Færslur: langtímaatvinnuleysi

„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.
Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.
Fjárhagsaðstoðin kostar borgina milljarði meira
Reykjavíkurborg ver milljarði meira í fjárhagsaðstoð í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeim sem fá slíka aðstoð hefur fjölgað mikið milli ára. Atvinnulaust fólk án bótaréttar er stór hluti hópsins.
Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Viðtal
Atvinnuleysi eykst á Suðurnesjum
Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Eftir erfitt ástand á árinum eftir hrun var staðan þar orðin svipuð og á höfuðborgarsvæðinu en er nú að versna á ný. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 2,7 prósent árið 2017 en 3,2 prósent í fyrra, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum á Suðurnesjum fjölgaði um 99 á milli 2017 og 2018.
04.02.2019 - 11:21
Um 500 glíma við langtímaatvinnuleysi
Um 500 manns höfðu verið atvinnulausir lengi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er áþekkt því sem var fyrir árið 2008 en atvinnuleysi í langan tíma jókst á árunum 2009-2012. 
03.05.2018 - 09:38