Færslur: Laugarvatn

Hjólhýsaeigendur vilja greiða fyrir brunavarnir
Hjólhýsahverfið við Laugarvatn stendur enn þrátt fyrir fyrri áform Bláskógabyggðar um lokun þess vegna skorts á brunavörnum. Hjólhýsaeigendur vilja gera samning við sveitarfélagið um að greiða allan kostnað af framkvæmdum gegn því að halda svæðinu opnu.
18.04.2022 - 18:48
Landinn
„Þær virkilega grétu og voru frábær vitni í þessu máli“
Allir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni tóku í vikunni þátt í viðamikilli forvarnardagskrá sem bar yfirheitið „Ábyrg í umferðinni“. Partur af dagskráni var sviðsett slys sem fékk hárin til að rísa.
Myndskeið
Nærri hundrað eldingar á tveimur og hálfri klukkustund
Talsvert eldingaveður gerði í uppsveitum Suðurlands í gær og stóð það yfir í um tvær og hálfa klukkustund.
31.07.2021 - 11:47
Viðtal
Segir að samningar hjólhýsaeigenda fái að renna út
Til stendur að loka hjólhýsasvæðinu á Laugavatni, en þar hefur fólk verið með hjólhýsin sín áratugum saman. Ásta Stefánsdóttur, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarfélagið hafi heimild til að segja upp samningum um næstu mánaðamót en ákveðið hafi verið að láta leigusamninga renna út. Það gerist á næstu tveimur árum. Hún segir að eldvarnarsjónarmið ráði mestu um að ákveðið var að loka.
28.09.2020 - 09:17
Umferðatafir við Laugarvatn í dag
Vegna hjólareiðakeppninnar, KIA Gullhringsins, sem fer fram á Laugarvatni í dag má búast við tímabundnum töfum á umferð í gegnum Laugarvatn.
31.08.2019 - 11:30
„Undarleg menntapólitík“
„Þetta er heljarhögg fyrir Bláskógabyggð og skólasamfélagið á Laugarvatni og gríðarleg vonbrigði, ég á varla til orð”, segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar um ákvörðun Háskóla Íslands að flytja námsbraut í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar blés til aukafundar vegna málsins og harmar ákvörðun Háskóla Íslands.
„Getum ekki lengi rekið nám með halla“
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir að Háskólinn geti ekki rekið námsbrautir með halla ár eftir ár, honum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. Flutningur námsbrautar Háskólans í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur hefur verið harðlega gagnrýndur. Háskólarektor segir að með því að færa nám í íþróttafræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur megi ná fram hagræðingu.
„Háskólinn í miðbænum“
Ákvörðun Háskólaráðs Háskóla Íslands um að færa íþróttafræðinám frá Laugarvatni til Reykjavíkur hefur vakið hörð viðbrögð. Meðlimir síðu á Facebook , „Íþróttafræðasetur áfram á Laugarvatni“, voru orðnir rúmlega 3500 um þrjúleytið í dag. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa lýst vonbrigðum og vantrausti á Háskólann. Í gær var flaggað í hálfa stöng fyrir framan hús Íþróttafræðasetursins á Laugarvatni.
Háskóli Íslands stendur ekki undir nafni
„Það er dapurlegt að Háskóli Íslands treysti sér ekki til þess að reka almennt háskólanám á landsbyggðinni. Aðalástæðan fyrir fækkun í íþróttakennaranámi er lenging námsins úr þremur árum í fimm. Það kallar á endurskipulagningu námsins hvort sem það flyst til Reykjavíkur eða verður áfram á Laugarvatni“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og fyrsti þingmaður Sunnlendinga.
HÍ færir íþróttafræðinám til Reykjavíkur
Háskólaráð Háskóla Íslands ákvað í dag að flytja námsbraut í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Námið verði flutt til Reykjavíkur í áföngum þannig að nýir nemendur hefji nám í Reykjavík næsta haust, en nemendur annars og þriðja árs verði næsta vetur á Laugarvatni. Í samþykkt sinni segir Háskólaráð námið sé flutt vegna fækkunar nemenda. Helsta ástæða fækkunarinnar sé sú að nemendur vilji síður sækja námið til Laugarvatns.
Þingmenn fengu frest
Háskólaráð Háskóla Íslands hefur frestað um hálfan mánuð ákvörðun um hvort námsbraut í Íþrótta og heilsufræði verði áfram á Laugarvatni eða verði flutt til Reykjavíkur. Ráðið féllst í gær á ósk þingmanna Suðurlandskjördæmis um frestinn, svo starfshópur þingmanna, heimamanna og fulltrúa háskólans gætu farið yfir alla kosti í málinu.
Laugarvatn eða Reykjavík?
Háskólaráð Háskóla Íslands ákveður á fundi sínum á morgun hvort námsbraut skólans í íþrótta- og heilsufræði verði áfram á Laugarvatni, eða verði flutt til Reykjavíkur. Í skýrslu starfshóps Háskólans er talið mun dýrara að hafa námið á Laugarvatni. Laugvetningar telja að skýrslur um málið byggi á ósanngjörnum samanburði.
Ódýrara að flytja námið til Reykjavíkur
Starfshópur skipaður af Háskóla Íslands telur að ódýrara sé að flytja nám í Íþrótta og heilsufræði til Reykjavíkur en að halda því áfram á Laugarvatni. Rekstrarkostnaður sé 10-14 milljónum króna hærri á ári á Laugarvatni en í Reykjavík. Endurbætur og endurnýjun aðstöðu kosti Háskólann allt að 280 milljónum meira á Laugarvatni.
Niðurstaða um áramót
„Við þurfum að klára þetta fyrir áramót“, segir Guðmundur Ragnar Jónsson formaður starfshóps Háskóla Íslands sem skoðar framtíð Íþróttaseturs Háskóla Íslands á Laugarvatni. Nefnd HÍ skilaði áliti í haust og setti fram þrjá kosti, tveir fela í sér flutning námsins frá Laugarvatni til Reykjavíkur.