Færslur: lax

Japanskur koi-fiskur í Elliðaám
Harla óvenjuleg sjón blasti við manni sem var að svipast um eftir laxi í Elliðaám í gærkvöldi. Skyndilega synti pattaralegur gulleitur fiskur hjá sem líkist helst japönskum koi-fiski.
30.06.2020 - 00:46
Vilja Ísland inn eftir áratugs fjarveru
Íslensk stjórnvöld hafa ekki svarað erindi frá NASCO, alþjóðasamtökum sem berjast fyrir verndun villta laxastofnsins í Norður Atlantshafi, þar sem þess er óskað að Ísland gerist aftur aðili að samtökunum. Áratugur er síðan Ísland sagði sig frá NASCO af fjárhagsástæðum.
27.12.2019 - 12:05
Viðtal
Bjarga fágætum laxastofni úr útrýmingarhættu
Finnskir sérfræðingar eru bjartsýnir á að tekist hafi að bjarga fágætum finnskum laxastofni frá útrýmingu. Laxar af þessari tegund halda til í stærsta stöðuvatni Finnlands og ganga aldrei í sjó.
25.08.2019 - 22:05
Erlent · Finnland · lax · Dýralíf
Viðtal
Laxveiði dræm það sem af er sumri
Það sem af er sumri hafa einungis 3.200 laxar veiðst, miðað við 45 þúsund allt árið í fyrra. Erfiðar aðstæður hafa verið til veiða, mikil birta og vatnsleysi í ám, sem og óvenjulitlar göngur laxa.
15.07.2019 - 08:51
Innlent · lax · Laxveiði
Innkalla reyktan lax vegna listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á reyktum laxi og reyktri fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Vörurnar hafa verið innkallaðar af markaði vegna listeríu, sem greinst hefur í þeim, í samráði við MAST.
12.02.2019 - 12:05