Færslur: Landvernd

Verði að vera raunveruleg ógn til að regluverk víki
Sveitarstjórinn í Vogum segir bæjaryfirvöld ekki setja sig upp á móti því að framkvæmdum við að tryggja raforkuöryggi á svæðinu verði hraðað, eins og dómsmálaráðherra boðaði í gær. Framkvæmdastjóri Landverndar segir margt af því sem ráðherra nefndi, eins og Suðurnesjalína, ekki brýnt öryggismál sem kalli á að regluverk víki til hliðar.
28.05.2022 - 12:42
Landvernd hugnast illa að færa hringveginn við Vík
Landvernd leggst gegn því að hringvegurinn við Vík í Mýrdal verði færður að Dyrhólaósi og í göng gegnum Reynisfjall. Undirbúningur verkefnisins og mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir.
05.05.2022 - 22:00
Viðtal
Íslenskri náttúru yrði fórnað með 125% meiri orkuöflun
Framkvæmdastjóri Landverndar andmælir því sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps umhverfisráðherra, að eigi að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040 og halda áfram að auka framleiðslu, verði að afla 125% meiri raforku. „Þetta er spurning um hvaða ákvarðanir við tökum. Með þessari ákvörðun, ef þetta verður úr, þá erum við að taka ákvörðum um að fórna íslenskri náttúru,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Mótmæla fyrirhuguðum landfyllingum í Skerjafirði
Íbúar í Skerjafirði og Landvernd hafa áhyggjur af að ásýnd svonefndar Shell-fjöru í Skerjafirði spillist og búsvæði fugla og fleiri dýra verði ógnað ef af landfyllingum verður á svæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Myndir af náttúru í samkeppni við virkjanir
Á margmiðlunarsýningu sem opnuð hefur verið á Akureyri gefst fólki kostur á að mynda sér skoðun á því hvort rétt sé að virkja í náttúrunni eða ekki. Þar má meðal annars sjá myndir af stöðum sem ýmist eru horfnir undir uppistöðulón eða eru á svæðum sem til stendur að virkja. 
20.01.2022 - 14:07
Viðtal
Með orkusparnaði þurfi ekki að virkja 50% meira
Ekki er nauðsynlegt að virkja fimmtíu prósentum meira en nú til að ljúka orkuskiptum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Landverndar sem andmælir virkjunaráformum Landsvirkjunar. Þá verði fólk að sætta sig við færri utanlandsferðir.
Sjónvarpsfrétt
Furða sig á friðun hálfrar Bessastaðatjarnar
Áform eru um friðlýsingu á nokkrum hekturum á landi og láði í grennd við Bessastaði. Ekki eru allir á eitt sáttir um útfærsluna.  Landvernd furðar sig á að ekki sé lengra gengið í friðun Bessastaðatjarnar.
19.12.2021 - 19:50
Sjónvarpsfrétt
„Menn eru bara fjúkandi reiðir“
Framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir bændur fjúkandi reiða vegna reglugerðarbreytinga um sjálfbæra landnýtingu. Drög gera ráð fyrir að stöðva beitingu sauðfjár á landi í yfir 700 metra hæð og í meira en 30 gráðu halla.
16.11.2021 - 10:07
Viðtal
Kominn tími á efndir í stað loforða
Margt jákvætt hefur komið fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar. Hvort af loforðunum verði eða hvort fyrirtæki séu að gera tilraun til grænþvottar verður tíminn svo að leiða í ljós.
Vill að stjórnvöld setji atvinnugeirum skýr losunarmörk
Framkvæmdastjóri Landverndar segir ríkisstjórnina ekki hafa gripið til alvöru loftslagsaðgerða sem taki beint á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland sé langt frá því að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.  Þrenn umhverfisverndarsamtök skora á stjórnvöld, í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow,að setja sér markmið um 70% samdrátt í losun fyrir árið 2030. 
Spegillinn
Verður að slá verulega í klárinn
Samkvæmt nýrri eldsneytisspá er ljóst að stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa yfir, er ljóst að tekist er á um hvaða leiðir á að fara á næstu árum. Kjörtímabili næstu ríkisstjórnar lýkur 2025, þegar langt verður liðið á tímabilið sem Parísarsamningurinn tekur til.
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Áhrif loftslagsbreytinga eru að raungerast
„Það verður aldrei of seint að bregðast við loftslagsbreytingum. Við erum að forða okkur frá verri og verri afleiðingum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, forstjóri Landverndar. „En það sem við sjáum núna er að áhrifin sem hafði verið varað við eru að raungerast.“
Seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum
Seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi, ábyrgðarfirring og sérhagsmunir hafa verið ríkjandi yfirbragð íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri harðorðri yfirlýsingu frá Landvernd um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Sjónvarpsfrétt
Spyr hvort Álftnesingar þurfi golfvöll
Umhverfisverndarsamtök segja að með framkvæmdum við nýjan golfvöll á Álftanesi sé varpfuglum sýnt mikið tillitsleysi. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að fuglar og menn geti þar lifað í sátt og samlyndi. 
04.06.2021 - 18:48
Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.
Telja Suðurnesjalínu 2 margbrjóta lög og kæra
Fimm umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir því að leggja Suðurnesjalínu tvö sem loftlínu. Samtökin telja framkvæmdina lögbrot og ótækt að Landsnet fari ekki eftir mati Skipulagsstofnunar en fyrirtækið valdi þann kost sem stofnunin taldi sístan, að leggja loftlínu samsíða þeirri sem fyrir er. Forsvarsmaður Landsnets segir kæruna vonbrigði sem hugsanlega tefji verkið. Framkvæmdastjóri Landverndar segir tafirnar skrifast á þrjósku Landsnets.
Óttast að færsla hringvegar skaði fuglalíf
Félagið Fuglavernd óttast að verði af fyrirhugaðri færslu hringvegar um Mýrdal niður að Dyrhólaós, hafi það slæm áhrif á búsvæði fugla. Hagsmunasamtök og íbúar í Mýrdal hafa mótmælt framkvæmdinni sem er inni í samgönguáætlun. Í henni felst meðal annars að gera þarf göng í gegnum Reynisfjall. Fuglavernd segir að nýi vegurinn fari á köflum inn á friðland og óttast að það geti haft varanleg og skaðleg áhrif á Dyrhólaós og fuglalíf.
22.01.2021 - 14:09
4x4 segir sig úr Landvernd vegna harðlínustefnu
Ferðaklúbburinn 4x4 hefur sagt sig úr Landvernd. Ástæðan er sögð stefna Landverndar sem að mati klúbbsins hefur gengið of langt í öllum sínum gjörðum og gengið þvert gegn hagsmunum Landverndar. Stefnan hafi undanfarin ár verið öfgakennd og markast af harðlínu og er stefna Landverndar um að loka skuli ökuleið um Vonarskarð sérstaklega tiltekin.
15.01.2021 - 06:47
Færri sjúkdómar og billjónagróði með meiri náttúruvernd
Það gæti reynst gróðavænlegt fyrir þjóðir heims að auka náttúruvernd og vernda fleiri land- og hafsvæði til muna. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey birti nýverið niðurstöður sínar eftir útreikninga á efnahagslegum áhrifum þess að vernda um þriðjung af landi í heiminum og sama hlutfall hafsvæðis til að vernda náttúru jarðarinnar. Færri sjúkdómar, gífurleg fjölgun starfa, aukin landsframleiðsla og almennt betra vistkerfi gæti orðið niðurstaðan ef verndarsvæðin verða tvöfölduð að stærð.
26.11.2020 - 14:09
Landvernd kvartar yfir íslenskum stjórnvöldum til ESA
Landvernd hefur kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna innleiðingar á EES-tilskipun um lög um mat á umhverfisáhrifum. Í kvörtuninni segir að lítil sveitarfélög hér á landi séu ekki hlutlaus þegar kemur að því að veita leyfi fyrir stórar framkvæmdir.
14.09.2020 - 15:59
Ekki líklegt að Íslendingar standi við Parísarsáttmála
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að uppfærð aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sé til mikilla bóta en þrátt fyrir það séu ekki líkur á því að Íslendingar standi við Parísarsáttmálann.
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Vilja olíulaust Ísland árið 2035
Ísland getur verið sjálfbært um orku og ætti að vera sjálfsagt mál að setja fram slík markmið. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar í dag, en þar er lagt til að stjórnvöld setji sér markmið um að Ísland verði orðið olíulaust árið 2035.