Færslur: Launaþjófnaður

Efling innheimti 35 milljónir vegna vangoldinna launa
Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna kröfu 103 félagsmanna um að fá vangoldin laun sín greidd. Nýjum launakröfum af því tagi hefur fækkað undanfarið.
Blaut tuska í andlit þolenda launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, til starfskjaralaga, og kallar það „blauta tusku í andlit þolenda launaþjófnaðar.“ Formaður Eflingar segir frumvarpið ennfremur bjóða upp á „ríkulegt hlaðborð undankomuleiða fyrir brotlega atvinnurekendur.“
Morgunútvarpið
Segir Eflingu villa sýn — Efling segir vandann stærri
Efling hefur gefið villandi upplýsingar um launaþjófnað sem eru til þess fallnar að efna til ófriðar. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi  framkvæmdastjóri IKEA og eigandi pizzastaðarins Spaðans. Viðari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að umfang þessa vanda sé miklu meira en fram hefur komið.
29.01.2021 - 09:34