Færslur: Langjökull

Viðtal
„Það hefur enginn séð neitt í líkingu við þetta“
Jökulhlaup varð í Hvítá aðfaranótt þriðjudags þegar vatn úr lóni við Langjökul vann sér nýjan farveg. Mikil aurleðja hefur safnast við bakka árinnar um allan Borgarfjörð. Samkvæmt mæli Veðurstofu Íslands fór rennsli Hvítár á hálfum sólarhring úr 90 rúmmetrum á sekúndu upp í tæpa 260 rúmmetra á sekúndu. Við mælistöðvar Veðurstofu náði flóðið hámarki klukkan tvö að nóttu. Talið er að um þrjár til fjórar milljónir rúmmetra af vatni hafi hlaupið fram.
20.08.2020 - 19:47
Lundi fannst á miðjum Langjökli
Hópur fólks sem var í leiðangri á Langjökli í gær kom auga á lunda sem lá þar í snjónum. Að sögn Mörthu Jónasdóttur, sem fór fyrir hópnum, fannst fuglinn á jöklinum miðjum.
23.07.2020 - 17:13