Færslur: Launamunur kynjanna

Forsætisráðuneytið lætur Hagstofu rannsaka launamun
Forsætisráðuneytið undirritaði í gær samning við Hagstofu Íslands um að gera rannsókn á launamun kvenna og karla. Um er að ræða fyrstu rannsókn á launamun kynjanna frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2018.
Ójöfnuður á Íslandi minnkar
Tekjujöfnuður hefur aukist hér á landi frá í fyrra, miðað við úrvinnslu Viðskiptaráðs Íslands úr gögnum Hagstofunnar. Tekjur lægri tekjuhópa hafa hækkað um átta prósent á meðan tekjur þeirra sem skipa tekjuhæstu tíundina hafa hækkað um fimm prósent. Tekjuhæsta prósentan lækkaði örlítið í tekjum. Til viðbótar við aukinn tekjujöfnuð hefur hlutfall tekjuhærri lækkað og tekjulægri hækkað.
13.08.2019 - 11:06
Ísland einna næst launajafnrétti í heiminum
Djúp gjá og hægar breytingar valda því að það á eftir að taka yfir tvær aldir að brúa launabil kynjanna í heiminum. Þetta er mat Alþjóðaefnahagsráðsins, sem tekur á móti fjármála- og þjóðarleiðtogum á árlegum fundi í Davos í Sviss í næsta mánuði.
19.12.2018 - 05:36
Launamunur kynjanna minnkað um 2 prósentustig
Launamunur kynjanna dróst saman um rúm tvö prósentustig á árunum 2008 til 2016. Þetta kemur fram í rannsókn sem Hagstofa Íslands vann í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti.
07.03.2018 - 09:56