Færslur: Laugaland

Meðferðarheimilið á Laugalandi hefur starfsemi á ný
Starf­semi er aft­ur haf­in á meðferðar­heim­il­­inu á Laugalandi í Eyjaf­irði, rúmu ári eftir að því var lokað. For­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu, sem rekur heimilið, segir að aukin áhersla verði lögð á áfallameðferð.
20.06.2022 - 13:12
Rannsókn á Laugalandi á að ljúka í desember
Félagsmálaráðuneytið gerir ráð fyrir að rannsókn á meðferð kvenna sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997-2007 ljúki í desember. Konurnar hafa lýst illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á heimilinu, sem áður bar heitið Varpholt.
Hefur boðað til annars fundar í tengslum við Laugaland
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti fund á föstudaginn með konum sem hafa lýst ofbeldi sem þær voru beittar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Annar fundur verður boðaður í þessari viku, samkvæmt upplýsingum úr félagsmálaráðuneytinu, þótt enn sé óljóst hvaða dag. Í framhaldi af þeim fundi verður tekin ákvörðun um það hvort starfsemin á Laugalandi verði rannsökuð.
Ráðherra fundar með meintum þolendum
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hyggst hitta meinta þolendur af meðferðarheimilinu Laugalandi áður en hann tekur ákvörðun um hvort farið verður í opinbera rannsókn á meintu harðræði á heimilinu.
Frásagnir af ofbeldi á Laugalandi á borði ráðherra
Forsætisráðherra segir félags- og barnamálaráðherra hafa upplýst ríkisstjórnina um málefni kvenna sem hafi lýst harðræði og ofbeldi á Laugalandi í Eyjafirði. Málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans.
04.02.2021 - 22:56
Meðferðarheimilinu að Laugalandi í Eyjafirði lokað
Félagið sem rekur meðferðarheimilið að Laugalandi í Eyjafirði hefur sagt upp samningi við Barnarverndarstofu. Starfsemi verður ekki boðin út aftur og því verður heimilinu lokað.
22.01.2021 - 17:12
Samningurinn tímamót í skólamálum
Sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings ytra hafa gert samning um samvinnu í skólamálum og meginþáttum í starfsemi sinni. Samningurinn markar tímamót í sveitarfélögunum í skólamálum. Allir sveitarstjórnarmenn beggja hafa undirritað samkomulagið.
02.01.2016 - 12:58