Færslur: Laun

Hæst laun í Garðabæ og Kópavogi en lægst í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Garðabæjar er launahæstur bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, bæjarstjóri Kópavogs fylgir þar á eftir, samkvæmt samantekt fréttastofu á mánaðarlaunum borgar- og bæjarstjóra. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er launalægstur.
Telur umræðu um há laun sveitarstjóra ósanngjarna
Nýráðnir sveitarstjórar fámennra sveitarfélaga fá á aðra milljón króna í mánaðarlaun. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur umræðu um há laun sveitarstjóranna ósanngjarna og segir þau í samræmi við þá ábyrgð sem á þeim hvílir.
Sjónvarpsfrétt
Undarleg skilaboð inn í komandi kjaraviðræður
Forseti ASÍ furðar sig á að æðstu ráðamenn þjóðarinnar fái launahækkun á hverju ári sem sé töluvert umfram hækkanir í almennum kjarasamningum. Þessi hækkun hafi áhrif á komandi kjaraviðræður.
03.07.2022 - 19:07
Þingmenn, ráðherrar og embættismenn hækka í launum
Laun þingmanna hækkuðu  um rúmlega 60 þúsund krónur, eða 4,7 prósent í gær. Þingfararkaup er nú rúmlega 1,3 milljónir króna á mánuði. Þingmenn hafa svo möguleika á að drýgja tekjur sínar vegna ýmiss kostnaðar sem tengist starfi þeirra, auk þess sem greitt er fyrir aukalega fyrir formennsku í nefndum.
02.07.2022 - 11:52
Sjónvarpsfrétt
Segir dómara ekki hika við að leita réttar síns
Formaður Dómarafélags Íslands telur ákvörðun um að skerða laun dómara vegna mistaka í útreikningi vera geðþóttaákvörðun framkvæmdarvaldsins. Fjármálaráðherra vísar því á bug og segir launin hafa verið leiðrétt svo þau samræmist gildandi lögum.
01.07.2022 - 19:00
„Venjulegu fólki algerlega nóg boðið"
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að laun æðstu stjórnenda hjá ríkinu auki ekki á gliðnun í samfélaginu. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um launagreiðslur til forstjóra fyrirtækja í ríkiseigu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. 
Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur dregist saman
Á síðustu tuttugu árum hafa atvinnutekjur þeirra sem aðeins hafa grunnmenntun hækkað mest, og þeirra sem hafa háskólamenntun hækkað minnst. Þannig hefur dregið töluvert úr tekjumun eftir menntunarstigi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans.
07.04.2021 - 15:09
Laun hækkuðu um 3,7 prósent í janúar
Launavísitalan hækkaði um 3,7 prósent milli mánaða í janúar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Hækkunina má að langmestu leyti rekja til launahækkana samkvæmt kjarasamningum sem náðu til meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Algengasta hækkunin var 15.750 króna almenn kauphækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf, og kauptaxtahækkun um 24 þúsund krónur.
23.02.2021 - 09:26
Kaupmáttur á góðu róli – ný staða í íslenskri hagsögu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 3,5 prósent milli septembermánaðar á þessu ári og 2019. Launavísitalan hækkaði um 6,7 prósent á sama tímabili. Kaupmáttur jókst því um 3,2 prósent á sama tíma og atvinnustigið hríðféll. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að staðan á vinnumarkaði sé algerlega ný í íslenskri hagsögu og að sérstaða Íslands hvað varðar atvinnustig sé á undanhaldi.
27.10.2020 - 10:20