Færslur: Landvarsla

Enginn landvörður starfandi á gosstöðvunum
Engir landverðir sinna landvörslu á gosstöðvunum um þessar mundir. Umhverfisstofnun réð sérstaka goslandverði þegar gosið í Geldingadölum hófst í fyrra en þau létu af störfum um áramótin. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að skoða verði hvort ástæða sé til að ráða landverði aftur til starfa.
Harma uppsagnir og segja lítið gert úr starfi landvarða
Stjórn Landvarðafélags Íslands harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Stjórnendur eru hvattir til að endurskoða uppsagnirnar svo hægt sé að tryggja umhirðu og vernd svæðisins.
12.10.2020 - 22:43
„Í sumar höfum við ekki heyrt eitt aukatekið orð“
„Vegna staðsetningar skálans hér í botnum svæðis sem er svo kallað Emstrur, sem dregur nafn sitt af erfiði og amstri, hefur talstöðvasamband alltaf verið slitrótt og erfitt því okkur var vandlega troðið hér í brekku utan þjónustusvæðis. Í sumar höfum við ekki heyrt eitt aukatekið orð.“ Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt sem skálaverðir í Emstrum.
06.08.2020 - 09:20
Ég er bara lítill sólargeisli
„Og hér er hann kominn, lítill sólargeisli sem skoppaði á þakinu okkar í Emstrum fyrir nokkrum dögum, trítlandi á öldum ljósvakans, útvarpsbylgjur festar í hljóðbylgjur úr hátölurum og heyrnartólum sem óma svo sem titringur í hljóðhimnunum þínum, þar sem hann kristallast sem óljós minning um útvarpspistil sem þú heyrðir einu sinni.“ Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt sem skálaverðir í Emstrum.
28.07.2020 - 13:07
Andfýla borgarinnar minnir á mikilvægi fjallaloftsins
Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra, sem búsett eru í Amsterdam, kjósa að starfa sem skálaverðir í Emstrum yfir sumarmánuðina. „Kannski er það einfaldlega andfýla borgarinnar, osta- og kannabisfnykur sem undirstrikar mikilvægi fersks íslensks fjallalofts.“ Þau gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt að Fjallabaki.
18.07.2020 - 12:27
Myndskeið
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.