Færslur: Lars Løkke Rasmussen

Rasmussen stofnar nýjan flokk
Stjórnmálahreyfingin sem Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, stofnaði eftir að hann yfirgaf Venstre í ársbyrjun verður nýr stjórnmálaflokkur. Frá þessu greinir hann í aðsendri grein í sunnudagsblaði BT í Danmörku.
10.04.2021 - 23:57
Inger Støjberg stefnt fyrir Landsdóm
Danska þingið ákærði í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda, fyrir brot í starfi og þarf hún að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. 139 þingmenn greiddu atkvæði með ákæru, 30 voru á móti. Støjberg ítrekaði sakleysi sitt í þinginu í dag og sagði að hún hefði gert allt sem lög hefðu leyft til að vernda stúlkur og nú vildi meirihluti þingsins draga hana fyrir Landsdóm fyrir að breyta rétt.  
02.02.2021 - 20:41
Løkke segir danskt stjórnmálalíf botnfrosið
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi formaður hægri flokksins Venstre og forsætisráðherra, segir stjórnmálalíf í Danmörku botnfrosið og útiloki það alvarlega pólítíska samtal sem Danir þurfi á að halda.
03.01.2021 - 00:16
Mögulegt talið að Løkke stofni nýjan stjórnmálaflokk
Christine Cordsen stjórnmálaskýrandi hjá danska ríkisúvarpinu segir það mjög áhrifamikið þegar fyrrverandi formaður og forsætisráðherra kveður stjórnmálaflokk sinn og ákveður að gerast óháður þingmaður.
02.01.2021 - 01:34
Fréttaskýring
Snúnar viðræður um stjórnarmyndun í Danmörku
Stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku eru flóknar og erfiðar því flokkarnir, sem reyna stjórnarmyndun hafa ólíkar skoðanir og stefnu í mörgum málum. Stefnan í málefnum innflytjenda og útlendinga er afar ólík og hið sama gildir um efnahagsmál og skatta.
Myndskeið
Dönsku forsætisráðherraefnin tókust á
Danir ganga til kosninga á miðvikudag og kannanir benda til þess að ríkisstjórnarskipti verði og Lars Løkke Rasmussen þurfi að láta af embætti forsætisráðherra.
Vinstriflokkar með forystu í Danmörku
Skoðanakannanir fyrir þingkosningarnar í Danmörku 5. júní benda til þess að Jafnaðarmenn fái mest fylgi og líkur séu á að formaður flokksins Mette Frederiksen taki við forsætisráðherraembættinu af Lars Løkke Rasmussen. Kosningabaráttan er hafin, en Lars Løkke boðaði til kosninganna fyrr í vikunni.
Hallar á Lars Løkke í Danmörku
Stjórnarandstaðan í Danmörku er með talsvert meira fylgi en ríkisstjórn Lars Løkkes Rasmussens samkvæmt könnunum. Samkvæmt útreikningi vefritsins Altinget.dk er hafa Jafnaðarmenn undir forystu Mette Frederiksen bætt við sig fylgi frá kosningunum 2015, en Venstre, flokkur Lars Løkkes, tapað fylgi. Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, hefur einnig tapað fylgi. Ekki hefur verið boðað til kosninga í Danmörku, en kjörtímabilið rennur út 17. júní.
08.04.2019 - 17:08
Lars Løkke fagnar með Íslendingum
Forsætisráðherra Danmerkur er í tveggja daga heimsókn á Íslandi. Hann kveðst ánægður með gott samband milli ríkjanna, þau standi frammi fyrir sömu alþjóðlegu áskorununum. Brexit og Trump reyni á bæði Ísland og Danmörku.
Opinberir fánadagar Færeyja og Grænlands
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að 21. júní verði opinber fánadagur Grænlands og 29. júlí Færeyja. Fáni Grænlands, Erfalasorput, mun blakta við opinberar byggingar í allri Danmörku 21. júní og Merkið fáni Færeyja sömuleiðis 29. júlí. Færeyingar halda þjóðhátíð þann dag sem er Ólafsvakan.
12.03.2016 - 13:10
Lars Løkke vill ekki fórna ráðherra
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til viðræðna stuðningsflokka minnihlutastjórnar hans klukkan þrjú í dag á fréttamannafundi í hádeginu. Kreppa er í dönskum stjórnmálum eftir að einn stuðningsflokkanna, Íhaldsflokkurinn, lýsti vantrausti á Evu Kjer Hansen, matvæla- og umhverfisráðherra, í gærkvöld. Þar með nýtur hún ekki lengur trausts danska þingsins og ætti að hætta samkvæmt reglum þingræðisins.
24.02.2016 - 13:39
Danir og Svíar deila um skilríkjakvöð
Slegið hefur í brýnu með Dönum og Svíum vegna ákvörðunar sænsku stjórnarinnar um að hleypa engum inn í landið frá Danmörku nema að hann hafi gild persónuskilríki frá og með 4. janúar. Danska þingið ákvað raunar í síðustu viku að taka upp tímabundið landamæraeftirlit og gerði flutningafyrirtæki ábyrg fyrir því að farþegar sem ferðuðust með þeim hefðu gild persónuskilríki.
Lúnar danskar herþotur
Flugvirkjar í danska flughernum hafa skrifað Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, og beðið um að Danir hætti tímabundið þátttöku í hernaðaraðgerðum gegn hersveitum hins svokallaða Íslamska ríkis í Írak vegna álags við að halda lúnum herþotum við.
28.07.2015 - 18:21