Færslur: Landvernd

Landvernd kvartar yfir íslenskum stjórnvöldum til ESA
Landvernd hefur kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna innleiðingar á EES-tilskipun um lög um mat á umhverfisáhrifum. Í kvörtuninni segir að lítil sveitarfélög hér á landi séu ekki hlutlaus þegar kemur að því að veita leyfi fyrir stórar framkvæmdir.
14.09.2020 - 15:59
Ekki líklegt að Íslendingar standi við Parísarsáttmála
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að uppfærð aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sé til mikilla bóta en þrátt fyrir það séu ekki líkur á því að Íslendingar standi við Parísarsáttmálann.
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Vilja olíulaust Ísland árið 2035
Ísland getur verið sjálfbært um orku og ætti að vera sjálfsagt mál að setja fram slík markmið. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar í dag, en þar er lagt til að stjórnvöld setji sér markmið um að Ísland verði orðið olíulaust árið 2035.
Hugmyndin kviknaði út frá umhverfismengun Despacito
Heimildarmyndin Mengað með miðlum er sigurvegari samkeppni Landverndar, Ungt umhverfisfréttafólk. Það eru þeir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur sem gerðu myndina sem fjallar um mengun samfélagmiðla og streymisveita.
06.05.2020 - 13:12
Fiskeldi: ESA telur ríkið hafa brotið lög
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018, samkvæmt bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að niðurstaðan sýni gildi þes að haft sé samráð um mikilvægar ákvarðanir um umhverfið.
17.04.2020 - 08:20
Innlent · fiskeldi · Landvernd · Náttúra · ESA
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin leggjast gegn virkjun
Alþjóðanefnd um friðlýst svæði innan Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN telur að vernda eigi víðerni við Drangajökul á norðanverðum Vestfjörðum. Ísland á aðild að samtökunum.
04.02.2020 - 11:33
Verið að skella skuldinni á aðra
Framkvæmdastjóri Landverndar segir að orkufyrirtækin séu að skella skuldinni á einhverja aðra en þá sem eigi hana. Ábyrgðin sé hjá fyrirtækjunum sem séu í ríkiseign. Hún segir hins vegar að vel megi skoða breytingar á leyfisveitingakerfinu vegna lagningar raflína.
16.12.2019 - 17:00
Furðar sig á kæru umhverfisverndarsamtaka
Oddviti Árneshrepps furðar sig á kæru fernra náttúruverndarsamtaka vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar. Sveitarstjórn Árneshrepps veitti fyrir tæpum mánuði tvö leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa kært leyfi sem veitt var fyrir rannsóknum, vegalagningu um fyrirhugað virkjunarsvæði, efnistöku og fleiru.
09.07.2019 - 12:43
Kæra framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Árneshrepps fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að framkvæmdir verði stöðvaðar þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur farið yfir málið.
09.07.2019 - 08:10
Viðtal
Vill breytta orðanoktun um loftslagsmál
Brýnt er að breyta orðanotkun um loftslagsvána að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar. Orðin loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar eru ekki nógu lýsandi fyrir vandann. Breski fjölmiðill Guardian boðaði á dögunum breytta orðanotkun í fréttaumfjöllun um loftslagsmál.
23.05.2019 - 08:29
Ríkisstjórnin eigi að lýsa yfir neyðarástandi
Landvernd hvetur ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Framkvæmdastjóri Landverndar, segir að aðgerðaáætlun stjórnvalda gangi ekki nógu langt. 
30.04.2019 - 22:15
Viðtal
Fataskipti til höfuðs tískusóun
Landvernd hefur undanfarið vakið athygli á tískusóun og leitar leiða til að sporna gegn því sem stundum er kallað skynditíska. Á laugardaginn verða settir upp fataskiptamarkaðir víða um land þar sem fólk getur skipt heillegum fötum, sem ekki eru lengur í notkun, út fyrir notuð.
03.04.2019 - 16:19
Viðtal
Segir þjóðgarð skapa fleiri störf en virkjun
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar segir að deilurnar í kringum virkjunarmál hér á landi hafi harðnað. Landvernd skoraði á Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra að friðlýsa svæði við Drangajökul fyrr í vikunni eftir að Náttúrufræðistofnun sendi tillögu þess efnis til umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra. Slík friðlýsing hefur áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Auður var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun. 
29.06.2018 - 08:35