Færslur: Laugavegur

Ók á hjólreiðamann, yfir hjólið og niður göngugötu
Lögreglan rannsakar hvort ekið var á hjólreiðamann af ásetningi á laugardagskvöld. Ökumaðurinn ók yfir reiðhjólið og flúði af vettvangi, niður göngugötu. Lögreglan telur sig vita hver hann er.
06.06.2022 - 16:52
Bera slasaða konu niður Jökultungur
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli auk hálendisvaktar voru kallaðar út um tvöleytið í dag vegna konu sem er talin vera fótbrotin efst í Jökultungum. Þær eru á gönguleið Laugavegar, nánar tiltekið á milli Álftavatns og Hrafntinnuskers.
18.07.2021 - 16:42
Snjór stoppar ekki göngugarpa á Laugaveginum
Vegurinn í Landmannalaugar var opnaður fyrir nokkrum dögum og skálaverðir Ferðafélagsins eru að standsetja skála víða um land. Fyrstu göngugarpar sumarsins eru að búa sig í Laugavegsgöngu þrátt fyrir talsverðar fannir, sérstaklega í Hrafntinnuskeri.
16.06.2021 - 13:42
Líkamsárás á Laugavegi í nótt
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í verslun við Laugaveg klukkan rúmlega tvö í nótt. Þar hafði ungur maður í annarlegu ástandi ráðist á starfsmann verslunarinnar þegar verið var að vísa honum út úr versluninni.
Kona með barn slapp naumlega undan bíl á göngugötu
Hársbreidd munaði að ekið yrði á konu með ungt barn á göngugötu á Laugavegi í morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þetta sýna hvað geti gerst á göngugötum þar sem engar hindranir séu fyrir bílaumferð.
Tvö verslunarsvæði, mismunandi þarfir
Um 85% höfuðborgarbúa hafa sótt verslun og þjónustu á Laugavegi undanfarið ár. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og birtast í blaðinu í dag.
30.07.2020 - 06:22
Ætla að halda sínu striki þrátt fyrir veður og COVID
Hlaupaviðburðurinn Laugavegur Ultra marathon fer fram á laugardag að öllu óbreyttu. Gul viðvörun var í gildi á miðhálendinu til níu í morgun og áfram er spáð hvassviðri á sunnan- og vestanverðu hálendinu. Silja Úlfarsdóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að vel sé fylgst með veðurspá fyrir laugardaginn.
16.07.2020 - 10:08
Veðurviðvörun – ferðalangar fresta göngum eða snúa við
Gul viðvörun verður í gildi á miðhálendinu seinna í dag og í kvöld. Seinni partinn á morgun verður svo í gildi viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og á Breiðafirði.
15.07.2020 - 12:11
Myndband
Segir borgina hafa staðið illa að framkvæmdum
Framkvæmdir borgarinnar í miðborg Reykjavíkur hafa verið illa skipulagðar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Þær hafi bitnað illa og harkalega á fyrirtækjum í miðborginni.
03.11.2019 - 13:41
Myndskeið
Vatnsstígsreitur tekur stakkaskiptum
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svokölluðum Vatnsstígsreit á mótum Laugavegar og Vatnsstígs í miðborg Reykjavíkur. Gömul hús víkja fyrir allt að 4.000 fermetra nýbyggingum og önnur fá andlitslyftingu. Gert er ráð fyrir allt að 56 hótelíbúðum.
Akstursstefnu snúið á Laugavegi
Akstursstefnu á hluta Laugavegar verður breytt um næstu mánaðamót. Ökumönnum sem aka upp Klapparstíg verður beint til vinstri, austur Laugaveg, en ekki til hægri. Þetta er gert til þess að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á Laugaveginum.
14.04.2019 - 20:10