Færslur: Laugardagslög

Laugardagslög RÚV núll
Laugardagslögin eru komin aftur. RÚV núll setti saman lista af glænýjum lögum sem ættu að koma þér í gott skap á þessum fína laugardegi.
15.02.2020 - 10:05
Laugardagslög Iceland Airwaves
Tónlistar hátíðin Iceland Airwaves er búin að vera í fullum gangi síðan á miðvikudag. Rúv núll tók saman lagalista yfir þá helstu sem koma fram í dag á þessum síðasta degi Airwaves.
09.11.2019 - 10:05
Laugardagslög Une Misére
Þungarokkshljómsveitin Une Misére skrifaði undir plötusamning við einn stærsta þungarokksútgefanda heims fyrr á árinu. Nýjasta plata strákanna kom út í gær og ber hún nafnið Sermon. Það er nóg að gera hjá Une Misére á næstunni, þeir koma fram á tónlistarhátíðinni Airwaves og eru svo á leið í tónleikaferðalag erlendis. Þeir settu saman lagalista fyrir þennan frábæra laugardag.
02.11.2019 - 10:05
Laugardagslög Young Karin
Tónlistarkonan Young Karin sendi frá sér lagið Flood í gær. Þetta er fyrsta lagið sem Karin sendir frá sér í tvö ár en von er á meira efni frá henni á næstu misserum. Karin setti saman lagalista fyrir þennan fína laugardag.
26.10.2019 - 10:05
Laugardagslög Elísabetar Ormslev
Söngkonan Elísabet Ormslev gaf á dögunum út myndband við lagið sitt Sugar sem vakti talsverða athygli. Elísabet hefur af þessu tilefni tekið saman lagalista fyrir þennan ljúfa laugardag.
19.10.2019 - 12:37
Laugardagslög GKR
Tónlistarmaðurinn GKR setti saman 10 lagalista sem ætti að koma þér í gott skap á þessum fína laugardegi. Nýlega gaf GKR út nýtt lag sem ber heitið IAN BOOM og myndband við sem hann tók upp í Svíþjóð.
05.10.2019 - 10:05
Laugardagslög Hipsumhaps
Tvíeykið Hipsumhaps kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í íslenskt tónlistarlíf í haust og þeirra fyrsta plata, Best geymdu leyndarmálin, kom út í síðustu viku.
28.09.2019 - 10:04
Laugardagslög ClubDub
Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónasson mynda Raftónlistartvíeykið ClubDub. Fyrr í sumar gáfu þeir út sína aðra plötu sem ber hið lýsandi nafn, Tónlist. ClubDub koma fram á Tónaflóði sem eru árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt. Þeir eru fyrstir á svið og byrja á slaginu 19:45.
24.08.2019 - 10:05
Laugardagslög Sprite Zero Klan
Laugardagslögin þessa helgina eru í boði Kolbeins og Daníels Óskars sem eru í rappteyminu Sprite Zero Klan. Þetta byrjaði sem grín hjá þeim í skóla árið 2016 þegar þeir gáfu út lagið Dimmalimm. Strákarnir hafa verið að gera það gott í tónlistarbransanum síðan þá og hafa spilað um allt land í sumar.
10.08.2019 - 10:05
Laugardagslög Bríetar
Söngkonan Bríet gaf út nýtt lag og myndband í vikunni sem ber heitið Day Drinking. Bríet kemur víðsvegar fram um helgina, meðal annars á Flúðum, Höfn í Hornafirði og Útipúkanum í Reykjavík.
03.08.2019 - 13:35
Laugardagslög Hildar
Tónlistarkonan Hildur gaf nýlega út stuttskífuna Intuition, eða innsæi, en það er önnur smáskífa hennar. Hildur hefur mikið til unnið tónlist sína erlendis, en hún semur einnig lög fyrir aðra listamenn.
27.07.2019 - 10:05
Laugardagslög Loga Pedro
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro gaf á föstudaginn út splunkunýtt lag sem ber heitið Svarta ekkja. Logi tók af því tilefni saman tíu laga lista með uppáhaldslögunum sínum og leyfði okkur að deila honum.
Laugardagslög Svölu Björgvins
Söngkonan Svala Björgvins tók saman stórkostlegan lagalista fyrir helgina fullan af lögum sem hún hefur hlustað mikið á undanfarið. Sjálf gaf hún nýlega út lagið Running Back ásamt Dr. Victor.
13.07.2019 - 12:08
Laugardagslög GDRN
Tónlistarkonuna GDRN þekkja flestir. Hún byrjaði að gera tónlist árið 2017 og hefur verið að gera það gott síðan. Fyrr á þessu ári skaraði hún fram úr á íslensku tónlistarverðlaununum þar sem hún hlaut fern verðlaun. Það er nóg fram undan hjá GDRN en hún er með tónleika á Gljúfrasteini 30. júní kl. 16 og svo hitar hún upp fyrir Lykke Li í Laugardalshöll 4. júlí.
29.06.2019 - 10:05
Laugardagslög Daða Freys
Laugardagslögin þessa helgina eru í boði Daða Freys, sem gaf út sína aðra plötu fyrr í vikunni. Daði Freyr slóg í gegn með þátttöku sinni í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 þegar hann lenti í öðru sæti með lagið Hvað með það? og hefur síðan glatt þjóðina með góðri tónlist og skemmtilegum ábreiðum.
15.06.2019 - 12:35
Laugardagslög Dóru Júlíu
Það er kominn laugardagur og það þýðir bara eitt, laugardagslögin eru mætt. Að þessu sinni eru þau í boði DJ Dóru Júlíu. Hana þekkja flestir en hún hefur slegið í gegn sem plötusnúður og er einnig byrjuð með sinn eigin hlaðvarpsþátt.
08.06.2019 - 11:04
Laugardagslög Chase
Það er kominn laugardagur og það þýðir bara eitt, laugardagslögin eru mætt. Tónlistarmaðurinn Chase setti saman lagalista til að koma þér í gírinn. Chase gaf út lagið Ég vil það ásamt Jóa Pé árið 2017.
01.06.2019 - 10:05
Laugardagslög Agnesar í Sykur
Það er kominn laugardagur og það þýðir bara eitt, laugardagslögin eru mætt. Tónlistarkonan Agnes Björt, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Sykur setti saman lagalista til að koma þér í gírinn.
25.05.2019 - 10:05
Laugardagslög Gógó Starr
Loka keppnin í Eurovision er í kvöld. Við fengum því drottninguna Gógó Starr til að setja saman sín uppáhalds Eurovisionlög.
18.05.2019 - 10:02
Laugardagslög ritstjóra Iceland Music News
Við hófum undirbúninginn fyrir Eurovision snemma og fengum ritstjóra fjölmiðilsins Iceland Music News, Hákon Jóhannesson, til að setja saman góðan lista af lögum sem gott er að hlusta á í biðinni eftir þriðjudeginum.
Laugardagslög Þuríðar Blævar
Það er kominn laugardagur og það þýðir bara eitt, laugardagslögin eru mætt. Að þessu sinni eru þau í boði Þuríðar Blævar, leikkonu og rappara.
Laugardagslög Egils Spegils
Helgin er komin aftur sem þýðir að brakandi ferskur lagalisti er lentur og að þessu sinni er hann í boði plötusnúðsins Egils Spegils.
27.04.2019 - 11:20
Laugardagslög Sunnu Ben
Það er loksins komin helgi á ný og fullt tilefni til að gera sér glaðan dag. Plötusnúðurinn og myndlistarkonan Sunna Ben tók saman hinn fullkomna lagalista fyrir helgina.
13.04.2019 - 10:00