Færslur: Langjökull

Sjónvarpsfrétt
Geimferðalandið Ísland - fimm vísindahópar í sumar
Fimm hópar vísindamanna verða við rannsóknir hérlendis í sumar í tengslum við geimferðir til tunglsins og Mars. Einn hópurinn er við Sandvatn. Setlögin þar eru eiginlega óhugnanlega lík þeim sem ætla má að verið hafi í fyrndinni á reikistjörnunni Mars. Þetta segir leiðangursstjóri vísindamanna frá NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, sem eru að rannsaka við vatnið. 
Skjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð
Jarðskjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð um áttaleytið i morgun. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki óvanalegt að skjálfti af þessari stærð mælist á svæðinu.
Hvorki Hofsjökull né Langjökull eftir 150 - 200 ár
Verði þróun veðurfars eins og spáð hefur verið verða Hofsjökull og Langjökull horfnir eftir 150 til 200 ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt um jöklabreytingar á Íslandi undanfarin 130 ár. Í samantektinni kemur fram að íslenskir jöklar hafa rýrnað að meðaltali um 16% síðan í byrjun 20. aldar. Meðal höfunda hennar er Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem hefur unnið að jöklarannsóknum í áratugi.
Viðtal
„Það hefur enginn séð neitt í líkingu við þetta“
Jökulhlaup varð í Hvítá aðfaranótt þriðjudags þegar vatn úr lóni við Langjökul vann sér nýjan farveg. Mikil aurleðja hefur safnast við bakka árinnar um allan Borgarfjörð. Samkvæmt mæli Veðurstofu Íslands fór rennsli Hvítár á hálfum sólarhring úr 90 rúmmetrum á sekúndu upp í tæpa 260 rúmmetra á sekúndu. Við mælistöðvar Veðurstofu náði flóðið hámarki klukkan tvö að nóttu. Talið er að um þrjár til fjórar milljónir rúmmetra af vatni hafi hlaupið fram.
20.08.2020 - 19:47
Lundi fannst á miðjum Langjökli
Hópur fólks sem var í leiðangri á Langjökli í gær kom auga á lunda sem lá þar í snjónum. Að sögn Mörthu Jónasdóttur, sem fór fyrir hópnum, fannst fuglinn á jöklinum miðjum.
23.07.2020 - 17:13