýtt frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi hvetji ekki til nýsköpunar. Fyrirtækið stefnir á eldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði og í Ísafjarðardjúpi.
09.03.2019 - 13:45
Hlutverk samráðsnefndar í fiskeldi óskýrt
Aðkoma fyrirhugaðrar samráðsnefndar í fiskeldi að áhættumati Hafrannsóknastofnunar er ekki nógu skýr í frumvarpi sjávaútvegsráðherra. Um það eru andstæðingar og stuðningsmenn sammála. Náttúruverndarsamtök óttast að nefndin geti beitt Hafrannsóknarstofnun þrýstingi.
06.03.2019 - 13:45
Frumvarp: Áhættumat erfðablöndunar lögfest
Lagt er til að gerð áhættumats erfðablöndunar verði lögfest í frumvarpi um laxeldi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram á Alþingi í dag. Frumvarpið er byggt á sáttmála ríkisstjórnarinnar og að miklu leyti á skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi síðan árið 2017, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.
05.03.2019 - 16:41
Reyna að framleiða kynhlutlausa eldisfiska
Hafrannsóknastofnun gerir nú tilraunir með að gera eldisfiska kynhlutlausa. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir að eldislaxar verði kynþroska og geti blandast við náttúrulega laxastofna, þá gæti kynhlutleysið bætt nýtingu í bleikjueldi.
16.02.2019 - 15:33
Bæta úr annmörkum umhverfismats fyrir ný leyfi
Laxeldi Arctic Fish og Arnarlax hafa tilkynnt nýja frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar fyrir 14.500 tonna framleiðsluaukningu á laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Þar er bætt úr annmörkum fjögurra starfs- og rekstrarleyfa sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi.
05.02.2019 - 14:00
Umfangsmikil vöktun á áhrifum sjókvíaeldis
Hafrannsóknastofnun vinnur nú úr upplýsingum úr umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem er ætlað að varpa ljósi á umhverfisáhrif sjókvíaeldis á fjarsvæðum þess á Vestfjörðum, bæði í fjörðum þar sem eldi er hafið og þar sem það er fyrirhugað.
05.02.2019 - 10:30