Færslur: langtímaatvinnuleysi

Spegillinn
Langtímaatvinnuleysi í eðlilegt horf á vormánuðum
Vinnumálastofnun spáir að það dragi jafnt og þétt úr langtímaatvinnuleysi og að á vormánuðum verði það komið í eðlilegt horf. Í lok júlí höfðu um 5400 verið án vinnu lengur en í 12 mánuði og fækkaði um tæplega 500 frá í júní.
Spegillinn
Óttast langtímaatvinnuleysi
Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því að dregið hafi úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og varð eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan sé að finna þetta fólk og virkja það, í nám eða störf sem henta.
12.08.2021 - 09:30
Segir ástæðu til bjartsýni eins og staðan er núna
Drífa Snædal forseti ASÍ telur útlitið á vinnumarkaði nú almennt ágætt. Ferðaþjónustan sé að fara af stað með miklum krafti og fólk að snúa til fyrri starfa þar. Hún segir alla finna það á eigin skinni hve mjög er að lifna yfir samfélaginu.
Fjölmargir verið án vinnu frá upphafi Covid
Yfir sex þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur en forseti Vinnumálastofnunar er bjartsýnn á að það fækki hratt í þeim hópi á næstu misserum. Forseti ASÍ segir að koma þurfi í veg fyrir að ungt fólk lendi í vanvirkni, líkt og gerðist eftir bankahrun.
Atvinnuástand batnar í Bandaríkjunum
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var 5,8 prósent í síðasta mánuði. Til urðu 559 þúsund ný störf, nokkru færri en búist var við fyrirfram, að sögn atvinnumálaráðuneytisins í Washington. Í frétt frá ráðuneytinu segir að greinilegt sé að efnahagurinn fari batnandi eftir því sem fleiri eru bólusettir við kórónuveirunni.
Samdráttur bitnar á smærri og viðkvæmari hópum
Hlutfall þeirra sem teljast langtímaatvinnulaus er nú um 30 af hundraði en nokkuð hafði borið á langtímaatvinnuleysi áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í lok árs 2019 höfðu um 1.700 verið án atvinnu lengur en í tólf mánuði.
Sjónvarpsfrétt
1.500 bætast í hóp þeirra sem hafa verið án vinnu í ár
Rúmlega sex þúsund manns hér á landi hafa verið án vinnu í meira en ár og fjölgaði um 1.500 í síðasta mánuði. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ganga hægt að vinna atvinnuleysið niður. Almennt atvinnuleysi dróst lítillega saman milli mánaða en var 11 prósent í mars.
Brýnt að byggja upp fólk eftir langt atvinnuleysi
„Þegar fólk hefur lengi verið fjarri vinnumarkaði getur hætta skapast á að það haldi ekki út í starfi. Það getur meðal annars komið til vegna niðurbrjótandi hugsana sem fólk hefur þróað með sér,“ segir Gunnar Þorsteinsson, atvinnuráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.
Vilja atvinnuleysisbætur í fjögur ár
Lengja ætti tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið í að minnsta kosti fjögur ár. Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Fjölga þyrfti opinberum störfum til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp á vinnumarkaði, verði það ekki gert verður kostnaðurinn mun meiri til lengri tíma.
Áhyggjur af þeim sem eru að klára bótaréttinn
Heildaratvinnuleysi í janúar var nærri 13%. 4500 hafa verið atvinnulausir í meira en ár og sem fyrr er ástandið verst á Suðurnesjum. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að margir séu að klára bótaréttinn sem sé áhyggjuefni. 
„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.
Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.
Fjárhagsaðstoðin kostar borgina milljarði meira
Reykjavíkurborg ver milljarði meira í fjárhagsaðstoð í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeim sem fá slíka aðstoð hefur fjölgað mikið milli ára. Atvinnulaust fólk án bótaréttar er stór hluti hópsins.
Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Viðtal
Atvinnuleysi eykst á Suðurnesjum
Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Eftir erfitt ástand á árinum eftir hrun var staðan þar orðin svipuð og á höfuðborgarsvæðinu en er nú að versna á ný. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 2,7 prósent árið 2017 en 3,2 prósent í fyrra, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum á Suðurnesjum fjölgaði um 99 á milli 2017 og 2018.
04.02.2019 - 11:21
Um 500 glíma við langtímaatvinnuleysi
Um 500 manns höfðu verið atvinnulausir lengi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er áþekkt því sem var fyrir árið 2008 en atvinnuleysi í langan tíma jókst á árunum 2009-2012. 
03.05.2018 - 09:38