Færslur: Langveik börn

Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Sjónvarpsfrétt
„Við höfðum okkar kjarna en nú erum við hvergi örugg“
Að minnsta kosti tvö hundruð fjölskyldur langveikra barna á Íslandi eru í svokallaðri verndarsóttkví vegna COVID-19. Móðir tveggja drengja með arfgengan ónæmisgalla segir lífið í fjórðu bylgjunni allt öðru vísi en í þeim fyrri. Framkvæmdastjóri Félags einstakra barna segir það reiðarslag fyrir foreldra langveikra barna að heilbrigðisyfirvöld hyggist ekki grípa í taumana til að stöðva útbreiðslu faraldursins.
Fjölskyldur langveikra barna áfram í „óbærilegri stöðu“
Langveik börn og fjölskyldur þeirra eru í óbærilegri stöðu í fjórðu bylgju faraldursins. Þetta segir Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Margir þurfi enn og aftur að loka sig af, og óvissan sé verst. Hún vill að stjórnvöld grípi í taumana og hafi í huga að fólk sé misvel í stakk búið til að takast á við bylgjuna.
07.08.2021 - 09:52
Viðtal
Fatlaðir og foreldrar fatlaðra of aftarlega í röðinni
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að fatlað fólk sé of aftarlega í bólusetningarröðinni. Fyrst nú nýlega liggi fyrir listi yfir þá foreldra fatlaðra barna sem fá forgang í bólusetningu. Þroskahjálp, Umhyggja og fleiri félög sem vinna að hagsmunum langveikra barna og fjölskyldna þeirra sendu áskorun til heilbrigðisyfirvalda í febrúar þar sem óskað var eftir forgangi. 
Foreldrar langveikra barna ekki enn bólusettir
Foreldrar langveikra barna hafa lýst yfir óánægju með að ekki hafi verið tekið tillit til stöðu þeirra í bólusetningaráætlun yfirvalda. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi áskorun til yfirvalda fyrir tólf vikum, en segir málið vera strand.
Myndskeið
Nauðbeygð til að stefna ríkinu eftir áralanga baráttu
Fjölskyldur tveggja barna sem fæddust með skarð í gómi ætla á næstu dögum í mál við íslenska ríkið þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað neitað þeim um greiðsluþátttöku. Móðir annars barnsins segir fjölskyldurnar komnar á endastöð eftir margra ára baráttu fyrir lögbundnum réttindum barnanna.
Kvíða því að sumarlokanir bresti á eftir COVID-19
Foreldrar langveikra barna kvíða því að loks þegar hillir undir að börnin komist út af heimilinu verði leikskólum lokað vegna sumarfría. Skorað er á sveitarfélögin að koma í veg fyrir sumarlokanir.
26.04.2020 - 18:12