Færslur: Laugardalshöll

Viðtal
Rúmlega þúsund spilarar Eve online streyma til landsins
EVE Fanfest, hátíð íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP, fer fram í Laugardalshöll um helgina og eru rúmlega þúsund spilarar tölvuleiksins teknir að streyma hingað til lands. Fjölmargir hliðarviðburðir hátíðarinnar eru þegar farnir af stað. 
05.05.2022 - 08:52
Mosfellingar kanna hvort finna megi þjóðarhöll stað
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins, þess efnis að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll ætlaða hand- og körfubolta í bænum.
Þjóðarleikvangar á oddinum hjá nýjum ráðherra
Nýir þjóðarleikvangar verða á oddinum hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra. Farið verður í saumana á stöðu mála á næstu vikum.
Ekkert fjármagn eyrnamerkt þjóðarleikvöngum
Ekkert fjármagn er merkt til byggingar þjóðarleikvangs í íþróttum, hvorki úti né inni, í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í dag. Formaður Körfuknattleikssambandsins og framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins leyfa sér þó að vera bjartsýnir á að það breytist í umræðum um frumvarpið.
Bjóða 90 ára og eldri í örvunarbólusetningu
Fimmtudaginn 19. ágúst verður fólki, fæddu 1931 eða fyrr, boðinn örvunarskammtur með mRNA-bóluefni. Í þeim flokki eru bóluefni Pfizer og Moderna. Bólusett verður í Laugardalshöll milli klukkan 10 og 12.
Laugardalshöll aftur nýtt til bólusetninga
Liður í aðgerðum sem stjórnvöld kynntu á föstudaginn er að ráðist verði í bólusetningarátak.
Rey Cup harmar að kveikt hafi verið á myndavélum
Stjórn knattspyrnumótsins Rey Cup harmar að gleymst hafi að slökkva á eftirlitsmyndavélum, sem voru í gistiaðstöðu stúlkna á táningsaldri sem gistu í Laugardalshöll vegna mótsins.
25.07.2021 - 17:11
Myndskeið
Kátt í höllinni frá morgni til kvölds
Síðasti stóri bólusetningardagurinn var í Laugardalshöll var í dag. Það var létt stemning í höllinni, bæði meðan á bólusetningu stóð og að henni lokinni. Vel á tíunda þúsund mættu í Laugardalshöll í dag, þennan síðasta stóra bólusetningardag, og var hálfgerð karnivalstemning í höllinni.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
AstraZeneca uppurið og boðið upp í Pfizer í staðinn
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum.
Myndskeið
Mikil ásókn í seinni skammtinn af AstraZeneca
Hafinn er einn fjölmennasti bólusetningardagurinn hingað til í Laugardalshöll þar sem á bilinu 11-12.000 manns verða bólusett í seinna skiptið með AstraZeneca bóluefninu. Framkvæmdaraðilar bólusetningar mælast til þess að fólk mæti á boðuðum tíma til að jafna álagið við bólusetninguna.
Aðeins um helmingsaðsókn í Janssen
Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag lét sjá sig. Heilsugæslan hefur því sent boð á nokkra árganga sem voru næstir í röðinni. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Fólk á að drífa sig í bólusetningu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þetta.
Myndskeið
600 spilarar lúta ströngum reglum í Laugardalshöll
Eitt stærsta rafíþróttamót í heimi hófst í Laugardalshöll í dag. Um 600 manns koma til landsins vegna þess. Mjög strangar sóttvarnir eru í gildi í Höllinni.
Röð eins og fyrir stórtónleika eða risalandsleik
Gríðarleg aðsókn hefur verið í bólusetningu í dag og því hefur löng röð fólks myndast sem nær allt frá Laugardalshöll upp á Suðurlandsbraut. Dúndrandi danstónlist bíður fólksins þegar inn í Laugardalshöll er komið.
Spegillinn
Við erum öll alsæl
Það var handagangur í öskjunni í dag þegar 9 þúsund manns eldri en 60 ára streymdu í Laugardagshöll til að fá fyrri sprautuna af bóluefninu AstraZeneca. „Maður þiggur það sem maður fær,“ sagði Aldís Guðmundsdóttir eftir að búið var að sprauta hana í handlegginn.
28.04.2021 - 16:31
Annasöm vika framundan í bólusetningum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er bjartsýnn að bólusetning 280 þúsund Íslendinga náist á tilsettum tíma. Hann sagði í kvöldfréttum sjónvarps að framundan væri annasöm vika í bólusetningum.
Bólusettu 377 manns á 30 mínútum
Fyrsta fjöldabólusetning í Laugardalshöllinni var í dag. Bólusett verður líka á morgun og í næstu viku með öllum þremur bóluefnunum.  
Viðtal
Fjöldabólusetningarstöð í Laugardalshöll í undirbúningi
Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins eru í óðaönn að undirbúa fjöldabólusetningarstöð í Laugardalshöllinni. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja mun fleiri en áður frá og með miðvikudeginum.
Lestin
Þegar Ísland hélt stórmót: „Þetta var mjög dramatískt“
Í ár er aldarfjórðungur liðinn frá því að Ísland hélt sitt fyrsta stórmót: Heimsmeistaramótið í handknattleik karla. Álíka mót hefur ekki verið haldið á Íslandi síðan. Kannski er rík ástæða fyrir því enda gekk á ýmsu við skipulagningu mótsins.
21.01.2020 - 11:33
Sigur Rós í Laugardalshöll 2005
Það stendur mikið til hjá Sigur Rós en sveitin ætlar að vera með ferna tónleika í Eldborg í Hörpu og heljarinnar hátíð samhliða 26.–31. desember sem þeir kalla; Norður og Niður.
22.09.2017 - 09:09
„Migos eru Bítlar Youtube-kynslóðarinnar“
Rappsveitin Migos spilaði fyrir stútfullri Laugardalshöll á miðvikudaginn í síðustu viku.
22.08.2017 - 10:47
Söngvakeppnin - uppselt á úrslitin
Undanfarin ár hefur unnendum Söngvakeppninnar gefist kostur á að vera viðstaddir lokaæfingu og úrslit Söngvakeppninnar. Á síðasta ári var undankeppnunum bætt við og óhætt er að segja að í öllum tilvikum hafi færri komist að en vilja.
22.01.2016 - 17:04
Íslensku karlaliðin mætast í dag á EM
Íslensku karlasveitirnar mætast í áttundu umferð Evrópumóts landsliða í skák í Laugardalshöll í dag, en keppendur setjast að tafli klukkan 15.00. Íslenska kvennalandsliðið mætir Finnum. Lið Rússa eru sigurstrangleg í báðum flokkum, með þriggja og tveggja stiga forskot. Norðmenn unnu Grikki 3-1 í gær, en heimsmeistarinn Magnus Carlsen gerði jafntefli á fyrsta borði við Papaioannou.
21.11.2015 - 15:00
Carlsen vann fyrstu skákina
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen vann fyrstu skák sína á Evrópumeistaramóti landsliða í skák í Laugardalshöll í gærkvöld. Íslenska A-landsliðið vann stórsigur á Færeyingum í opnum flokki. Gullaldarlið Íslands tapaði fyrir Moldovumönnum og kvennalandsliðið tapaði fyrir Englendingum. A-landsliðið mætir Tyrkjum í dag, Gullaldarliðið Litháum og kvennalandsliðið Svartfellingum.
Rússar efstir í báðum flokkum
Íslenska kvennalandsliðið í skák gerði jafntefli við Svía, 2-2, á Evrópumóti landsliða í skák í Laugardalshöll í kvöld. Íslensku karlasveitunum gekk miður á lokasprettinum, þær töpuðu báðar. Rússar eru efstir í báðum flokkum að loknum fjórum umferðum.